Category: Fréttir

Viktoría frá Vitanum kom, sá og sigraði Samfés 2021

Uppfært 11. maí 2021 Þrír hafnfirskir nemendur kepptu fyrir hönd sinna félagsmiðstöðva í söngkeppni Samfés sem haldin var í gær og sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Viktoría Tómasdóttir, nemandi í 10. bekk í Lækjarskóla, stóð uppi sem sigurvegari keppninnar í ár. Hún söng lagið Seven Nation Army með hljómsveitinni The White Stripes og spilaði […]

Sérstakur styrkur gildir líka á sumarnámskeið

Nú gildir sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur líka á sumarnámskeið! Börn sem koma af tekjulægri heimilum og eru fædd á árunum 2005-2014 geta fengið 45.000 krónur í sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk. Verkefnið hefur það að markmiði að jafna tækifæri þeirra fjölskyldna sem tekjulægri eru til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Umsóknarfrestur er til og með […]

Vitinn – nýtt hönnunarkerfi Hafnarfjarðarbæjar

Við kynnum Vitann – nýtt hönnunarkerfi Hafnarfjarðarbæjar Hafnarfjarðarbær er á hraðferð í stafrænum umbreytingum. Á tiltölulega stuttum tíma hafa stór sem smá verkefni litið dagsins ljós og hlutirnir gerst hratt þrátt fyrir þá staðreynd að nýjar stafrænar vörur eða lausnir taka yfirleitt langan tíma og jafnvel einhver ár í undirbúningi og framleiðslu. Þannig hefur áhersla […]

Viðurkenning fyrir umhverfismál

Nýtt samfélag, verkefni nemenda unglingadeildar í Öldutúnsskóla, hlaut á dögunum  viðurkenningu Umhverfis- og auðlindaráðuneytis sem Varðliðar umhverfisins 2020-2021. Í verkefninu unnu nemendur saman í hópum að því að búa til nýjan samastað fyrir mannkyn, eftir að jarðarbúar höfðu þurft að flýja jörðina vegna loftslagsbreytinga. Markmið verkefnisins var að nemendur fyndu leiðir til þess að varðveita […]

Fræðsla frá Samgöngustofu – verum örugg á ferðinni!

Samgöngustofa hefur gefið út þrjár fræðslumyndir er varða umferðaröryggi og hafa þann mikilvæga tilgang að ýta undir og stuðla að jákvæðri og góðri umferðarmenningu þannig að allir skili sér heilir heim. Fræðslumyndirnar eru allar með íslenskum, ensku og pólskum texta. Verum örugg á ferðinni! Fræðslumynd um rafhlaupahjól Vinsældir rafhlaupahjóla hafa aukist mikið að undanförnu hér […]

Bólusetningar starfsfólks skóla í Hafnarfirði eru hafnar

Bólusetningar starfsfólks í leik-, grunn,- og tónlistarskólum í Hafnarfirði gegn Covid19 eru hafnar og fer bólusetning fyrir þessa hópa fram á næstu dögum og vikum. Mikil og metnaðarfull vinna hefur farið fram við skipulag á bólusetningum og mikilvægt að starfsfólk mæti í boðaða tíma til að framkvæmdin geti gengið vel fyrir sig. Vegna fjölda starfsfólks […]

Örstyrkir til verkefna á Björtum dögum í allt sumar

Opið fyrir umsóknir um örstyrki Bjartir dagar er menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði. Hátíðin hófst með því að syngja inn sumarið síðasta vetrardag en ákveðið hefur verið að hátíðin standi yfir í allt sumar og verði hattur fjölbreyttra hátíðarhalda eftir því sem sóttvarnarreglum og fjöldatakmörkunum sleppir. Opnað […]

Ársreikningur 2020 samþykktur í bæjarstjórn

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar samþykktur í bæjarstjórn Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2020 var samþykktur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í vikunni. Helstu niðurstöður eru þær að rekstrarafkoma fyrir A og B hluta Hafnarfjarðar var jákvæð um 2,3 milljarða króna. Fyrir A hluta var afkoman jákvæð um 1,6 milljarða króna. Góður árangur náðist við að verja grunnrekstur bæjarsjóðs á síðasta […]

Sumarstörf fyrir námsmenn – opið fyrir umsóknir

Fjölbreytt störf verða í boði hjá Hafnarfjarðarbæ sumarið 2021 fyrir námsfólk sem hefur verið í námi á vorönn 2021 eða er skráð í nám á haustönn 2021. Um er að ræða sumarstörf sem tengjast aðgerðum stjórnvalda og miða að því að stuðla að virkni og framtíðarsókn fyrir íslenskt atvinnulíf. Hafnarfjarðarbær mun taka virkan þátt í […]

Fræjum dreift inn á öll heimili í Hafnarfirði

Heimaræktun er gefandi verkefni fyrir alla fjölskylduna Heilsubærinn Hafnarfjörður færir öllum heimilum í Hafnarfirði nú sumargjöf til marks um grósku, vöxt og vellíðan. Gjöfin á að fá íbúa í Hafnarfirði til að staldra við, draga andann létt, lifa í núinu og huga að mikilvægi eigin ræktunar í öllum skilningi. Um er að ræða fræpakka með […]