Endurbætur á opnum leikvöllum Posted júlí 17, 2020 by avista <<English below>> Í bænum okkar eru fjölmargir leik- og sparkvellir og á hverju ári er unnið að viðhaldi og endurnýjun þeirra. Síðastliðnar vikur hefur m.a. verið unnið að endurbótum á opnum leikvöllum innst i Teigabyggð, Álfholti og Stekkjarhvammi. Á leikvellinum í Teigabyggð var hellulögn löguð, ný net sett í fótboltamörkin, fallvarnarlagi skipt út fyrir malarundirlag […]
Tónlistar- og bæjarhátíðin ,,Hjarta Hafnarfjarðar“ hefst í dag Posted júlí 14, 2020 by avista <<English below>> Tónlistar- og bæjarhátíðin ,,Hjarta Hafnarfjarðar“ hefst í Bæjarbíói í dag en hátíðin hefur á örfáum árum fest sig í sessi í Hafnarfirði og er orðin hluti af sumardagskrá bæði íbúa bæjarins og gesta hans. Af þessu tilefni vígði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri blómum prýtt hjarta í hjarta Hafnarfjarðar á Strandgötunni en efniviðurinn í skreytinguna […]
Tennisíþróttin fær byr undir vængi Posted júlí 10, 2020 by avista Nýtt tennisfélag hefur verið stofnað í Hafnarfirði, TFH, en áður var starfsemi tennisins í bænum innan tennisdeildar BH. Í félaginu eru skráðir 140 iðkendur, þar af 114 fullorðnir og 26 börn. Lítil sem engin aðstaða hefur verið fyrir tennisiðkendur í Hafnarfirði síðastliðin ár og hafa því iðkendur leitað inn í Kópavog eða Reykjavík til að […]
Malbikun á Reykjanesbraut í Hafnarfirði 8. júlí Posted júlí 8, 2020 by avista Vegna malbikunarframkvæmda á suður akbraut Reykjanesbrautar milli Strandgötubrúar og Krýsuvíkurgatnamóta í dag, verður umferð frá Keflavík til Reykjavíkur færð á hjáleið um Krýsuvíkurgatnamót og Ásbraut. Umferð á leið frá Reykjavík til Keflavíkur verður færð á hjáleið um Krýsuvíkurgatnamót. Búast má við töfum á Reykjanesbraut milli Strandgötubrúar og Krýsuvíkurgatnamóta milli kl 16:00 og 18:00. […]
Húsfyllir á hafnfirska forsýningu á Ömmu Hófí Posted júlí 7, 2020 by avista Húsfyllir var á hafnfirska forsýningu kvikmyndarinnar Ömmu Hófí í Bæjarbíói í kvöld. Í ljósi þess að myndin var að nær öllu leyti tekin upp í Hafnarfirði ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Bæjarbíó og framleiðendur myndarinnar að bjóða þeim sem tóku þátt í gerð hennar í Hafnarfirði; fyrirtækjum og einstaklingum sem og bæjarstjórn, starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar og […]
Starfsemi í nýsköpunarstofu fer vel af stað Posted júlí 6, 2020 by avista Sumarstörfum fyrir námsfólk og frumkvöðla milli námsanna, 18 ára og eldri, var fjölgað til muna í sumar og hefur hluti hópsins hreiðrað um sig í nýsköpunarstofu í Menntasetrinu við Lækinn. Um er að ræða sumaratvinnuátak Hafnarfjarðarbæjar vegna atvinnuástandsins í þjóðfélaginu, í samvinnu við Vinnumálastofnun. Bæjarblaðið Hafnfirðingur við Idu Jensdóttur, verkefnastjóra í mannauðsteymi Hafnarfjarðarbæjar Hópurinn sem […]
Austurgatan með söguskilti og sögugöngu í Wappinu Posted júlí 6, 2020 by avista Nýtt söguskilti sem reifar sögu Austurgötunnar í Hafnarfirði var vígt við fámenna en góða athöfn á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga þann 17. júní síðastliðinn. Á sama tíma var sett í loftið ný og áhugaverð söguganga um Austurgötuna. Austurgötuhátíðin hefði átt 10 ára afmæli 17. júní en sökum samkomutakmarkana var hátíðinni frestað til 2021. Söguskiltið, sem stendur […]
Snyrtileikinn mikil hvatning Posted júlí 3, 2020 by avista Hjá Hafnarfjarðarbæ stendur nú yfir árleg leit eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð garða, gatna, opinna svæða og lóða í Hafnarfirði. Veittar eru viðurkenningar fyrir fallegasta garðinn, fallegustu götuna og snyrtilegustu stofnanalóðina eða atvinnusvæðið. Senda inn tilnefningu í Snyrtileikann – bentu á þann sem þér þykir bestur Bæjarblaðið Hafnfirðingur ræddi á dögunum við […]
Sameiginlegur plokkdagur vinnuskólanna Posted júlí 3, 2020 by avista Vinnuskóli Hafnarfjarðar og Vinnuskóli Kópavogs taka höndum saman og halda sameiginlegan plokkdag. Þriðjudaginn 7. júlí næstkomandi mun Vinnuskóli Hafnarfjarðar halda í samstarfi við Vinnuskóla Kópavogs sameiginlegan plokkdag. Þá ætla krakkar beggja vinnuskólanna að fara út að tína rusl eða að plokka eins og það er kallað. Hundruðir nemenda Vinnuskóla Hafnarfjarðar munu sjást víðsvegar um bæinn […]
Ferðagjöf til þín Posted júlí 1, 2020 by avista Allir einstaklingar 18 ára og eldri hafa fengið Ferðagjöf að andvirði 5.000 kr. frá stjórnvöldum. Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórónuveirufaraldurs og efla þannig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðsvegar um landið. Fyrst þarf að sækja Ferðagjöfina með […]