Category: Fréttir

Bæjarstjórnarfundur 18. mars

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 18. mars. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Sundlaugar í Hafnarfirði verða opnar í samkomubanni

Sundlaugar í Hafnarfirði verða opnar í samkomubanni. Gufuböð verða lokuð sem og gufubaðsklefar en rennibrautir og pottar verða opnir og er þeim tilmælum beint til gesta að virða tveggja metra regluna sem nú er í gildi. Farið verður að tilmælum almannavarna um fjöldatakmarkanir en fækka þarf skápum sem eru í notkun vegna fjarlægðarreglna. Þá verður […]

Sameiginleg yfirlýsing vegna áhrifa COVID-19 á skólastarf

Íslenskt samfélag tekst nú á við miklar áskoranir vegna heimsfaraldurs COVID-19. Gripið hefur verið til aðgerða sem eiga sér engin fordæmi á lýðveldistímum sem meðal annars snúa að skólastarfi í landinu. Í framhaldi af fundi sóttvarnarlæknis, fulltrúa almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélags, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og Kennarasambands Íslands, laugardaginn 14. […]

Um starfsemi grunn- og leikskóla, íþrótta- og menningarmála

Tilkynning frá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu um starfsemi grunn- og leikskóla, íþrótta- og menningarmála á tímum samkomubanns.  Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa síðan á föstudag unnið að útfærslu á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa næstu vikna í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. Í ljósi þess að skólastarf verður með mismunandi hætti milli sveitarfélaga og innan […]

Starfsstöðvar hafa virkjað sínar viðbragðsáætlanir

Hafnarfjarðarbær hefur hækkað viðbúnaðarstig sveitarfélagsins til samræmis við neyðarstig almannavarna vegna smita á COVID-19 veirunni. Þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnalækni hafi fært stig almannavarna af hættustigi yfir á neyðarstig þá miðast viðbragðsáætlanir sveitarfélagsins við að halda úti skólastarfi og menningarstarfi með skerðingu og tryggja þá starfsemi og þjónustu sem þarf að haldast […]

Hafnarborg hlýtur Íslensku tónlistarverðlaunin

Menningarmiðstöðin Hafnarborg hlaut í vikunni Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir viðburð ársins (einstaka tónleika), í flokknum sígildri og samtímatónlist, fyrir opnunartónleika sýningarinnar Hljóðana, sem var hluti af dagskrá Myrkra músíkdaga.  Til hamingju Hafnarborg og listafólk á bak við þessa einstöku tónleika og sýningu!    Hafnarborg vill þakka slagverksleikaranum Jennifer Torrence, fyrir ógleymanlega túlkun á verkum þeirra Toms Johnson og […]

Ný upplýsingasíða fyrir Covid-19

Nýr vefur með góðum ráðum og upplýsingum um COVID-19 sem vísar í upplýsingar embættis landlæknis og annarra traustra aðila er kominn í loftið. Vefslóðin er www.covid.is. Það er Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem standa að síðunni.  Efni er uppfært reglulega á síðunni. 

Breyting á umferð – aðrein að Ástorgi lokuð

Verktaki hefur lokað aðrein að Ástorgi frá Reykjanesbraut, suðvestan Strandgötubrúar, vegna vegaframkvæmda. Hjáleið er um Krýsuvíkurveg og Ásbraut annars vegar og Kaldárselsveg og Ásbraut hins vegar.  Þessi lokun mun standa yfir til 31. maí 2020.

Aukin áhersla á svörun í síma, netspjalli og með tölvupósti

Í ljósi neyðarstigs almannavarna sem nú er í gildi vegna COVID-19 veirunnar eru íbúar og aðrir viðskiptavinir sem eiga erindi í þjónustuver og þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar hvattir til að senda tölvupóst á hafnarfjordur@hafnarfjordur.is, spjalla við starfsfólk í netspjalli af vef okkar www.hafnarfjordur.is eða hringja í s. 585-5500 til að takmarka komur á starfsstöðvar. Við bendum íbúum […]

Skerðing á skólastarfi – unnið að skipulagningu

<<English below>> Tilkynning frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er varðar starfsemi grunnskóla og og leikskóla. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Mánudagurinn 16. mars verður starfsdagur í öllum skólum […]