Samgöngur á kjörstað

Fréttir

Almenningssamgöngur eru ágætar á báða kjörstaði fyrir alþingiskosningarnar laugardaginn 25. september 2021. 

Almenningssamgöngur eru ágætar á báða kjörstaði fyrir alþingiskosningarnar laugardaginn 25. september 2021. 

Vert er að benda á að leiðir 1 og 19 eru góður kostur fyrir þá sem vilja nýta sér almenningssamgöngur Strætó. Báðar leiðir stoppa við Hraunbrún, sem er nálægt kjörstað í Víðistaðaskóla

Leið 19 keyrir fram hjá Lækjarskóla og nálægasta stopp er Hlíðarberg/Staðarberg.

Kjörstaðir opna kl. 9:00 og eru opnir til 22:00. Hægt er að kynna sér tímatöflu Strætó hér að neðan.

Næg bílastæði eru einnig á báðum stöðum. Við Víðistaðaskóla eru bílastæði við aðalinngang (Hrauntunga) og einnig við Víðistaðakirkju (frá Hraunbrún/Garðavegi)

Straeto-leid-kjorstadir

Ábendingagátt