Category: Fréttir

Frístundaakstur hefst í haust

Fræðsluráð samþykkti á fundi sínum í dag að hefja gjaldfrjálsan frístundaakstur fyrir sex og sjö ára börn í Hafnarfirði í haust. Til að byrja með verður ekið með börnin á æfingar hjá Fimleikafélaginu Björk, FH og Haukum.   Undirbúningur hefur verið unninn með fulltrúum frá þessum félögum út frá hugmyndum starfshóps um frístundaakstur sem skilaði af sér […]

Nýr hópur einstaklinga leitar aðstoðar vegna húsnæðisvanda

Hafnarfjarðarbær hefur farið þess á leit við Íbúðalánasjóð að sjóðurinn dragi til baka uppsagnir á leiguíbúðum í eigu sjóðsins í Hafnarfirði og ekki er búið að selja. Beiðni sveitarfélagsins hljóðar jafnframt upp á það að þessar íbúðir verði ekki seldar a.m.k. næstu þrjú árin og þá verði staða á markaði endurmetin áður en gengið verður […]

Mangi og mikilvægu ungmennin okkar

Bæjarstjóri býður til veislu á Thorsplani Vinnuskóli Hafnarfjarðar tók til starfa í byrjun júní og eru rúmlega 700 hafnfirsk ungmenni 14 ára og eldri nú við fjölbreytt störf víða um bæinn. Störf þeirra eru afar mikilvæg fyrir sveitarfélagið og ákváðu bæjarstjóri og stjórnendur vinnuskóla að blása til veislu á Thorsplani fyrir hópinn og þakka þannig […]

Útboð: Lækjargata – endurnýjun 2017

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við endurnýjun á um 200m kafla Lækjargötu frá Fjarðargötu að Austurgötu.  Verkið felur í sér: upprif á malbiki, uppúrtekt, burðarlög og malbik, kantsteina, fráveitulagnir, vatnsveitulagnir ásamt lögnum veitna. Einnig yfirborðsfrágang, hellulögn, gróður, að endurnýja steypta stoðveggi og fleira.  Verklok eru 29. nóvember 2017. Helstu magntölur: Uppúrtekt úr götum og […]

Skemmtileg og þroskandi kóraferð

Dagana 24.-29. maí sl. fór spenntur 60 barna hópur í Kór Lækjarskóla á Norbusang ásamt sex fararstjórum, Ólöfu kórstjóra og Smára meðleikara kórsins. Það var sungið, tekið þátt í smiðjum þar sem kórfélagar frá Lækjarskóla sóttu kvikmyndaleiksmiðju og indverska tónlistarsmiðju. Þá voru haldnir sameiginlegir tónleikar allra kóranna þar sem áhersla var lögð á vináttu og kærleika […]

Gæsluvöllurinn Róló

Í sumar verður starfræktur gæsluvöllurinn Róló að Smyrlahrauni 41a, í sumarfríi leikskólanna frá 12. júlí til og með 9. ágúst. Opnunartími er frá kl. 9-12 og 13-16 (lokað í hádeginu). Róló er ætlaður börnum á aldrinum 2-6 ára. Börnin verða að vera klædd eftir veðri og með aukaföt.  Athugið að ekki er aðstaða til inniveru […]

Hraunvallaskóli verðlaunaður

Í vor var efnt til samkeppni um kynningu á verkefninu Velkomin – úrræði fyrir móttöku og samskipti. Fyrstu verðlaun hlaut Hraunvallaskóli en starfsmenn skólans, þær Ingibjörg Edda Haraldsdóttir, Kristín Guðnadóttir og Hjördís Ýrr Skúladóttir unnu kynningarmyndband um verkefnið. Verðlaunin voru afhent föstudaginn 9. júní að viðstöddu starfsfólki skólans og fulltrúa fræðslu- og frístundaþjónustu. Hulda Karen […]

Einar Bárðarson ráðinn samskiptastjóri

Einar Bárðarson hefur verið ráðinn samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar en um tímabundna ráðningu er að ræða frá 1. ágúst n.k. til 31. ágúst 2018. Einar er fyrrum rekstrarstjóri Reykjavík Excursions og forstöðumaður Höfuðborgarstofu. Síðustu misseri hefur hann starfað sem sjálfstæður ráðgjafi í ferðaþjónustu. Einar mun í starfi sínu sem samskiptastjóri sveitarfélagsins annast samskipti og samstarf við fjölmiðla, […]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2017

Tuttugasti Ratleikur Hafnarfjarðar er hafinn. Í tilefni tímamótanna er þemað Brot af því besta, valdir staðir úr öðrum leikjum auk viðbótar. Guðni Gíslason leggur leikinn í 10. sinn en það er Hönnunarhúsið ehf. sem hefur umsjón með útgáfunni í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ. Markmið með leiknum er að hvetja til útivistar og náttúruskoðunar í fjölbreyttu upplandi […]

Grenndarkynning – Gullhella 1

Breyting á deiliskipulagi 1. áfanga Kapelluhrauns í Hafnarfirði. Stækkun byggingarreits Gullhellu 1 Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann  20. febrúar 2017 að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Kapelluhrauns vegna lóðarinnar Gullhellu 1, með vísan til 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin felst í stækkun  byggingarreits lóðarinnar, eins og fram […]