Category: Fréttir

SORPU-appið auðveldar lífið

Nýr vefur um flokkun úrgangs, gjaldskyldu og starfsstöðvar SORPU opnar í dag! Á hádegi opnar SORPA nýjan vef hver virkar í mismunandi miðlum, s.s. tölvum, snjallsímum og spjaldtölvum. Markmiðið með vefnum er að koma enn betur til móts við þarfir notenda og gera upplýsingar um flokkun úrgangs, gjaldskyldu og starfsstöðvar SORPU aðgengilegri á rafrænu formi. […]

Bókun um Reykjanesbraut

Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í morgun var eftirfarandi bókun um Reykjanesbraut samþykkt: “Í ljósi tíðra og alvarlegra slysa á Reykjanesbraut í Hafnarfirði áréttar bæjarráð Hafnarfjarðar mikilvægi þess að ráðist verði í úrbætur á brautinni án tafar. Bæjarráð hefur þungar áhyggjur af umferðaröryggi á veginum og skorar á samgönguyfirvöld að hefja nú þegar undirbúning að öllum […]

Skráningarkerfið komið í lag!

Fyrir helgi tilkynnti Hafnarfjarðarbær um bilun á vef sem sér um niðurgreiðslu þátttökugjalda í íþrótta- og tómstundastarfi 6-18 ára barna og ungmenna í Hafnarfirði. Frá miðvikudagskvöldi – föstudagskvölds var ekki hægt að skrá börn og fá frístundastyrk en prófanir og skráningar um helgina hafa að fullu gengið eftir.  Skráningarkerfi er komið í lag Bilun kallaði […]

Jólatré ekki sótt heim eftir jólin

Eins og fram kom í tilkynningu Hafnarfjarðarbæjar til bæjarbúa í bæjarblöðum, á heimasíðu og Facebook í lok október þá verða jólatré ekki sótt heim eftir jólin í ár. Bæjarbúar þurfa sjálfir að sjá um að koma sínum trjám í réttan farveg hjá Sorpu. Íbúar Hafnarfjarðar þurfa nú í ár að fara sjálfir með jólatrén á […]

Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar

Hafnarfjarðarbær mun þann 19. apríl, á síðasta vetrardag, útnefna Bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2017. Einungis starfandi listamenn með fasta búsetu í Hafnarfirði koma til greina við úthlutun og er miðað við lögheimili síðustu 12 mánuði. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum sem menningar- og ferðamálanefnd mun hafa til hliðsjónar við val á bæjarlistamanni. Umsóknum […]

Útboð – sláttur og hreinsun

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í eftirfarandi verkefni. Sláttur á opnum svæðum Verkið felur í sér slátt á opnum svæðum bæjarins samkvæmt nánari tilvísun verkkaupa, alls 69 hektarar (692.000 m2). Um er að ræða manir með mismiklum halla og slétt svæði. Tilboð verða opnuð hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu þann 18. janúar 2017 kl. 10. Hreinsun gróðurbeða […]

Áfram Hafnarfjörður í Útsvari!

Áfram Hafnarfjörður! Á sjálfan Þrettándann – föstudagskvöldið 6. janúar – etja kappi Hafnarfjörður og Fjallabyggð í útsláttaviðureign í Útsvari. Lið Hafnarfjarðar í ár skipa þau Tómas Geir Howser Harðarson, Sólveig Ólafsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir. Við sendum hópnum okkar bestu strauma og hlökkum til að sjá þau á skjánum! Allir áhugasamir geta mætt í sjónvarpssal til […]

Atvinnumiðstöð lokar

Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar lokaði um áramótin Atvinnumiðstöðin hóf starfsemi sína á vormánuðum árið 2010 með samningi milli Hafnarfjarðarbæjar og Vinnumálastofnunar.  Miðstöðin hefur sinnt vinnumiðlun, ráðgjöf og annarri þjónustu við atvinnuleitendur í Hafnarfirði. Atvinnumiðstöðin var sett á stofn til að bregðast við þrengingum á vinnumarkaði og afleiðingum efnahagskreppu. Umskipti hafa orðið að þessu leyti síðustu misserin og […]

Nýtt fyrirkomulag

Tilkynning varðandi nýtt fyrirkomulag á greiðslum húsnæðisbóta (áður húsaleigubætur) Þann 1. janúar 2017 taka gildi lög nr. 75/2016 um húsnæðisbætur og falla þá úr gildi lög nr. 138/1997 um húsaleigubætur. Markmið nýju laganna er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta vegna leigu á íbúðarhúsnæði og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaði. Sveitarfélögin hafa hingað […]

Nýr verkefnastjóri fasteigna

Stefán E. Stefánsson hefur verið ráðinn í starf verkefnisstjóra fasteigna hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu. Stefán er með MSc í verkfræði. Stefán hefur starfað í Noregi undanfarin misseri hjá vatnsveitunni í Bergen meðal annars sem sviðsstjóri vatnsdreifingar.  Þar á undan var hann bæjarverkfræðingur Seltjarnarnesbæjar og hafði þar með að gera allar framkvæmdir sveitarfélagsins. Stefán mun taka […]