Category: Fréttir

Endurskoðun upplýsingastefnu

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. september s.l. að hefja vinnu við endurskoðun á upplýsingastefnu Hafnarfjarðarbæjar.  Starfshópur var skipaður til að vinna að endurskoðuninni og sitja í starfshópi fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn ásamt samskiptastjóra Hafnarfjarðarbæjar. Drög að endurskoðaðri upplýsingarstefnu liggja nú fyrir og eru tilbúin til rýni og athugasemda […]

Jólaævintýrið hefst í Hafnarfirði

Jólaævintýrið hefst í Hafnarfirði – tendrun ljósa og Jólaþorp Um helgina hefjast jólin formlega í Hafnarfirði með opnun Jólaþorps og tendrun ljósa á jólatrjám á Thorsplani og Flensborgarhöfn. Á Thorsplani hafa nú risið sautján fagurlega skreytt jólahús þar sem syngjandi glaðir sölumenn bjóða fjölbreytta gjafavöru, hönnun og íslenskt handverk. Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opið alla […]

Bæjarstjórnarfundur 23. nóv

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 23. nóvember. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu bæjarins.   Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14:00

Dagur íslenskrar tungu

16. nóvember er dagur íslenskrar tungu og er dagurinn jafnframt fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar skálds. Ýmislegt gerist á þessum degi í starfi Hafnarfjarðarbæjar og þá sérstaklega í grunnskólunum. Á þessum degi hefst Litla og Stóra upplestrarkeppnin í grunnskólum bæjarins þar sem haldnar eru sérstakar samverur í tilefni dagsins og í tilefni af opnun þessara verkefna Sérstök […]

Málörvunarforritið Orðagull

Smáforritið Orðagull er nýtt málörvunarforrit fyrir spjaldtölvur sem gefið var út í dag á Degi íslenskrar tungu. Orðagull miðar að því að styrkja orðaforða, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu og máltjáningu. Leitast er við að virkja áhugahvöt nemenda með því að gera námsefnið áhugavert og skemmtilegt og þannig eru m.a. nýtt þau tækifæri sem felast í smáforritum […]

Lúvísa ráðin gæðastjóri

Hafnarfjarðarbær hefur ráðið til sín gæðastjóra en starf gæðastjóra var auglýst laust til umsóknar um miðjan september síðastliðinn.  Lúvísa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starfið.  Lúvísa lauk Msc gráðu í byggingarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og Bsc í byggingartæknifræði frá sama skóla árið 2008. Lúvísa hefur síðastliðið ár starfað hjá Actavis, þar sem […]

Beint streymi frá íbúafundi

Bæjarstjóri heldur fund með íbúum Hafnarfjarðar um fjárhagsáætlun ársins 2017 í kvöld þriðjudaginn 15. nóvember n.k.  Fundurinn er haldinn í Bæjarbíói og hefst stundvíslega kl. 20. Gera má ráð fyrir að fundurinn standi yfir í c.a. 1,5 klst.  Á fundinum munu bæjarstjóri og sviðsstjórar Hafnarfjarðarbæjar kynna helstu áherslur og niðurstöður í frumvarpi að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar […]

Ásvallalaug lokuð um helgina

Kæru íbúar takið eftir!  Ásvallalaug verður lokuð frá föstudeginum 18. nóvember til og með sunnudeginum 20. nóvember vegna Íslandsmeistaramóts í sundi. Suðurbæjarlaug og Sundhöll verða opnar til kl. 21 á föstudagskvöld og Suðurbæjarlaug opin frá 8-18 á laugardeginum og 8-17 á sunnudeginum.  Fyrirfram takk fyrir sýndan skilning!

Röskun á skólastarfi

Slökkvilið og lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu sendu í morg­un frá sér eftirfarandi til­kynn­ingu:  Tilkynning vegna veðurs. Rok og rigning getur seinkað ferðum nemenda til skóla í morgunsárið. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efri byggðum og þar sem börn […]

Útboð – nýr íþróttasalur

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í byggingu á nýjum íþróttasal við Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum. Verkið nær til að byggingar íþróttasalar og fullnaðarfrágangs að utan sem innan ásamt frágangi lóðar. Stærð íþróttasalar með áhaldageymslum og tæknirýmum eru 2.411 m2 .   Helstu magntölur eru: Mót                                           3.440 m2 Steypa               […]