Category: Fréttir

Hinsegin fræðsla er hafin

Starfsmenn grunnskóla í Hafnarfirði tóku fagnandi á móti fræðslufulltrúa frá Samtökunum ´78 á upphafsdegi hinsegin fræðslu innan skólanna. Í lok síðasta árs undirrituðu Hafnarfjarðarbær og Samtökin ´78 samstarfssamning um fræðslu á málefnum hinsegin fólks á grunni jafnréttis og sjálfsagðra mannréttinda. Vonir standa til þess að fræðslan leiði til aukinnar þekkingar og vitundarvakningar meðal starfsfólks og […]

Gefðu skóladótinu framhaldslíf

Leynist á heimili þínu skólataska eða pennaveski sem dreymir um að komast til nýrra eigenda? Er talnagrindin verkefnalaus? Liggja ónotaðar möppur í hillunni eða pennaveski sem enginn er að nota. Liggja verðmæti á lausu sem hægt er að koma í góða nýtingu? Foreldraráð Hafnarfjarðar hefur sett upp vettvang til gjafa og endurnýtingar á 2. hæð […]

Breyting á mötuneyti skóla

Hafnarfjarðarbær hefur gert samning við ISS um framleiðslu á mat fyrir leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar 2016-2020. ISS mun sjá um mat fyrir nemendur og starfsfólk ásamt samantekt að máltíð lokinni.  Þrjú fyrirtæki tóku þátt í útboði bæjarins á þjónustunni; Skólamatur, ISS og SS. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 30. júní s.l. að gengið yrði til […]

Skólabyrjun 2016

Grunnskólar Hafnarfjarðar verða settir mánudaginn 22. ágúst. Fyrirkomulag skólasetningar er heilt yfir á þá leið að nemendur mæta á sal og þar verður stutt athöfn. Eftir þá athöfn fara nemendur með sínum umsjónarkennara í heimastofur. Foreldrar eru hvattir til að mæta við skólasetningu með börnum sínum. Nemendur í 1. bekk eru boðaðir í samtal til […]

Suðurbæjarlaug opnar 20. ágúst

Þessa dagana er Suðurbæjarlaug lokuð vegna viðhalds, þrifa og endurbóta á útiklefum, pottum, flísum, bekkjum, grindverki og veggjum . Til stóð að opna laugina n.k. miðvikudag en nú liggur fyrir að seinka þarf opnun til laugardagsins 20. ágúst.   Umfangsmiklar viðhaldsframkvæmdir hafa átt sér stað  í Suðurbæjarlaug síðustu daga. Útibúningsklefar hafa verið teknir í gegn, […]

Nýtt skipulag í Skarðshlíð

  Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkti á fundi sínum í morgun, skipulag lóða í Skarðshlíð, fyrir þriggja til fimm hæða fjölbýlishús og að óskað verði eftir tilboðum í þær. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir 26 fjöleignarhúsum með 231 íbúð, meðal annars hentugum íbúðum fyrir barnafjölskyldur. Þar af er gert ráð fyrir að Alþýðusamband Íslands fái […]

Hönnun hjúkrunarheimilis

Skrifað hefur verið undir samning vegna hönnunar og ráðgjafar hjúkrunarheimilisins sem mun rísa á Sólvangsreitnum í Hafnarfirði. Að undangengnu útboði var ákveðið að ganga til samninga við fyrirtækið  Úti og Inni sf. Um er að ræða 60 rýma hjúkrunarheimili og eru verklok áætluð í apríl 2018. Hugmyndir bæjaryfirvalda í Hafnarfirði eru á þá leið að […]

Lokað vegna endurbóta

Þessa dagana er Suðurbæjarlaug lokuð vegna viðhalds, þrifa og endurbóta á útiklefum, pottum, flísum, bekkjum, grindverki og veggjum og verður til og með þriðjudeginum 16. ágúst.  Sundhöllin í Vesturbænum verður opin um helgina vegna þessa auk þess sem Ásvallalaug verður að sjálfsögðu opin frá kl. 8-18 á laugardag og 8-17 á sunnudag.  Hlökkum til að […]

Leikskóli byggður fyrir eigið fé

Nýr leikskóli á Völlunum í Hafnarfirði var opnaður formlega í dag og bætist þar með í hóp þeirra 16 leikskóla sem starfræktir eru í bæjarfélaginu. Bjarkalundur er fjögurra deilda leikskóli og mun starfsemi tveggja deilda hefjast nú í ágúst. Uppbygging leikskólans er að öllu leyti fjármögnuð fyrir eigið fé og skólinn því einkennandi framkvæmd fyrir […]

Metfjöldi í miðstöð ferðamanna

69.000 ferðamenn sóttu sér þjónustu í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík (UMFR) í Aðalstræti í júlí og hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá stofnun árið 1987. Flestir komu þann 30. júlí eða 2.700 manns. Mest varð aukningin í janúar þegar 66% fleiri ferðamenn komu í miðstöðina en í sama mánuði á síðasta ári. Upplýsingamiðstöð […]