Category: Fréttir

Allir lesa – landsleikur í lestri

Lestur gerir lífið einfaldlega skemmtilegra! Við hvetjum ALLA til að taka þátt í ALLIR LESA – landsleik í lestri Á fundi sínum í vikunni vakti fræðsluráð Hafnarfjarðarbæjar sérstaka athygli á lestrarkeppninni Landsleikur í lestri sem samtökin Allir lesa standa að og stendur yfir á landsvísu dagana 27. janúar – Konudagsins 19. febrúar. Fræðsluráð hvetur bæjarbúa til […]

Heilsustefna – þín þátttaka

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í apríl 2016 að hefja vinnu við gerð á heilsustefnu fyrir Hafnarfjörð: Hafnarfjörður – heilsueflandi samfélag. Ákveðið var að ráðast í mótun á heilsueflandi stefnu sem hefði áhrif á öll svið bæjarins. Stefnu sem tekur á stöðu mála og framkvæmdaþáttum. Starfshópur var í framhaldinu skipaður til að vinna að […]

Sandur hjá Þjónustumiðstöð

Það er óhætt að segja að við séum búin að vera einstaklega heppin með veður og færð þennan veturinn og fyrst núna sem við þurfum að hafa varann á og fara sérstaklega varlega.  Mikil hálka hefur myndast á götum, göngustígum og bílaplönum út um allan bæ síðustu daga og þá sér í lagi snemma á […]

Málefni nemenda með sérþarfir

Hafnarfjarðarbær stóð í dag fyrir málþingi í Hásölum (safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju) um sérúrræði í grunnskólum og málefni nemenda með sérþarfir. Í kringum 150 einstaklingar úr röðum foreldra, kennara, þroskaþjálfa, skólastjórnenda og annarra hagsmunahópa mættu á þingið, hlýddu á erindi og tóku þátt í umræðu um mikilvægi þess að mæta námsþörfum allra nemenda í daglegu grunnskólastarfi. Fjallað […]

Heilahristingur – heimavinnuaðstoð

Bókasafn Hafnarfjarðar, í samstarfi við Rauða krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ, heldur úti verkefninu Heilahristingur – heimavinnuaðstoð. Þjónustan er einnig í boði í Hvaleyrarskóla. Aðstoðin felur í sér aðstoð við heimanám grunnskólanemenda í 1. – 10. bekk með það að markmiði að styðja þá og styrkja í námi sínu. Nemendur þurfa ekki að skrá sig […]

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Frá áramótum sér Vinnumálastofnun um afgreiðslu nýrra húsnæðisbóta en Hafnarfjarðarbær heldur utan um afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings, sem kemur í stað sérstakra húsaleigubóta. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 18. janúar s.l. nýjar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur til greiðslu á húsaleigu umfram húsnæðisbætur sem veittar eru á grundvelli laga um nr. […]

Nýr vefur Hafnarfjarðarbæjar tilnefndur til vefverðlauna

Dómnefnd Íslensku Vefverðlaunanna hefur unnið hörðum höndum síðustu vikur og hefur nú valið efstu fimm vefverkefni í hverjum flokki. Nýr vefur Hafnarfjarðarbæjar er í hópi þeirra fimm vefverkefna sem tilnefnd hafa verið í flokknum: Opinberi vefur ársins og er þar í hópi vefverkefna Einkaleyfastofu, Kópavogsbæjar, Íslandsstofu og Veitna. Afhending vefverðlaunanna fer fram í Silfurbergi Hörpunnar […]

Framkvæmdir hafnar við nýtt hjúkrunarheimili

Framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangi eru hafnar. Um er að ræða 60 rýma hjúkrunarheimili á svæði sem opnar á ýmsa möguleika. Starfshópur á bak við uppbygginguna tók í vikunni skóflustunga að nýju heimili og markaði þar með upphaf framkvæmda. Fyrirtækið Grafa og grjót hf. mun á næstu dögum hefja jarðvinnu á svæðinu sem ráðgert […]

Mikil gróska í hafnfirsku atvinnulífi

Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar sem voru veitt í fyrsta sinn í gær Íshúsi Hafnarfjarðar við hátíðlega athöfn í Hafnarborg. Annríki – Þjóðbúningar og skart og VON mathús & bar fengu einnig viðurkenningu. Íshús Hafnarfjarðar hlaut verðlaunin fyrir að hafa lyft bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Verðlaunin eru þakklætisvottur Markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að […]

Skipulagslýsing Kaldárselsvegur

Auglýsing skipulagslýsingar vegna nýs deiliskipulags fyrir Kaldárselsveg.  Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 10. janúar 2017 var samþykkt að senda skipulagslýsingu fyrir Kaldárselsveg í auglýsingu.  Þegar vinna við gerð deiliskipulags hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og […]