Skipulagslýsing Kaldárselsvegur Posted janúar 17, 2017 by avista Auglýsing skipulagslýsingar vegna nýs deiliskipulags fyrir Kaldárselsveg. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 10. janúar 2017 var samþykkt að senda skipulagslýsingu fyrir Kaldárselsveg í auglýsingu. Þegar vinna við gerð deiliskipulags hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og […]
Vinátta í leikskólum Hafnarfjarðar Posted janúar 17, 2017 by avista Vináttuverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi – verður innleitt í alla leikskóla Hafnarfjarðar á árinu. Innleiðingin hófst formlega í dag þegar öllum leikskólum voru afhent námsgöng sem tilheyra verkefninu. Starfsmenn allra leikskólanna sækja svo námskeið, þar sem þeir fá fræðslu um verkefnið og þjálfun í að nota það. Vináttuverkefnið miðar að því að […]
Bæjarstjórnarfundur 18. janúar Posted janúar 16, 2017 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 18. janúar. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundi er streymt beint á heimasíðu bæjarins. Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14:00. Meðal efnis á fundi eru reglur um félagslegt húsnæði og sérstakar húsnæðisbætur, samstarfssamningur […]
SORPU-appið auðveldar lífið Posted janúar 13, 2017 by avista Nýr vefur um flokkun úrgangs, gjaldskyldu og starfsstöðvar SORPU opnar í dag! Á hádegi opnar SORPA nýjan vef hver virkar í mismunandi miðlum, s.s. tölvum, snjallsímum og spjaldtölvum. Markmiðið með vefnum er að koma enn betur til móts við þarfir notenda og gera upplýsingar um flokkun úrgangs, gjaldskyldu og starfsstöðvar SORPU aðgengilegri á rafrænu formi. […]
Mislæg gatnamót verða að veruleika Posted janúar 13, 2017 by avista Hafnarfjarðarbær fagnar ákvörðun nýs samgönguráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að ráðist verði í útboð og gerð mislægra gatnamóta á mótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar strax í upphafi á þessu ári. Gatnamótin eru mikið öryggismál fyrir m.a. íbúa Vallahverfis og alla þá sem erindi eiga á stækkandi atvinnusvæði í Hellna- og Kapelluhrauni. Mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar eru […]
Skipulagsbreyting – Kvistavellir Posted janúar 13, 2017 by avista Breyting á deiliskipulagi Kvistavalla 63 og 65, Vellir 5. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 13.12.2016 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna að Kvistavöllum 63 og 65 í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að lóðirnar Kvistavellir 63 og Kvistavellir 65 eru sameinaðar í eina […]
Bókun um Reykjanesbraut Posted janúar 12, 2017 by avista Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í morgun var eftirfarandi bókun um Reykjanesbraut samþykkt: „Í ljósi tíðra og alvarlegra slysa á Reykjanesbraut í Hafnarfirði áréttar bæjarráð Hafnarfjarðar mikilvægi þess að ráðist verði í úrbætur á brautinni án tafar. Bæjarráð hefur þungar áhyggjur af umferðaröryggi á veginum og skorar á samgönguyfirvöld að hefja nú þegar undirbúning að öllum […]
Skráningarkerfið komið í lag! Posted janúar 9, 2017 by avista Fyrir helgi tilkynnti Hafnarfjarðarbær um bilun á vef sem sér um niðurgreiðslu þátttökugjalda í íþrótta- og tómstundastarfi 6-18 ára barna og ungmenna í Hafnarfirði. Frá miðvikudagskvöldi – föstudagskvölds var ekki hægt að skrá börn og fá frístundastyrk en prófanir og skráningar um helgina hafa að fullu gengið eftir. Skráningarkerfi er komið í lag Bilun kallaði […]
Jólatré ekki sótt heim eftir jólin Posted janúar 6, 2017 by avista Eins og fram kom í tilkynningu Hafnarfjarðarbæjar til bæjarbúa í bæjarblöðum, á heimasíðu og Facebook í lok október þá verða jólatré ekki sótt heim eftir jólin í ár. Bæjarbúar þurfa sjálfir að sjá um að koma sínum trjám í réttan farveg hjá Sorpu. Íbúar Hafnarfjarðar þurfa nú í ár að fara sjálfir með jólatrén á […]
Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar Posted janúar 6, 2017 by avista Hafnarfjarðarbær mun þann 19. apríl, á síðasta vetrardag, útnefna Bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2017. Einungis starfandi listamenn með fasta búsetu í Hafnarfirði koma til greina við úthlutun og er miðað við lögheimili síðustu 12 mánuði. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum sem menningar- og ferðamálanefnd mun hafa til hliðsjónar við val á bæjarlistamanni. Umsóknum […]