Category: Fréttir

Regnbogaveggur í miðbænum

Minnisvarði um brautryðjendastarf Hafnarfjarðar í málefnum hinsegin fólks.   Hafnarfjarðarbær fagnar fjölbreytileikanum og hefur málað vegg hússins við Strandgötu 4 í litum baráttufána hinsegin fólks sem minnisvarða um brautryðjendastarf Hafnarfjarðar í málefnum hinsegin fólks og áminningu um áframhaldandi baráttu fyrir fordómalausu samfélagi og jöfnum tækifærum fyrir alla. Verkefnið er unnið í samstarfi við Bersann – […]

Snyrtileikinn 2016 – tilnefningar

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð eigna, garða og gatna í Hafnarfirði. Veittar verða viðurkenningar fyrir snyrtilegustu eignina, fallegasta garðinn, fallegustu götuna og snyrtilegasta fyrirtækið. Val til viðurkenninga byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar, starfsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku. Nýverið […]

Kurlið fjarlægt – vinna hafin

Dekkjakurl fjarlægt af fótboltavöllum Bæjarráð Hafnarfjarðar ákvað síðasta vor að skipta út dekkjakurli á fótboltavöllum við fjóra af grunnskóla bæjarins og setja nýtt gervigras sem er án allra fylliefna við þrjá skóla.  Verkið var boðið út og bauð fyrirtækið Metatron, sem er með aðalstarfsstöð sína í Hafnarfirði, lægst í verkið. Í dag skrifaði Haraldur L. Haraldsson […]

Ný stöð í Ásvallalaug

Hafnarfjarðarbær og RFC. ehf. (Reebok Fitness) hafa samið um opnun á nýrri líkamsræktarstöð í Ásvallalaug næsta haust. Haraldur Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og Guðmundur Ágúst Pétursson, forstjóri Reebok Fitness, skrifuðu á dögunum undir leigusamning til fimm ára. Reebok Fitness ætlar að höfða til breiðs hóps í nýrri starfsstöð sinni í Ásvallalaug og gefa viðskiptavinum færi á […]

Útboð – Skarðshlíð 1. áfangi

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í gatnagerð og lokafrágang núverandi gatna í Skarðshlíð 1. áfanga vegna breytts skipulags í hverfinu, ásamt breytingum á fráveitulögnum, neysluvatnslögnum og lögnum veitna.  Útboðsgögn verða seld hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, Norðurhellu 2, frá og með þriðjudegi 26. júlí 2016. Verð kr. 5.000,- Tilboð verða opnuð á sama stað, mánudaginn 15. […]

Samningar undirritaðir á sjó

Það eru fáir staðir meira viðeigandi en höfnin þegar skrifað er undir samning við Siglingaklúbbinn Þyt. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Haraldur L. Haraldsson og Pétur Th. Pétursson, formaður siglingaklúbbsins undirrituðu tvo samstarfssamninga í höfninni í Hafnarfirði í vikunni.  Annarsvegar þjónustusamning sem felur í sér styrk til að standa fyrir starfsemi fyrir börn og unglinga og hinsvegar rekstrarsamning […]

Unwanted items in sewers

ENGLISH Unwanted and inappropriate items in the toilets and drains in Hafnarfjörður are becoming a problem. The problem is not new but seems to have been pacing up in the recent weeks and months causing breakdowns of pumps and other equipment. All this leads to costs that otherwise could be used for the development and maintenance of […]

Óleyfilegt niðurhal

Nokkuð mikið hefur borið á því að óæskilegir hlutir séu að skila sér í salerni og niðurföll Hafnfirðinga. Vandamálið er ekki nýtt af nálinni en virðist hafa verið að færast í aukana síðustu vikur og mánuði með tilheyrandi bilunum á dælum og öðrum tækjabúnaði. Allt þetta leiðir til kostnaðar sem annars væri hægt að nýta […]

Skipulagsbreytingar

Auglýsing um skipulag í Hafnarfjarðarbæ Deiliskipulag við Reykjanesbraut – tenging við Rauðhellu/Krýsuvíkurveg Skipulags- og byggingarráð  Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 28.júní 2016 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Reykjanesbrautar vegna tengingar við Rauðhellu/ Krýsuvíkurveg í samræmi við 1. mgr. 43 gr.  skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í stækkun hringtorgs miðað við það sem fyrirhugað var […]

Gleðigangan í undirbúningi

Laugardaginn 6. ágúst fer fram hin árlega gleðiganga Hinsegin daga. Hafnarfjarðarbær mun í ár, líkt og fyrri ár, taka þátt í göngunni og stendur undirbúningur nú yfir. Jafningjafræðslan Competo ásamt listahópi og skapandi sumarstörfum í Vinnuskóla Hafnarfjarðar sjá um skipulagningu göngunnar í ár. Slagorð göngu er tilbúið, heimagerðar skreytingar í vinnslu og atriði á palli […]