Category: Fréttir

Sumarhátíð á Víðistaðatúni

Þriðjudaginn 5. júlí milli kl. 13 og 16 verður sumarhátíð haldin á Víðistaðatúni fyrir börn og unglinga sem tekið hafa þátt í sumarstarfi í Hafnarfirði það sem af er sumri.  Hægt verður að leika sér m.a. í risarennibraut auk þess sem bryddað verður upp á hinum ýmsum þrautum og leikjum.  Heitt verður á kolunum og […]

Róló opnar 6. júlí

Í sumar verður starfræktur róló frá 6. júlí – 3. ágúst  fyrir börn á aldrinum 2 – 6 ára (fædd 2010-2014).  Völlurinn er staðsettur að Smyrlahrauni 41a og verður opinn frá kl. 8:30 – 12 og kl. 13 – 16:30. Lokað er í hádeginu.  Hægt er að kaupa klippikort fyrir róló á MÍNUM SÍÐUM undir – skráning […]

Bærinn kaupir Lækjargötu 2

Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar, í umboði bæjarstjórnar, hefur ákveðið að kaupa Lækjargötu 2 sem í daglegu tali gengur undir nafninu Dvergur. Bærinn átti fyrir um 70% af húsinu á móti einkahlutafélaginu Sjónveri sem er eigandi að um 30%. Fyrirhugað er að vinna við breytingu á deiliskipulagi Lækjargötu – Dvergslóðar og hugsanlega næsta nágrennis hefjist fljótlega. Einkahlutafélagið Sjónver […]

Þríþraut – takmörkun umferðar

  Þann 3. júlí n.k. mun 3SH halda sinn árlega Þríþrautardag frá kl. 8:00 – 16:00. Keppnin hefur undanfarin ár alfarið verið haldin á Vallasvæði og á Krýsuvíkurvegi en í ár verður keppnissvæðið stækkað og opnað á tækifæri fyrir fleiri til að njóta og taka þátt. Keppnin mun nú teygja anga sína í miðbæ Hafnarfjarðar […]

Upplifum leikinn á Thorsplani

ÁFRAM ÍSLAND! Stórleikur Íslands og Frakklands í átta liða úrslitum Evrópumótsins verður sýndur á stórum skjá á Thorsplani á sunnudaginn. Hafnfirðingar og aðrir nærsveitungar eru hvattir til að mæta á EM-heimavöll Hafnarfjarðar til að hvetja okkar menn áfram og umfram allt gleðjast. Leikurinn hefst stundvíslega kl. 19 og eru gestir hvattir til að mæta tímanlega, […]

Færi og furðulegir fiskar

Um 250 dorgveiðimenn á aldrinum 6-12 ára mættu á Flensborgarbryggju í Hafnarfirði í dag munduðu veiðarfærin og kepptust við að veiða sem flesta og furðulegasta fiska. Á færin komu hin ýmsu sjávardýr eins og koli, ufsi, þorskur og rauðmagi og þótti einn rauðmaginn með eindæmum furðulegur. Dorgveiðikeppni með rúmlega 20 ára sögu Árlega standa leikjanámskeiðin […]

Atvinnuhverfi fyrir allskonar

Atvinnuhverfi fyrir allskonar fyrirtæki Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar atvinnulóðir í Hellnahrauni, Kapelluhrauni, Selhrauni og á Völlum miðsvæði fyrir fyrirtæki í leit að framtíðarstaðsetningu. Á svæðinu eru lausar lóðir í ört vaxandi iðnaðar- og athafnahverfi. Öflugt atvinnulíf er nú þegar á svæðinu, nálægð við alþjóðaflugvöll og höfn og samgöngur greiðar. Hverfið hefur verið í mikilli […]

Skráningu lýkur 1. júlí

Frístundaheimili fyrir börn í 1.-4. bekk starfa við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Hlutverk frístundaheimila er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að kennslu lýkur fyrir nemendur á aldrinum 6-9 ára. Frístundaheimilin eru opin eftir að kennslu lýkur til kl. 17 alla virka daga. Opið er á skipulagsdögum og virka daga í páska- og jólafríi en sækja […]

Atvinnulóðir á vaxtarsvæði

Atvinnulóðir fyrir fjölbreytt fyrirtæki Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar atvinnulóðir í Hellnahrauni, Kapelluhrauni, Selhrauni og á Völlum miðsvæði fyrir fjölbreytt fyrirtæki í leit að framtíðarstaðsetningu. Á svæðinu eru lausar tilbúnar lóðir í ört vaxandi iðnaðar- og athafnahverfi. Öflugt atvinnulíf er nú þegar á svæðinu, nálægð við alþjóðaflugvöll og höfn mikil og samgöngur greiðar. Hverfið hefur […]

Hin árlega dorgveiðikeppni

Þriðjudaginn 28. júní 2016 standa leikjanámskeiðin í Hafnarfirði fyrir hinni árlegu dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju. Keppnin er opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára. Dorgveiðikeppni með rúmlega 20 ára sögu Í rúm 20 ár hefur Hafnarfjarðarbær staðið fyrir þessari dorgveiðikeppni og í fyrra tóku rúmlega 300 börn þátt.  Á færi þátttakenda komu hin ýmsu […]