Category: Fréttir

Áhersla á bættar starfsaðstæður kennara á nýju ári

Settur hefur verið á laggirnar starfshópur innan Hafnarfjarðarbæjar sem hefur það verkefni að vinna að tillögum að bættum starfsaðstæðum kennara í grunnskólum Hafnarfjarðar í þeim tilgangi að tryggja að fagmenntaðir kennarar séu í öllum stöðum, gera kennarastarfið eftirsóknarverðara og mæta áhyggjum kennara varðandi aukið álag í starfi. Starfshópurinn kemur til í kjölfar samræðna bæjarstjóra, fræðslustjóra, […]

Skipulagsbreyting í Skarðshlíð

Breyting á deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfangi – Hafnarfirði. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 21.12.2016, að undangengnu samþykki skipulags- og byggingarráðs þann 13.12.2016, að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar sem öðlaðist gildi 22. júlí 2013 í samræmi við 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að lóðir og skilmálum íbúðabyggðar er […]

Nýr lögmaður hjá bænum

Ívar Bragason hefur verið ráðinn lögmaður hjá Hafnarfjarðarbæ. Ívar lauk mag. jur. prófi frá Háskóla Íslands árið 2008 og öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður sama ár. Ívar hefur hin síðustu ár starfað hjá embætti borgarlögmanns en var áður hjá LOGOS lögmannsþjónustu og Mörkinni lögmannsstofu. Verkefni Ívars hjá borgarlögmanni snéru fyrst og fremst að meðferð mála fyrir […]

Íþróttafólkið okkar heiðrað

Íþróttafólk Hafnarfjarðar heiðrað fyrir afrek sín á árinu.  Alls unnu 536 hafnfirskir íþróttamenn til Íslandsmeistaratitla á árinu í um 30 greinum frá 14 félögum.  Íþróttakona og íþróttakarl Hafnarfjarðar 2016 voru krýnd við hátíðlega athöfn í kvöld. Hrafnhildur Lúthersdóttir, landsliðskona í sundi úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, var valin íþróttakona Hafnarfjarðar sjöunda árið í röð og Axel Bóasson, […]

Þorláksmessan í Hafnarfirði

Þorláksmessustemningin er í Hafnarfirði. Opið í Firði verslunarmiðstöð fram eftir kvöldi auk þess sem verslanir á Strandgötunni og víðar eru opnar til kl.22-23 og margar hverjar til kl.13 á morgun aðfangadag. Jóladagskrá í Firði frá kl. 16 í dag, handverksmarkaður og spennandi jólatilboð. Við lofum notalegri og heimilislegri jólastemningu í miðbæ Hafnarfjarðar með jólatónlist, jólatrjám […]

Hugheilar hátíðarkveðjur

Gleðilega hátíð kæru vinir  Á fyrsta sunnudegi aðventunnar var ég fenginn til að flytja hugvekju í Víðistaðakirkju sem ég og gerði með brosi á vör og þakklæti í huga. Nú á Þorláksmessudegi langar mig að deila þessari hugvekju með ykkur um leið og ég sendi ykkur mínar innilegustu jólakveðjur. Hugvekja á aðventunni Það eru nokkur […]

Opnunartími – jólahátíðin

Á aðfangadag jóla verður opið frá kl. 8-13 í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug þannig að íbúar ættu að geta tekið notalegt jólabað í lauginni.  Lokað verður á jóladag og annan í jólum og opið frá kl. 8-11 á síðasta degi ársins. Lokað verður í laugunum tveimur á nýársdag. Lokað verður í Sundhöll Hafnarfjarðar hátíðardagana en opið […]

Opnunartími safna um jólin

Bókasafn Hafnarfjarðar Afgreiðslutímar Bókasafns Hafnarfjarðar verða eftirfarandi yfir hátíðarnar:  föstudagur 23. desember: Opið 11-17 laugardagur 24. desember: LOKAР sunnudagur 25. desember: LOKAР mánudagur 26. desember: LOKAÐ þriðjudagur 27. desember: Opið 10-19 miðvikudagur 28. desember: Opið 10-19 fimmtudagur 29. desember: Opið 10-19 föstudagur 30. desember: Opið 11-17 laugardagur 31. desember: LOKAР sunnudagur 1. janúar: LOKAÐ mánudagur […]

Góðverk á aðventunni

Áslandsskóli styrkir Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Undanfarin tíu ár hefur skólasamfélagið í Áslandsskóla; kennarar, foreldrar og nemendur, styrkt Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar með frjálsum framlögum fyrir jólin. Fulltrúar nefndarinnar komu á jólaskemmtun í Áslandsskóla í dag, þriðjudaginn 20. desember, og tóku við framlagi úr hendi Leifs S. Garðarssonar skólastjóra. Í ár söfnuðust 318.746.- krónur. Á tíu árum hefur skólasamfélagið […]