Skuggakosningar í Flensborg Posted október 6, 2016 by avista Skuggakosningar verða haldnar í Flensborgarskóla fimmtudaginn 13. október. Verkefnið gengur út á það að virkja ungmenni til þátttöku í lýðræði og munu ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna fá tækifæri til að halda kynningar í hádegishléum og taka þátt í pallborðsumræðum í aðdraganda kosninganna. Skuggakosningar í Hafnarfirði var eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk úr Jafnréttissjóði Íslands í […]
Heimanámsaðstoð Posted október 6, 2016 by avista Heimanámsaðstoð fyrir nemendur með erlendan bakgrunn Heimanámsaðstoð er nú í boði fyrir nemendur með erlendan bakgrunn í 8.-10 bekk í Hafnarfirði. Verkefnið er ætlað þeim nemendum sem vantar aðstoð við heimanám og hafa áhuga að hittast einu sinni í viku og fá aðstoð frá sjálfboðaliðum. Heimanámsaðstoðin er í boði alla miðvikudaga frá kl. 16:30 – […]
Alþjóðadagur kennara Posted október 5, 2016 by avista Alþjóðadagur kennara er haldinn hátíðlegur um heim allan 5. október og hefur svo verið gert síðan 1996. Markmið alþjóðadagsins er að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar inna af hendi á degi hverjum. Til hamingju með daginn kæru kennarar! Metum kennara að verðleikum – styrkjum stöðu þeirra Stofnað var til Alþjóðadags kennara að frumkvæði UNESCO […]
Miklar framfarir í lestri Posted október 5, 2016 by avista Miklar framfarir í lestri meðal hafnfirskra grunnskólanemenda Niðurstöður mælinga á lestrargetu nemenda í 5.-10. bekkjum í grunnskólum Hafnarfjarðar skólaárið 2015-2016 sýna að fjöldi getumikilla nemenda í lestri tvöfaldast og fjöldi nemenda sem þarf að efla lestrargetu sína minnkar verulega eða um 50%. Þetta eru niðurstöður sem sýna sig í mælingum á lestrargetu um 2.200 nemenda […]
eTwinning viðurkenning Posted október 4, 2016 by avista Á dögunum hlaut Hjördís Ýrr Skúladóttir, kennari við Hraunvallaskóla, viðurkenningu fyrir þátttöku í eTwinning verkefni á síðasta skólaári, svokallað eTwinning Quality label. Verkefnið var unnið í samstarfi nokkurra Evrópuþjóða með það að markmiði að auka vitund barna um ofnotkun á plasti. Var ýmsum aðferðum beitt s.s. að láta plastið fá nýtt líf í listaverkum eða […]
Fyrirtækjafundir Markaðsstofu Posted október 3, 2016 by avista Markaðsstofa Hafnarfjarðar er sjálfseignarstofnun rekin af fyrirtækjunum í bænum og hafa nú þegar hátt í 60 fyrirtæki gerst aðilar að stofunni. Til viðbótar kemur framlag frá Hafnarfjarðarbæ. Eitt af hlutverkum Markaðsstofu Hafnarfjarðar er að efla atvinnuþróun og starfa að ferða- og markaðsmálum í Hafnarfirði í nánu samstarfi við atvinnulíf, sveitarfélag og aðra þá sem vilja […]
Umsjón og rekstur Bæjarbíós Posted september 28, 2016 by avista Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér rekstur Bæjarbíós undir lifandi menningarstarfsemi og annað sem styrkir rekstur hússins. Umsóknir verða metnar á grundvelli eftirfarandi þátta: Að starfsemin efli menningarlíf í Hafnarfirði Að fjölþætt menningarstarfsemi sé í húsinu árið um kring og að skipuleggjendur menningarstarfs geti nýtt sér aðstöðuna á sanngjörnum kjörum Rekstraráforma […]
Norðurljósasýning í Hafnarfirði Posted september 28, 2016 by avista Það stefnir allt í mikil og falleg norðurljós í kvöld og hefur Hafnarfjarðarbær ákveðið svara ákalli íbúa og slökkva á götulýsingu á völdum stöðum. Vonumst er til þess að íbúar Hafnarfjarðar og aðrir gestir og gangandi geti notið þeirrar fallegu norðurljósasýningar sem er í kortum kvöldsins. Norðurljósin hafa glatt okkur mikið síðustu daga og lofar […]
Landsfundur bókasafna Posted september 26, 2016 by avista Starfsfólk Bókasafns Hafnarfjarðar tekur þátt í Landsfundi starfsfólks bókasafna. Af þeim sökum verður röskun á afgreiðslutíma bókasafnsins í lok vikunnar. Fimmtudagur 29. september : OPIÐ 13 – 19 Föstudagur 30. september : LOKAÐ Laugardagur 1. október : OPIÐ 11 – 15 Skiladagur gagna sem þegar eru í útláni og voru með þessa skiladaga færist yfir á mánudaginn 3. […]
Þrjú erindi frá Hafnarfjarðarbæ Posted september 26, 2016 by avista Fjöldi áhugaverðra erinda voru flutt á árlegri fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2016 sem fram fór dagana 22. – 23. september. Þar á meðal komu þrjú erindi úr ranni starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar, erindi sem sneru að einkaframkvæmdum sveitarfélaga, fjölskylduþjónustu og fræðsluþjónustu og byggðu á reynslu og áralangri þekkingu í málaflokkunum. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar hefur til fjölda ára […]