Lýðheilsa ungs fólks 2016 Posted september 23, 2016 by avista Nýverið kom út ný skýrsla um unglinga í 8. – 10. bekk í Hafnarfirði. Í skýrslunni eru bornir saman unglingar úr Hafnarfirði við jafnaldra sína á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Allir nemendur sem mættu í skólann þegar þessi rannsókn fór fram tóku þátt eða um 85% unglinga í Hafnarfirði. Skýrslan tekur á fjölda þátta í […]
Átta tilboð frá sjö lögaðilum Posted september 22, 2016 by avista Í byrjun september óskaði Hafnarfjarðarbær eftir tilboðum í sex fjölbýlishúsalóðir í 1. áfanga Skarðshlíðar, hverfi sem er í skjóli hlíðar sunnan og vestan í Ásfjalli. Tilboðsfrestur rann út á hádegi þriðjudaginn 20. september og bárust í átta tilboð í lóðirnar frá sjö lögaðilum. Um er að ræða sex lóðir fyrir 18 fjölbýlishús með 167 íbúðum […]
Jákvætt umhverfi og upplifun Posted september 21, 2016 by avista Krónan er eitt þeirra fyrirtækja sem nú í ágúst hlaut viðurkenningu Hafnarfjarðarbæjar fyrir snyrtileika, góða umgengni og faglegt framlag til umhverfismála. „Við hjá Krónunni erum þakklát og stolt af þessari viðurkenningu. Allir aðilar sem komu að byggingu Krónunnar á Flatahrauni lögðust á eitt við það að gera verslunina og umhverfi hennar sem snyrtilegast og […]
Eiríkur Smith Posted september 20, 2016 by avista Látinn er á 92 aldursári listmálarinn og Hafnfirðingurinn Eiríkur Smith. Eiríkur fæddist árið 1925 og ólst upp í Straumi við Straumsvík fyrstu árin. Fjölskyldan fluttist inn til Hafnarfjarðar árið 1931 og bjó Eiríkur í Hafnarfirði nær alla tíð síðan. Hann byrjaði snemma að teikna skip og báta á pappír sem honum áskotnaðist. Teikningar hans vöktu […]
Fjármálaráðstefna 2016 Posted september 20, 2016 by avista Árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2016 verður haldinn dagana 22. og 23. september á Hilton Reykjavik Nordica. Ráðstefnan hefst kl. 10 á fimmtudaginn með ræðu formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, Halldórs Halldórssonar. Á fjármálaráðstefnunni verða flutt erindi um margvísleg efni sem snúa að fjármálum og stjórnsýslu sveitarfélaga. Fyrri daginn verður m.a. tekið fyrir efni sem snýr að efnahag […]
Stílhreint yfirbragð umhverfis Posted september 19, 2016 by avista Fjölskyldufyrirtækið Te & Kaffi byrjaði sem lítil verslun með kaffi og te árið 1984 og er nú ört stækkandi fyrirtæki með um 200 manns í vinnu við framleiðslu, markaðssetningu og sölu. Fyrirtækið hefur til fjölda ára verið með framleiðslu sína og vöruhús við Stapahraun í Hafnarfirði og ætti öllum þeim sem leið eiga um svæðið […]
Snyrtimennska er fjárfesting Posted september 16, 2016 by avista Þegar Héðinn flutti starfsemi sína í Gjáhelluna í árslok 2008 var tekin sú ákvörðun að vanda sem best til umhirðu og stuðla að snyrtimennsku á lóð fyrirtækisins. Það átti ekki bara við um framhliðina sem snýr að viðskiptavinum, heldur ekki síður baklóðina. „Lóðin er 30 þúsund fermetrar og mikilvægt að hafa þar allt í röð […]
Tilboðslóðir í Skarðshlíð Posted september 15, 2016 by avista Fyrir sjö árum síðan voru íbúar í Hafnarfirði 25.890 talsins. Í dag er talan komin upp í 28.450 og fer hækkandi. Eftirspurn eftir íbúðum á svæðinu er mikil og miða breytingar á skipulagi, uppbygging innviða og sala lóða að því að hægt sé að svara eftirspurn í auknum mæli og taka vel á móti vaxandi […]
Dagskrá Samgönguviku 2016 Posted september 14, 2016 by avista Evrópska samgönguvikan verður haldin dagana 16. – 22. september n.k. Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Hafnarfjarðarbær hefur tekið virkan þátt í vikunni hin síðustu ár og gerir það […]
Samningur við Raddir Posted september 14, 2016 by avista Hafnarfjarðarkaupstaður gerði í dag samning við Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn, um samstarf um framkvæmd Stóru upplestrarkeppninnar á Íslandi. Stóra upplestrarkeppnin mun áfram eiga höfuðból í Hafnarfirði þar sem keppnin hófst fyrir 20 árum. Hafnarfjarðarbær mun þjónusta Raddir í tengslum við framkvæmd keppninnar auk þess að halda úti heimasíðunni: upplestur.hafnarfjordur.is en fulltrúar Radda munu […]