Category: Fréttir

Skipulagsbreyting

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að Hvaleyrarbraut 3.   Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 5.maí 2015, að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Hvaleyrarbraut 3 í samræmi við 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að byggingarreitur er stækkaður og færður til á lóð og að leyfðar […]

Tuttugu hljóta menningarstyrk

Menningarstyrkir voru veittir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í dag.  Tuttugu verkefni í heild hlutu styrk að þetta sinni; einstaklingar, menningarhópar eða samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti. Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar eru afhentir einu sinni á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til […]

Sumardagurinn fyrsti

Við fögnum sumri með metnaðarfullri og fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Hátíðarhöld verða víðsvegar um bæinn í tilefni dagsins þ.á.m. hlaup, fjölskyldusmiðja, Sirkus Íslands, skátamessa, skrúðganga, fjölskyldudagskrá á Thorsplani í umsjón skátafélagsins Hraunbúa, söguganga, ömmu-og afabíó og komedy kvöld. Hér má sjá dagskrá Sumardagsins fyrsta Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar óskar íbúum, starfsmönnum fyrirtækja og stofnana, öðrum nærsveitungum […]

Bjartir dagar í Hafnarfirði

Menningarhátíðin Bjartir dagar verður sett miðvikudaginn 20. apríl en hátíðin hefur verið haldin frá árinu 2003. Við það tækifæri verða styrkir menningar- og ferðamálanefndar afhentir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg kl. 17. Bjartir dagar standa yfir í þrjá daga eða til sunnudagsins 24. apríl. Hátíðin er þátttökuhátíð og byggir á því að ýmsar stofnanir, félagasamtök, […]

Hjól og umferðaröryggi

Nú er daginn tekinn að lengja og þá vex umferð barna í umferðinni, bæði við leik og á leið til og frá skóla. Því er við hæfi að rifja upp nokkur atriði varðandi umferðaröryggi sem gott er að hafa í huga. Umferðarfræðsla í grunnskólum ber mestan árangur þar sem gott samstarf við heimili nemenda næst. […]

Viltu rækta þitt eigið grænmeti?

Hafnarfjarðarbær  býður bæjarbúum til útleigu garðlönd í Vatnshlíð við Kaldárselsveg. Um er að ræða 125 garða, stærð garðanna er um 40 fermetrar.  Leigjendur garða 2015 hafa forgang á leigu sömu garða og í fyrra, ef greitt er fyrir 1. maí.  Leigugjaldið 2016 fyrir hvern garð er 4.207 krónur. Hafnarfjarðarbær sér um ýmsa verkþætti  varðandi garðlöndin: Yfirfara […]

Ábendingar frá íbúum

Betur sjá augu en auga og á það við um umhverfi okkar rétt eins og allt annað. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar eru á ferðinni um bæinn þessa dagana við hreinsun og  lagfæringu á því sem er að koma laskað undan vetri og nauðsynlegt er að laga.  Eitt af brýnum verkefnum er lagfæring á holum og götuskemmdum þannig […]

22 ára afmæli Vesturkots

Í dag fagnar leikskólinn Vesturkot 22ja ára afmæli skólans og er nú á afmælisdaginn að fá Grænfánann afhentan í annað sinn.  Innan leikskólans hefur mikil áhersla verið lögð á pappírssparnað, orkusparnað, flokkun á  rusli og umhverfiskennslu með börnum.  Aukin áhersla á umhverfismennt, matarsóun og lýðheilsu Undanfarna mánuði hefur leikskólinn bætt enn frekar í umhverfismenntina með því […]

Fanney ráðin fræðslustjóri

Fanney Dóróthe Halldórsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri fræðslu og frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Starf fræðslustjóra var auglýst laust til umsóknar í febrúar og var Fanney valin úr hópi fjórtán umsækjenda. Fanney hefur gegnt stöðu skólastjóra Grunnskólans í Sandgerði frá árinu 2007 en hún hefur starfað við skólann frá árinu 1996. Viðamikil stjórnunarreynsla og þekking á íslensku skólasamfélagi […]

Sópun gatna og göngustíga

Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sjá um hreinsun og þvott á götum, bílastæðum við götur og skóla, og á gönguleiðum.  Vorhreinsun 2016 er hafin og fer hún fram í öllum hverfum. Miðbæjarsvæði Hafnarfjarðar hefur þegar verið sópað einu sinni og verður sópað aftur fyrir Sumardaginn fyrsta.  Þvottur og sópun á húsagötum, aðalgötum og göngustígum er hafin og mun […]