Category: Fréttir

Hreinsun athafnasvæða

Okkur er öllum annt um umhverfi okkar og að ásýnd Hafnarfjarðarbæjar sé góð.  Í vor var blásið til hreinsunarátaks þar sem allir voru hvattir til virkrar þátttöku. Nú í september skorum við sérstaklega á fyrirtæki í Hafnarfirði að hreinsa nærumhverfi sitt. Hrein ásýnd heilt yfir hefur áhrif á upplifun viðskiptavina og viðskipti.  Nýtum okkur þjónustuna […]

Fatnaður að heiman – góðverk

Fyrsti bekkur BB og HSH í Víðistaðaskóla ákváðu í liðinni viku að taka þátt í góðgerðaviku Skátanna. Fóru þau af því tilefni með fatnað að heiman og afhentu starfsfólki Rauða krossins.  Vildu þau með þessu framtaki sínu aðstoða og hjálpa þeim sem þurfta á fatnaði að halda. Fulltrúar Rauði krossins lýstu yfir ánægju sinni með […]

Bæjarstjórnarfundur 14. sept

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 14. september. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu.  Útsending fundar hefst kl. 14:00  

Tækniskólaval fyrir 10. bekk

Tæplega 60 nemendur í 10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar hófu í gær (fimmtudag) nám í vali í Tækniskólanum í starfsstöð hans í Hafnarfirði. Valið snýst um að kynna nemendum verklag og vinnubrögð í ólíkum námsgreinum s.s. listum, rafiðn, tréiðn, málmiðn, pípulögnum, upplýsingatækni og tækniteiknun.  Kynning á verklagi og vinnubrögðum í ólíkum námsgreinum Valið snýst um að kynna nemendum […]

Flóttafólk og Norðurlöndin

  Undanfarin ár hefur Hvaleyrarskóli verið þátttakandi í fjölbreyttum verkefnum á vegum Nordplus Junior. Nordplus er menntaáætlun Norræna ráðherraráðsins sem veitir styrki til samstarfs innan Norðurlanda og Eystrasaltslanda á öllum stigum menntunar. Í ár er skólinn stýristofnun verkefnis sem snýr að málefnum flóttamanna og baráttu við fordóma og kynþáttahatur. Verkefnið hefur m.a. vakið athygli hjá […]

Við kynnum til sögunnar….

Við kynnum til sögunnar liðið sem tekur þátt fyrir hönd Hafnarfjarðar í spurningaþættinum Útsvari nú í vetur.  Í ár var ákveðið að leita til íbúa eftir tilnefningum og skilaði sú leit tveimur nýjum og spennandi einstaklingum í liðið. Ákveðið var að halda eftir einum reynslubolta frá fyrra ári.  Lið ársins þykir spanna ansi vítt áhugasvið, […]

Göngum í skólann

Nú styttist í að verkefnið Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) hefjist í tíunda sinn hér á landi. Verkefnið verður sett miðvikudaginn 7. september og lýkur því formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 5. október. Markmið verkefnis er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt […]

Fótboltavellir tilbúnir

Nýja grasið er komið á vellina. Framkvæmdum við fótboltavelli grunnskóla Hafnarfjarðar er að ljúka og geta ungmennin okkar nú snúið aftur til leiks á vellina með bolta og góða skapið í farteskinu. Dekkjakurli á fótboltavöllum við fjóra af grunnskóla bæjarins hefur verið skipt út og nýtt gervigras sett á velli við þrjá skóla.    Vinnu […]

Bæjarbrúarnám hafið að nýju

Bæjarbrú er samheiti sem notað er fyrir nám nemenda í grunnskólum í því að taka framhaldsskólaáfanga meðan þeir eru enn í grunnskóla.  Í vetur verður í boði kennsla í tveimur greinum; stærðfræði og ensku. Um 20 nemendur eru skráðir í stærðfræði og nálægt 30 nemendur í ensku.  Námið fer fram í Flensborg með vikulegum tímum […]

Verkfræðihönnun við Sólvang

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkfræðihönnun vegna byggingar nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði. Byggingin verður um 4.000 m2 að flatarmáli, 3 hæðir og kjallari að hluta.  Í verkfræðihönnun felst hönnun burðarvirkja, jarðvinnu, lagnakerfa, loftræsikerfa, rafkerfa, hljóðvistar og bruna. Einnig að hanna breytingar á fráveitulögnum á lóð. Miðað er við að útboð vegna framkvæmda verði […]