Yngri börn en áður á leikskóla Posted september 1, 2016 by avista Haustinnritun barna í leikskóla fór fram nú í ágúst og stendur aðlögun yfir. 109 börn fædd í upphafi árs 2015 eru komin með pláss á leikskólum í Hafnarfirði. Aðgerðir sem miða að lækkun innritunaraldurs eru farnar að skila árangri og eru ný börn á leikskóla haustið 2016 yngri en áður. Frá því að opnað var […]
Útivistarreglur – verum samtaka Posted september 1, 2016 by avista Um svipað leyti og skólinn hefst breytist útivistartími barna og unglinga. Börn 12 ára og yngri mega ekki vera úti eftir klukkan 20:00 eftir 1. september. Börn 12 – 16 ára mega lengst vera úti til 22:00 á kvöldin en til er undanþága sem leyfir þeim að fara heim af viðurkenndri æskulýðsstarfsemi eða íþróttaæfingu. Slíkar […]
Stuðningsfjölskyldur óskast Posted ágúst 31, 2016 by avista Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar óskar að ráða stuðningsfjölskyldur í barnavernd og í fötlunarmálum, sem fyrst. Tilgangur með stuðningsfjölskyldu er að draga úr álagi á heimili barna, veita börnum tilbreytingu og stuðning auk þess að gefa þeim kost á auknum félagslegum tengslum. Um er að ræða 1-2 helgar í mánuði þar sem börnin dvelja á heimili stuðningsfjölskyldunnar. Greiðslur til […]
Bæjarstjórnarfundur 31. ágúst Posted ágúst 30, 2016 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 31. ágúst. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu. Útsending fundar hefst kl 14:00.
Styrkir vegna námskostnaðar Posted ágúst 30, 2016 by avista Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks Hafnarfjarðarbær vekur athygli á möguleika fatlaðs fólks til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. „Með fötlun er átt við það ástand sem skapast þegar einstaklingur þarf fjölþætta þjónustu og aðstoð til langframa vegna alvarlegrar þroskaröskunar eða annarrar röskunar […]
Spennandi starf með skóla Posted ágúst 30, 2016 by avista Ert þú í leit að gefandi og skemmtilegu starfi með skóla sem veitir þér reynslu og hæfni í samskiptum, skipulagi og skemmtilegheitum? Við viljum fá til liðs við okkur hressa og metnaðarfulla einstaklinga til að taka þátt í uppbyggilegu menntunar-, forvarnar- og afþreyingarstarfi með börnum á aldrinum 6-9 ára á frístundaheimilum okkar í vetur. Hvað […]
Tillögur að haustsýningu Posted ágúst 29, 2016 by avista Eins og undanfarin ár gefst sýningarstjórum tækifæri til að senda inn tillögur að sýningu í Hafnarborg haustið 2017. Sýningin Tilraun – leir og fleira sem nú stendur yfir í safninu var valin úr athyglisverðum tillögum sem sendar voru inn á síðasta ári. Markmiðið með því að óska eftir innsendum tillögum er að fá tækifæri til […]
Námsaðstaða fyrir háskólanema Posted ágúst 26, 2016 by avista Opið er fyrir lyklaúthlutun að fjölnotasal Bókasafns Hafnarfjarðar þessa dagana. Aðeins fáir lyklar eru eftir til úthlutunar fyrir áhugasama háskólanema sem kjósa að læra í sínum heimabæ. Þeir sem óska eftir að fá lykla þurfa að mæta í afgreiðslu Bókasafns Hafnarfjarðar, vera með bókasafnsskírteini í gildi og skuldlaus við safnið. Greiða þarf tryggingargjald krónur 2.500.-(ath. […]
Snyrtileikinn verðlaunaður Posted ágúst 26, 2016 by avista Fjöldi ábendinga frá bæjarbúum og starfsmönnum fyrirtækja í Hafnarfirði barst þegar óskað var eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð lóða, garða og gatna í sveitarfélaginu. Fyrirtækin Héðinn, Krónan og Te og kaffi þykja góðar fyrirmyndir fyrirtækja í snyrtimennsku og almennri umgengni. Stjörnugatan er Gauksás 39-65 þar sem íbúar hafa í samstarfi sínu skapað […]
Mikill viðsnúningur í rekstri Posted ágúst 25, 2016 by avista Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðarbæjar fyrri hluta ársins var jákvæð um 483 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að rekstrarafgangur yrði 134 milljónir króna. Jákvæður viðsnúningur hefur átt sér stað í rekstri milli ára en árshlutareikningur síðasta árs hljóðaði upp á halla um 389 milljónir króna. Greining á heildarrekstri og fjármálum sveitarfélagsins og þær aðgerðir sem gripið […]