Category: Fréttir

Deiliskipulagsbreyting – tillögur

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Einivalla 1-3, Vellir 3. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 8.mars.2016 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar að Einivöllum 1-3 í samræmi við 43 gr.  skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að íbúðum er fjölgað um tvær, nýtingarhlutfall lóðar verður allt að 0,6 án kjallara, byggingarreitir […]

Blár dagur í Hafnarfirði

BLÁR APRÍL – lífið er blátt á mismunandi hátt! Snillingar á öllum aldri í Setbergsskóla klæddust bláu í dag til vitundarvakningar um málefni barna með einhverfu auk þess að vinna með staðreyndir um einhverfu sem settar hafa verið fram. Nemendur og kennarar í grunnskólum og leikskólum Hafnarfjarðar fögnuðu fjölbreytileikanum með því að mæta í bláu í […]

Lokuð vegna sundmóts

Ásvallalaug verður lokuð laugardaginn 2. apríl og sunnudaginn 3. apríl til kl. 14 vegna Actavismóts í sundi.  Sundlaugin verður opin fyrir almenning frá kl. 14 – 17 á sunnudeginum en alveg lokuð á laugardeginum. Actavismótið er opið sundmót fyrir öll félög og sundmenn þar sem keppt er í aldursflokkum og opnum flokkum.  Við hvetjum íbúa […]

Stefán Gunnlaugsson

Stefán Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri í Hafnar­f­irði og alþing­ismaður, andaðist á Hrafn­istu í Hafnar­f­irði miðviku­dag­inn 23. mars, níræður að aldri.  Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag. Stefán var bæjarstjóri í Hafnarfirði 1954-1962, bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar 1950- 1954 og bæjarfulltrúi 1970- 1974. Þá var hann landskjörinn alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn 1971-1974. Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir fjölskyldu […]

Þinn staður – okkar bær

Mars er tileinkaður hönnun og skipulagi í Hafnarfirði. Vinnustofan „Þinn staður – okkar bær“ var opnuð í Hafnarborg miðvikudaginn 9. mars og stendur hún yfir til 3. apríl.  Þar eru til sýnis þær hugmyndir og sviðsmyndir sem lagðar hafa verið til í skipulagi Hafnarfjarðarbæjar til framtíðar m.a. í tengslum við skýrslu um þéttingu byggðar og Flensborgarhöfn Hafnarfjörður hversdagsins […]

15% launahækkun í Vinnuskóla

Hækkun á launum 14-16 ára í Vinnuskóla Hafnarfjarðar sumarið 2016 nemur 15%.  Launin í Vinnuskólanum eru því orðin sambærilegri við það sem í boði er fyrir aldurshópana fyrir svipuð störf innan annarra sveitarfélaga. Störf sem eru samfélaginu mjög mikilvæg. Í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2016 voru heildarframlög til Vinnuskóla Hafnarfjarðar hækkuð úr 158 milljónum króna […]

Vistvæn prentþjónusta

Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á ábyrga notkun á pappír fyrir stofnanir bæjarins. Ein af þeim leiðum sem bærinn notar til þess er Rent A Prent (RAP) prentþjónusta frá Nýherja.  Þjónustan tryggir meðal annars aukið öryggi og yfirsýn á meðferð gagna. Þá dregur auðkenni á prentverki verulega úr sóun á pappír og prentun. Umhverfismál eru Hafnarfjarðarbæ mjög […]

Ný jafnréttisáætlun

Í upphafi árs var óskað eftir innleggi frá íbúum og öðrum áhugasömum að efni í jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun Hafnarfjarðarbæjar. Nú liggur ný áætlun fyrir og er vinna við jafnréttisstefnu einnig vel á veg komin. Markmið með jafnréttisáætlun Hafnarfjarðarbæjar er að stuðla að jafnrétti kynjanna og að kynja- og jafnréttissjónarmið verði samþætt allri starfsemi bæjarins. Aðgerðaáætlunin […]

Niður með grímuna

Tveir fulltrúar úr Ungmennaráði Hafnarfjarðar, Lára Rós Friðriksdóttir og Katrín Rós Þrastardóttir, skelltu sér á ráðstefnu Ungmennaráðs Ungmennafélags Íslands dagana 16.-18. mars. Ráðstefnan var haldin á Hótel Selfossi og var yfirskrift ráðstefnunnar í ár: Niður með grímuna – geðheilsa ungmenna á Íslandi. Þetta er í sjöunda sinn sem Ungmennafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnunni, Ungt fólk […]

Skapandi sumarstörf

Í sumar býðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-20 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Valdir hópar fá tækifæri til að starfa í um 8 vikur frá 1. júní til 24. júlí við að sinna verkefnum og lífga upp á mannlífið í miðbænum og gleðja ferðamenn og íbúa með alls kyns […]