Vilt þú vera með í Útsvari? Posted ágúst 22, 2016 by avista Spurningaþátturinn Útsvar verður á dagskrá RÚV tíunda veturinn í röð og stendur nú leit yfir að skemmtilegu og fluggáfuðu fólki, af hafnfirskum uppruna og með búsetu í Hafnarfirði, sem reiðubúið er að taka þátt fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar. Sveitarfélögin sem taka þátt eru 24 talsins og hefur Hafnarfjarðarbær síðustu tvö árin komist áfram í 8 liða úrslit […]
Nýjar sýningar í Hafnarborg Posted ágúst 22, 2016 by avista Föstudagskvöldið 26. ágúst kl. 20 verða tvær sýningar opnaðar í Hafnarborg. Haustsýning Hafnarborgar 2016, sýningin Tilraun – leir og fleira, í aðalsal safnsins og svo sýning sænska hönnuðarins Jenny Nordberg, 3 – 5 sekúndur – Hröð, handgerð framleiðsla, í Sverrissal Hafnarborgar þar sem hún mun flytja gjörning á opnuninni. Tilraun – leir og fleira Sýningin er […]
Áslandsskóli hleypur til góðs Posted ágúst 19, 2016 by avista Allt frá árinu 2007 hefur starfsfólk Áslandsskóla í Hafnarfirði tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni og mun hópur frá skólanum hlaupa til góðs í ár líkt og undanfarin ár. Þrjátíu og tveir starfsmenn hafa skráð sig til leiks og munu ýmist hlaupa 10 kílómetra eða hálft maraþon til styrktar Íþróttafélaginu Firði. Sú heilsusamlega hefð hefur skapast meðal […]
Hinsegin fræðsla er hafin Posted ágúst 18, 2016 by avista Starfsmenn grunnskóla í Hafnarfirði tóku fagnandi á móti fræðslufulltrúa frá Samtökunum ´78 á upphafsdegi hinsegin fræðslu innan skólanna. Í lok síðasta árs undirrituðu Hafnarfjarðarbær og Samtökin ´78 samstarfssamning um fræðslu á málefnum hinsegin fólks á grunni jafnréttis og sjálfsagðra mannréttinda. Vonir standa til þess að fræðslan leiði til aukinnar þekkingar og vitundarvakningar meðal starfsfólks og […]
Gefðu skóladótinu framhaldslíf Posted ágúst 16, 2016 by avista Leynist á heimili þínu skólataska eða pennaveski sem dreymir um að komast til nýrra eigenda? Er talnagrindin verkefnalaus? Liggja ónotaðar möppur í hillunni eða pennaveski sem enginn er að nota. Liggja verðmæti á lausu sem hægt er að koma í góða nýtingu? Foreldraráð Hafnarfjarðar hefur sett upp vettvang til gjafa og endurnýtingar á 2. hæð […]
Breyting á mötuneyti skóla Posted ágúst 16, 2016 by avista Hafnarfjarðarbær hefur gert samning við ISS um framleiðslu á mat fyrir leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar 2016-2020. ISS mun sjá um mat fyrir nemendur og starfsfólk ásamt samantekt að máltíð lokinni. Þrjú fyrirtæki tóku þátt í útboði bæjarins á þjónustunni; Skólamatur, ISS og SS. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 30. júní s.l. að gengið yrði til […]
Suðurbæjarlaug opnar 20. ágúst Posted ágúst 15, 2016 by avista Þessa dagana er Suðurbæjarlaug lokuð vegna viðhalds, þrifa og endurbóta á útiklefum, pottum, flísum, bekkjum, grindverki og veggjum . Til stóð að opna laugina n.k. miðvikudag en nú liggur fyrir að seinka þarf opnun til laugardagsins 20. ágúst. Umfangsmiklar viðhaldsframkvæmdir hafa átt sér stað í Suðurbæjarlaug síðustu daga. Útibúningsklefar hafa verið teknir í gegn, […]
Skólabyrjun 2016 Posted ágúst 15, 2016 by avista Grunnskólar Hafnarfjarðar verða settir mánudaginn 22. ágúst. Fyrirkomulag skólasetningar er heilt yfir á þá leið að nemendur mæta á sal og þar verður stutt athöfn. Eftir þá athöfn fara nemendur með sínum umsjónarkennara í heimastofur. Foreldrar eru hvattir til að mæta við skólasetningu með börnum sínum. Nemendur í 1. bekk eru boðaðir í samtal til […]
Nýtt skipulag í Skarðshlíð Posted ágúst 11, 2016 by avista Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkti á fundi sínum í morgun, skipulag lóða í Skarðshlíð, fyrir þriggja til fimm hæða fjölbýlishús og að óskað verði eftir tilboðum í þær. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir 26 fjöleignarhúsum með 231 íbúð, meðal annars hentugum íbúðum fyrir barnafjölskyldur. Þar af er gert ráð fyrir að Alþýðusamband Íslands fái […]
Hönnun hjúkrunarheimilis Posted ágúst 9, 2016 by avista Skrifað hefur verið undir samning vegna hönnunar og ráðgjafar hjúkrunarheimilisins sem mun rísa á Sólvangsreitnum í Hafnarfirði. Að undangengnu útboði var ákveðið að ganga til samninga við fyrirtækið Úti og Inni sf. Um er að ræða 60 rýma hjúkrunarheimili og eru verklok áætluð í apríl 2018. Hugmyndir bæjaryfirvalda í Hafnarfirði eru á þá leið að […]