Category: Fréttir

Uppbygging í ungmennagolfi

Hafnarfjarðarbær og Golfklúbburinn Setbergi (GSE) hafa undirritað samning um rekstur á golfvelli og skrifstofu félagsins. Þá er í samningnum lögð sérstök áhersla á uppbyggingu barna og unglingastarfs en klúbburinn hefur undanfarin ár staðið fyrir golfnámskeiðum á sumrin. Golfklúbburinn Setbergi telur rúmlega 500 félagsmenn og hélt upp á 20 ára afmæli sitt á nýliðnu ári. Klúbburinn […]

Frístundastyrkir – breyting

Frá og með áramótum breyttust reglur varðandi niðurgreiðslur þátttökugjalda vegna íþrótta- og frístundastarfs. Búið er að opna fyrir þann möguleika hér í Hafnarfirði að börn geti fengið niðurgreiðslu vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar í öðrum sveitafélögum óháð því hvort viðkomandi starf eða grein sé í boði í Hafnarfirði. Styrkurinn gildir sem fyrr fyrir börn á aldrinum […]

Hirðing jólatrjáa

Dagana 11. – 13. janúar munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar annast hirðingu jólatrjáa í bænum.  Þeir bæjarbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlega beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðarmörk ekki seinna en á þessum dagsetningum.  Jafnframt taka endurvinnslustöðvar á móti jólatrjám.  Hin hlið flugeldanna – hreinsun og förgun Mikið rusl fellur til […]

Þrettándagleði 2016

 Gleðilegt nýja árið! Jólin verða kvödd með dansi  og söng á glæsilegri Þrettándagleði á Ásvöllum miðvikudaginn 6. janúar. Gleðin hefst stundvíslega kl. 18. Það er óhætt að segja að Haukar í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ ætli að kveðja jólin með pompi og prakt með söng og dansi á Ásvöllunum. Hin eina sanna Helga Möller kemur til […]

Áramótakveðja

Mig langar með nokkrum vel völdum orðum að fara yfir árið sem senn rennur sitt skeið auk þess að tala aðeins um þá tilfinningu sem ég hef fyrir nýju ári, ári sem ég er fullviss um að einkennast muni af krefjandi og árangursríkum verkefnum og öflugu samstarfi einstaklinga og fyrirtækja innan sveitarfélagins.  Litið um öxl […]

New Year´s Greeting

In a few words I would like to summarize the year that is about to pass by, as well as to talk about the feeling I have for the new year, a year I’m confident that will be characterized by challenging and successful projects and effective collaboration of individuals and companies within the municipality. Looking […]

Áramótabrenna á Ásvöllum

Bál verður tendrað í áramótabrennu kl. 20.30 á gamlárskvöld. Áramótabrennan verður sem fyrr haldin á Ásvöllum, nú á íþróttasvæði Hauka á Völlunum, nánar tiltekið í hrauni fyrir framan íþróttamiðstöð. Knattspyrnufélagið Haukar og Hafnarfjarðarbær standa saman að brennunni.  Gestum og gangandi er bent á að halda sig í góðri fjarlægð frá brennunni, klæða sig eftir veðri, skilja […]

TM hlutskarpast í útboði

Hafnarfjarðarbær og Tryggingamiðstöðin hf. (TM) skrifuðu í dag undir nýjan samning um vátryggingarviðskipti fyrir sveitarfélagið. Nýtt útboð í heildartryggingar Hafnarfjarðarbæjar skilar sparnaði upp á tæpar 17 milljónir króna á ári eða um 51 milljónir króna á þriggja ára samningstíma. Samhliða voru tryggingarverðmæti endurmetin  þannig að útboð er ekki einungis að skila sparnaði heldur einnig betri […]

Hin hlið flugeldanna

Mikið rusl fellur til um áramót þegar tonnum af flugeldum er skotið á loft. Flugeldar sem gleðja okkur þegar þeir birtast í fallegum litum fyrir ofan okkur en gleðja okkur kannski síður þegar þeir lenda á jörðu niðri á víð og dreif um fallega bæinn okkar. Tökum höndum saman og hreinsum upp eftir áramótin Það […]

Afreksíþróttafólk verðlaunað

Afreksíþróttafólk Hafnarfjarðar var heiðrað og verðlaunað fyrir góða frammistöðu á sínu sviði í Íþróttahúsinu við Strandgötu í dag þar sem árleg Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar fór fram. Hrafnhildur Lúthersdóttir, landsliðskona í sundi úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, var valin íþróttakona Hafnarfjarðar annað árið í röð og Axel Bóasson, landsliðsmaður í golfi úr Golfklúbbnum Keili, íþróttakarl ársins í […]