Hafnarfjarðarbær eignast St. Jósefsspítala Posted júní 21, 2017 by avista Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að ganga að fyrirliggjandi kaupsamningi á húsnæði St. Jósefsspítala og þar með frá kaupum á eigninni. Við kaupin skuldbindur Hafnarfjarðarbær sig til að reka almannaþjónustu í fasteigninni að lágmarki í 15 ár frá undirritun samnings. Sérstakur starfshópur mun skoða hugmyndir um starfsemi í húsinu. Hafnarfjarðarbær hefur samið […]
Húsnæði óskast – langtímaleiga Posted júní 20, 2017 by avista Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir tilboði i langtímaleigu á minnst 700 m2 húsnæði í Hafnarfirði sem uppfyllir eftirfarandi: Salur – minnst 500m2, lofthæð a.m.k. 6-7m í hluta salarins Geymsla 50m2 Afgreiðsla/móttaka – 80m2 Skrifstofuaðstaða – 50m2 Tvö WC og ræstikompa Tilboð sendist til Þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, merkt “Langtímaleiga” fyrir 10. júlí. Nánari upplýsingar veitir Geir Bjarnason […]
Yfir 200 ungir dorgveiðimenn Posted júní 20, 2017 by avista Yfir 200 dorgveiðimenn á aldrinum 6-12 ára mættu á Flensborgarbryggju í Hafnarfirði í dag, munduðu veiðarfærin og kepptust við að veiða sem flesta og furðulegasta fiska. Mohammad El Said sjö ára fékk verðlaun fyrir að fanga stærsta fiskinn en hann veiddi þyrskling sem vó hátt í 600 gr. Færi og furðulegir fiskar Árlega standa leikjanámskeiðin […]
Ávarp fjallkonu Hafnarfjarðar 2017 Posted júní 19, 2017 by avista Eva Ágústa Aradóttir var fjallkona Hafnarfjarðarbæjar á þjóðhátíðardaginn. Eva er fyrsta transkonan sem gegnir hlutverki fjallkonu við opinber hátíðarhöld. Eva, sem er Hafnfirðingur í húð og hár, las ljóð eftir Bryndísi Björgvinsdóttur. Fjallkonan er tákn eða kvengervingur Íslands. Fjallkonan kom fyrst fram á Íslendingadeginum í Winnipeg í Kanada 1924 og eftir lýðveldisstofnun á Íslandi 1944 […]
Bæjarstjórnarfundur 21. júní Posted júní 19, 2017 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 21. júní. Fundurinn hefst kl. 14 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundi er streymt beint á heimasíðu. Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14. Meðal efnis á fundi eru framkvæmdaleyfi vegna Sandskeiðslínu 1, almennar reglur um úthlutun lóða […]
Grenndarkynning – Strandgata 11 og Austurgata 12 Posted júní 19, 2017 by avista Breyting á deiliskipulagi Miðbæjar Hafnarfjarðar vegna lóðanna Strandgötu 11 og Austurgötu 12 Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar, þann 10.05. 2017, var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á reit 1 í deiliskipulagi Miðbæjar Hafnarfjarðar vegna lóðanna að Strandgötu 11 og Austurgötu 12, í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin felst í því að […]
Grenndarkynning – lóðirnar Óseyrarbraut 25, 27 og 27B Posted júní 19, 2017 by avista Breyting á deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði vegna lóðanna Óseyrarbraut 25, 27 og 27B. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 13. júní 2017 að grenndarkynna breytingu á reit 5.4c í deiliskipulagi Suðurhafnar vegna lóðanna að Óseyrarbraut 25, 27 og 27B í Hafnarfirði í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin felst í […]
Ný hugmyndafræði um íbúarekið húsnæði í Hafnarfirði Posted júní 15, 2017 by avista Á fundi bæjarráðs í morgun voru lögð fram drög að stofnsamþykktum íbúarekins leigufélags í bænum sem hefur það að markmiði að lækka leiguverð, draga úr yfirbyggingu og auka aðkomu og þátttöku íbúanna sjálfra. Að mati bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar er hér um að ræða stórt framfaraskref innan sveitarfélagsins. Hvatinn að verkefninu er að bregðast við þörf á […]
Leiguhúsnæði í hjarta Hafnarfjarðar Posted júní 15, 2017 by avista Hafnarfjarðarbær auglýsir Strandgötu 4 til leigu. Fasteignin er kjallari, tvær hæðir og ris, alls um 515 m². Húsið er steinsteypt, byggt árið 1930 af Jóni Mathiesen kaupmanni sem rak þar verslun í mörg ár og bjó á efri hæð. Fasteignin verður afhent haustið 2017 Fasteignin er öll auglýst til leigu og er gert ráð fyrir […]
Viðurkenningar fyrir skilvirka stjórnun og fjölmenningarstarf Posted júní 12, 2017 by avista Frá árinu 2008 hefur fræðsluráð Hafnarfjarðarbæjar veitt 1-3 viðurkenningar á ári til einstakra skólaverkefna sem þykja til fyrirmyndar og einkennandi fyrir skapandi skólastarf í Hafnarfirði. Í ár hlutu þrír skólar viðurkenningu. Öldutúnsskóli og leikskólinn Álfaberg fyrir góðan starfsanda og skilvirka stjórnun og Hvaleyrarskóli fyrir fræðslu og fjölmenningarstarf á skólasafni. Mikil starfsánægja og auknar framfarir í […]