Skólamálin áhugaverðust Posted mars 17, 2016 by avista Ungmennaráð Hafnarfjarðar ásamt starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar Vitans stóðu fyrir Ungmennaþingi þriðjudaginn 15. mars sl. í Lækjarskóla. Þingið, sem var öllum unglingum á aldrinum 13-18 ára opið, var ætlað að gefa tækifæri til þess að ræða málefni ungs fólks í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn, Haraldur L. Haraldsson setti þingið. Fulltrúar Ungmennaráðs Hafnarfjarðar, þær Lára Rós Friðriksdóttir og Ína Kathinka […]
Íbúakönnun um skipulagsmál Posted mars 16, 2016 by avista Mars er mánuður samtals um skipulagsmál í Hafnarfirði. Vinnustofan Þinn staður – okkar bær verður opin til 3. apríl og er hér um að ræða vettvang fyrir íbúa, fyrirtæki og aðra áhugasama til að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri. Til að skapa til grunn til umræðu og skipulagsvinnu til framtíðar voru starfshópar fengnir […]
Þinn staður – okkar bær Posted mars 14, 2016 by avista Mars er tileinkaður hönnun og skipulagi í Hafnarfirði. Vinnustofan „Þinn staður – okkar bær“ var opnuð í Hafnarborg miðvikudaginn 9. mars og stendur hún yfir til 3. apríl. Þar eru til sýnis þær hugmyndir og sviðsmyndir sem lagðar hafa verið til í skipulagi Hafnarfjarðarbæjar til framtíðar m.a. í tengslum við skýrslu um þéttingu byggðar og […]
Menningardagar í Áslandsskóla Posted mars 14, 2016 by avista Hafnarfjörður bærinn minn – menningardagar í Áslandsskóla 2016 Dagana 14. -17. mars eru menningardagar í Áslandsskóla. Þá er skólastarfið brotið upp á margvíslegan hátt. Hafnarfjörður bærinn minn er þema menningardaga að þessu sinni. Nemendum er skipt í hópa þar sem þeir vinna að fjölbreyttum verkefnum. Hefðbundin stundaskrá gildir ekki þessa daga. Fimmtudaginn 17. mars er […]
Bæjarstjórnarfundur 16. mars Posted mars 14, 2016 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 16.mars nk. og hefst fundurinn kl. 16 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundarins. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu. Útsending hefst kl 16:00.
Glær poki fyrir úrgang Posted mars 11, 2016 by avista Frá og með byrjun febrúar hefur áhersla verið lögð á að pappír, pappi, tau og klæði fari í endurvinnslufarveg í stað urðunar. Ekki er lengur leyfilegt að henda svörtum ruslapokum í pressugáminn og aðeins tekið við úrgangi í glærum pokum. Glær poki auðveldar starfsmönnum að leiðbeina viðskiptavinum við flokkun og draga þannig úr úrgangi til […]
Gler á grenndarstöðvar Posted mars 11, 2016 by avista Í febrúar hófst söfnun glers á 37 grenndarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Í glergáma geta íbúar skilað hvers konar gleri sem fellur til á heimilum, s.s. sultukrukkum, glerflöskum og öðrum ílátum úr gleri án endurgjalds. Glerið má hvort sem er vera glært eða litað en þarf að vera hreint og ílát tóm. Á næstu árum verða settir […]
Út með dekkjakurlið Posted mars 10, 2016 by avista Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum rétt í þessu að gúmmíkurli verði skipt út á sparkvöllum við grunnskóla bæjarins, samtals átta völlum. Framkvæmdin mun eiga sér stað strax í sumar og er gert ráð fyrir að frá og með hausti 2016 þá verði kurlið farið af öllum völlunum. Gervigras og gúmmíkurl á íþróttasvæðum FH og […]
Ungmennaþing 15. mars Posted mars 9, 2016 by avista Ungmennaráð Hafnarfjarðar ásamt starfsfólki félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar halda Ungmennaþing Hafnarfjarðar þriðjudaginn 15. mars n.k. Ungmennaþing er vettvangur ungs fólks til þess að koma saman og ræða á málefnalegan hátt um sín mál ásamt því að setja fram tillögur til úrbóta. Hverju er hægt að breyta, hvað er vel gert og hvað er hægt að gera betur? Ungmennaráð […]
Verðlaun fyrir upplestur Posted mars 9, 2016 by avista Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Hafnarborg í gær þar sem fjöldi nemenda úr grunnskólum Hafnarfjarðar hlaut viðurkenningu fyrir vandaðan upplestur og framsögn auk þess sem þeir þrír bestu voru verðlaunaðir sérstaklega. Húsfyllir var í Hafnarborg enda um að ræða hátíð sem er orðinn mikilvægur hluti af skóla- og foreldrasamfélagi um land allt. Hátíðin fagnar 20 […]