Category: Fréttir

Félagsmiðstöðvadagurinn

Félagsmiðstöðvadagurinn er haldinn fyrir tilstilli Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Markmið dagsins er að gefa áhugasömum færi á að heimsækja félagsmiðstöðina í sínu hverfi og þá sérstaklega foreldrum. Þannig geta foreldrar  kynnst því sem þar fer fram  og þeim viðfangsefnum sem unglingarnir fást við.  Aldan í Öldutúnsskóla Opið hús, vöfflur og kaffi. Unglingum gefst kostur á […]

Íbúafundur um fjárhagsáætlun

Bæjarstjóri boðar til fundar með íbúum Hafnarfjarðar um fjárhagsáætlun ársins 2016 þriðjudaginn 10. nóvember nk. Fundurinn verður haldinn í Bæjarbíói kl. 20:00 – 21:30.  Á fundinum mun bæjarstjóri kynna helstu áherslur og niðurstöður í tillögu að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2016 og þriggja ára áætlun 2017 – 2019. „Það er mikilvægt að bæjarbúar hafi upplýsingar […]

Hafnarfjarðarbær með á toppinn

Í dag stendur fimleikafélagið Björk fyrir áheitasöfnun þegar iðkendur, þjálfarar og aðrir góðir gestir klifra kaðla sem nemur hæð Everest fjalls til þess að safna fyrir nýju fimleikagólfi. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri, hét á tíu iðkendur að fara samtals 30 ferðir fyrir 100.000 kr. hverja ferð. Iðkendurnir stóðust áskorunina léttilega og bæjarstjóri afhenti félaginu samtals […]

Umbætur í rekstri skila góðum árangri

Samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2016, sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar í dag, verður 300 milljón króna afgangur á A og B hluta. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 15% af heildartekjum eða 3,3 milljarðar kr. en það er forsenda þess að árangur náist í að lækka skuldir […]

Umsækjendur um stöðu samskiptastjóra

Nafnalisti umsækjanda um starf samskiptastjóra í Hafnarfirði. 1. Albert S. Sigurðsson  2. Andri Ómarsson 3. Árdís Ármannsdóttir  4. Arndís Þorgeirsdóttir  5. Aron Örn Þórarinsson 6. Ásgerður Júlíusdóttir 7. Birna G. Magnadóttir 8. Brjánn Jónasson 9. Brynjar Eldon Geirsson 10. Dóra Magnúsdóttir 11. Einar Magnússon 12. Elísa Sóley Magnúsdóttir 13. Erla Hlynsdóttir 14. Eydís Eyland 15. Guðbjörg […]

Ánægja með samstarfið við lögregluna

Á árlegum fundi með lykilfólki í Hafnarfirði fór Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni lögreglunnar og Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn yfir stöðu mála og þróun brota í Hafnarfirði. Almennt má segja um þróun afbrota að þau standi í stað í Hafnarfirði en tilkynntum innbrotum á heimili fækkar. Vegna sameiginlegs átaks lögreglunnar og Hafnarfjarðarbæjar gegn […]

Samningur um forvarnafræðslu gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum

Hafnarfjarðarbær og Blátt áfram hafa undirritað samningi varðandi fræðslu gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum fyrir árin 2015 og 2016. Hafnarfjarðarbær hefur boðið starfsfólki sem starfar með börnum og unglingum upp á námskeið frá Blátt áfram þar sem fjallað er um forvarnaleiðir gegn kynferðislegu ofbeldi í nokkur ár. Hafa um 700 starfsmenn sótt slíka fræðslu. Nú […]

Bætt þjónusta við pólskumælandi íbúa

Nú veitir þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar upplýsingagjöf og aðstoð á pólsku því nýverið tók til starfa pólskumælandi þjónustufulltrúi. Þar með er þjónusta  við um 1100 pólskumælandi íbúa sveitarfélagsins stórbætt. Starfsmenn þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar veita almenna þjónustu og upplýsingagjöf ásamt því að aðstoða við umsóknir um þjónustu. Þjónustuverið er á Strandgötu 6, opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka […]

Bæjarstjórnarfundur 28. október

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 28.október 2015. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 28. október 2015 Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.

Skrifað undir samning um þjónustu við hælisleitendur

Hafnarfjarðarbær og Útlendingastofnun hafa skrifað undir samningum  um þjónustu og búsetuúrræði fyrir þrjár fjölskyldur hælisleitenda meðan mál þeirra eru til meðferðar hjá íslenskum stjórnvöldum. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri, og Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, skrifuðu undir samninginn ásamt Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu sem staðfesti samninginn fyrir hönd ráðherra. Samningurinn gildir til 1. mars 2016. „Þetta […]