Bæjarstjórnarfundur 2. mars Posted febrúar 29, 2016 by avista Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 2. mars 2016 kl. 16:00 Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundarins Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu. Útsending hefst kl 16:00.
Styrkir bæjarráðs 2016 Posted febrúar 29, 2016 by avista Bæjarráð veitir ár hvert félagasamtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröð sveitarfélagsins. Úthlutun styrkja fer fram tvisvar á ári og er nú komið að fyrstu úthlutun ársins í ár. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2016. Umsækjendur […]
Faldbúningur Rannveigar Posted febrúar 26, 2016 by avista Faldbúningur maddömu Rannveigar Sívertsen var afhentur formlega í dag á 272 ára afmælisdegi hennar. Ákveðið var að ráðast í gerð faldbúnings fyrir tveimur árum síðan, þá á 270 ára stórafmælisdegi Rannveigar. Búningurinn, sem unninn er eftir lýsingum úr dánarbúi Rannveigar, verður framvegis til sýnis í Sívertsen-húsinu. Annríki – þjóðbúningar og skart hefur síðustu tvö árin […]
Fræðslustjóri – umsækjendur Posted febrúar 25, 2016 by avista Hafnarfjarðarbær auglýsti fyrir skömmu stöðu fræðslustjóra Hafnarfjarðarbæjar lausa til umsóknar. Fjórtán umsækjendur sóttu um stöðuna. Hér má sjá lista yfir umsækjendur : Nafn Titill Anna Kristín Halldórsdóttir Verkefnastjóri Árni Þór Óskarsson Lögfræðingur Ásta Lilja Bragadóttir Fangavörður Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir Stjórnarformaður Fanney Dóróthe Halldórsdóttir Skólastjóri Geir Bjarnason Íþrótta- og tómstundafulltrúi Guðrún Þórðardóttir Kennslu- og lýðheilsufræðingur […]
Fræðsla á skipulagsdegi Posted febrúar 24, 2016 by avista 900 manna starfshópur leik- og grunnskóla í Hafnarfirði sótti sameiginlega fræðslu á skipulagsdegi í dag. Fræðslan tengdist læsisverkefni bæjarins, LESTUR ER LÍFSINS LEIKUR, þar sem viðfangsefnið var undirstöðuþættir lestrar. Nálgun út frá aldri barna Fræðslunni var skipt í fimm hluta þar sem viðfangsefnið var nálgast út frá því hvaða aldri börnin eru sem starfsmaður er […]
Frítt í sund í vetrarfríi Posted febrúar 24, 2016 by avista Vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar dagana 25. og 26. febrúar 2016. Frítt er í sund í Hafnarfirði þessa daga fyrir alla fjölskylduna: Ásvallalaug Suðurbæjarlaug Sundhöll Hafnarfjarðar Fræðsluráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu ÍTH um frían aðgang að sundlaugum Hafnarfjarðar í vetrarfríi grunnskóla. Einnig að gert verði ráð fyrir því fyrirkomulagi í vetrarfríum grunnskóla […]
Býttað og selt í Firði Posted febrúar 22, 2016 by avista Það voru um í kringum tíu krakkar sem settu sig í gír bókasölumannsins og – konunnar um helgina í Verslunarmiðstöðinni Firði. Börnin komu með bækur til sölu og býttis sem þau hafa sjálf lesið oftar en einu sinni og vildu með þessu endurnýja lager sinn eða eignast smá pening m.a. til að safna fyrir nýjum […]
Sundhópur styrkir Neistann Posted febrúar 22, 2016 by avista Sundhópur í Suðurbæjarlaug hittist nær daglega, syndir saman og á svo gott spjall í heita pottinum. Í upphafi Þorrans hittist hópurinn í þorraveislu og gæddi sér á dýrindis veitingum. Var þetta sjötta árið í röð sem blásið var til slíkrar veislu í sundlauginni á Þorranum. Hver og einn sundgarpur lagði til pening í sjóð í […]
Bækur og bíó í Setbergsskóla Posted febrúar 19, 2016 by avista Í tilefni af menningarhátíðinni, Bóka- og bíóhátíð barnanna, unnu nemendur í 2. ARP í Setbergsskóla verkefni út frá fyrstu bók Hafnfirðingsins Guðrúnar Helgadóttur. Fyrsta bók hennar er um hina uppátækjasömu tvíburabræður Jón Odd og Jón Bjarna sem kom út árið 1974 og urðu bækurnar þrjár um þá bræður. Samspil bókmennta og kvikmynda – Jón Oddur […]
GoRed í Hafnarfirði Posted febrúar 18, 2016 by avista GoRed átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma. Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í átakinu með því að vekja athygli á verkefninu og hvetja rúmlega 2000 starfsmenn bæjarins til að klæðast rauðu föstudaginn 19. febrúar. Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annarsstaðar í heiminum. GoRed átakið miðar að […]