Útboð – bygging hjúkrunarheimilis Posted mars 17, 2017 by avista Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum verktaka í byggingu hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði. Verkefnið sem hér er boðið út er bygging hjúkrunarheimilis, 3ja hæða bygging ásamt kjallara undir hluta hússins. Auk þess eru tengigangar sem tengja nýbyggingu við eldra húsnæði Sólvangs. Stærð hússins er um 3.900 m2. Verkefnið innifelur uppsteypu hússins ásamt fullnaðarfrágangi að utan sem […]
Sögur og ljóð í sundi Posted mars 15, 2017 by avista Það er hugguleg tilhugsun að liggja í lauginni og lesa. Þessa vikuna liggja frammi í sundlaugum Hafnarfjarðarbæjar ljóð og smásögur eftir nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar. Ljóðin og sögurnar eru settar upp í laugunum í tilefni af Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði sem nú stendur yfir. Höfundar myndskreyttra ljóða eru nemendur í 5. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar. […]
Börn hjálpa börnum Posted mars 15, 2017 by avista Nemendur úr 5. bekk Áslandsskóla taka þátt í söfnuninni BÖRN HJÁLPA BÖRNUM 2017, árlegu söfnunarátaki ABC barnahjálpar í samstarfi við grunnskóla landsins. Forseti Íslands, Hr Guðni Th. Jóhannesson, setti söfnunina formlega af stað í skólanum í dag. Verkefnið tengist með beinum hætti hornstoðum Áslandsskóla og er til þess fallið að efla skilning og virðingu fyrir alheimssamfélaginu. […]
Viðburða- og verkefnastyrkir Posted mars 14, 2017 by avista Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á sviði menningar og lista í Hafnarfirði. Umsóknum skal skilað inn með rafrænum hætti fyrir 15. mars 2017. Hver umsókn skal aðeins innihalda eitt verkefni. Einu sinni á ári auglýsir menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar eftir menningarstyrkjum til menningarstarfsemi til eflingar á hafnfirsku […]
Pétur og úlfurinn slógu í gegn Posted mars 14, 2017 by avista Nemendur í 2. bekk í grunnskólunum Hafnarfjarðar sóttu í morgun leikbrúðusýningu gerða eftir barnatónverkinu Pétur og úlfurinn eftir rússneska tónskáldið Sergei Prokofiev. Tilgangur verksins er að kynna ungum áhorfendum klassíska tónlist og ólík hljóðfæri sinfóníuhljómsveitar en það er Bernd Ogrodnik sem ljær verkinu líf með handunnum trébrúðum sínum. Boð í brúðuleikhús er hluti af Bóka- […]
Börn, bækur og bíó Posted mars 13, 2017 by avista Bóka- og bíóhátíð barnanna 2017 hófst í dag í Hafnarfirði með glæsilegri opnunarhátíð. Rúmlega 200 tíu ára börn frá grunnskólum Hafnarfjarðar mættu á svæðið til að hitta hlýða á söng og upplestur og upplifa bíósýningu í menningarhúsi Hafnarfjarðar, sjálfu Bæjarbíói. Uppbrot á skólastarfi á báðum skólastigum og fjölbreytt dagskrá verður í boði í söfnum Hafnarfjarðar […]
Bæjarstjórnarfundur 15. mars Posted mars 13, 2017 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 15. mars. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundi er streymt beint á heimasíðu. Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14:00. Meðal efnis á fundi eru reglur um eftirlitsnefnd með fjármálum íþrótta- og æskulýðsfélaga, lóðarumsóknir og […]
Útboð á byggingarrétti – forval Posted mars 10, 2017 by avista Hafnarfjarðarbær óskar eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði á byggingarrétti á lóðinni Lækjargata 2 – Dvergur – í Hafnarfirði. Verkefni þess aðila sem samið verður við, er að hann á sinn kostnað vinni nýtt deiliskipulag sbr. skipulagsforsögn Hafnarfjarðarbæjar, hanni og byggi þar nýjar byggingar með öllum frágangi að utan sem innan og fullbúinni lóð. […]
Í bæjarfréttum er þetta helst… Posted mars 10, 2017 by avista Orð frá bæjarstjóra eftir mánaðarmót Ég hef ákveðið að hafa það sem fastan lið að setja saman nokkur orð um mánaðamót til að segja frá áhugaverðum verkefnum sem í gangi eru innan sveitarfélagsins og upp og ofan af áskorunum, hugmyndum, heimsóknum og fundum mánaðarins. Af mörgu er að taka en með þessu vil ég upplýsa […]
Útboð – Kirkjugarður Hafnarfjarðar Posted mars 9, 2017 by avista Kirkjugarður Hafnarfjarðar, stækkun til norðurs Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í gerð bílastæða, stígagerð, skjólgirðingu, fráveitulagnir, raflýsingu og yfirborðsfrágang, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Kirkjugarð Hafnarfjarðar stækkun til norðurs, 3. áfangi. Útboðsgögn verða seld á minnislykli í þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar, Norðurhellu 2, frá og með þriðjudeginum 14. mars 2017 kl. 13. Verð kr. 5.000.- Tilboðum skal skilað á […]