Category: Fréttir

Viðurkenningar fyrir vandaðan upplestur og framsögn

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði fór fram í Hafnarborg í gær þar sem fulltrúar úr 7. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar stigu á svið með vandaðan upplestur og framsögn. Hópurinn í heild hlaut viðurkenningu fyrir frammistöðu sína auk þess sem þeir þrír hlutskörpustu voru verðlaunaðir sérstaklega. Stóra upplestrarkeppnin er orðinn mikilvægur hluti af skóla- og foreldrasamfélagi um […]

Ljósleiðaravæðing um allan bæ

Mikið hefur verið um framkvæmdir við ljósleiðaravæðingu Mílu og Gagnaveitunnar í Hafnarfirði síðustu daga og vikur. Fyrirtækin hafa fengið leyfi til framkvæmda víðsvegar um bæinn og eiga framkvæmdir að vera auglýstar sérstaklega af fyrirtækjunum í hverfunum sem um ræðir. Gatnalokanir eru tilkynntar sérstaklega ef einhverjar verðar. Verksvæði þessara verkefna er stórt og framkvæmdatími yfirleitt langur.  […]

Bjartir dagar – þín þátttaka?

Menningarhátíðin Bjartir dagar verður haldin dagana 19.-23. apríl í tengslum við Sumardaginn fyrsta eins og undanfarin ár. Bjartir dagar er þátttökuhátíð og byggir á því að stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar taki þátt í að skapa viðburði sem tengjast hátíðinni eða taki þátt í þeim dagskrárliðum sem aðrir skipuleggja. Ertu með hugmynd að dagskráratriði? Óskað er […]

Bæjarstjórn ályktar gegn breytingu á lögum

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær var frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi tekið fyrir og meðfylgjandi ályktun lögð fram:  Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hvetur alþingismenn til þess að hafna frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum um verslun með áfengi. Landlæknir, heilbrigðisstarfsfólk, samtök lækna og fjölmargir aðilar sem vinna […]

Skipulagsbreyting – Breiðhella 18 og 20

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðanna Breiðhellu 18 og 20, Hafnarfirði.  Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 13. desember 2016 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna að Breiðhellu 18 og 20 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulaginu “Hellnahraun 2. áfangi, staðfest 11.04. […]

Skipulagsbreyting – Fornubúðir 5

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 01. febrúar 2017 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu á „Deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði“ vegna lóðarinnar við Fornubúðir 5, í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin heimilar að reist verði skrifstofu- og þjónustuhús. Breytingar ná til lóðarinnar nr. 5 við Fornubúðir og fela m.a. í sér breytta hámarkshæð […]

Til hamingju Víðivellir!

Leikskólinn Víðivellir fagnar 40 ára afmæli skólans í dag þann 28. febrúar. Haldið var upp á afmælið með margvíslegum hætti. Gestum var boðið í í afmælissöngstund á sal með elstu börnunum og eftir hádegið fóru börnin í skrúðgöngu um hverfið og sungu hástöfum afmælislagið og söngvana um Víðivelli og Hafnarfjörð. Leikskólinn Víðivellir var formlega tekinn […]

Sumarstörf fyrir 17 ára og eldri

Hafnarfjarðarbær leitar eftir duglegum og öflugum einstaklingum til starfa í sumar. Til umsóknar eru störf flokkstjóra, leiðbeinenda og aðstoðarleiðbeinenda á íþrótta- og leikjanámskeiðum og í skólagörðum, störf í umhverfis- og garðyrkjuflokkum. Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi eigi lögheimili í Hafnarfirði og eru laun samkvæmt kjarasamningi Hafnarfjarðarbæjar og viðkomandi stéttarfélags. Lágmarksaldur umsækjenda í eftirfarandi störf er […]

Snjóhreinsun – staða mála

Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar og verktakar hafa unnið látlaust við snjóhreinsun og mokstur frá kl. 2:30 aðfaranótt sunnudags. Allar strætóleiðir og stofngötur eru nú greiðfærar og er unnið að hreinsun í húsagötum. Mokstri á plönum hjá skólum og leikskólum er að mestu lokið og verður unnið að frekari hreinsun í dag og næstu daga. Reynt verður að […]

Bæjarstjórnarfundur 1. mars

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 1. mars. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu. Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14:00. Meðal efnis á fundi eru Borgarlína og framlagt erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi verkefnalýsingu […]