Category: Fréttir

Tímasett heildarstefna vegabóta

Hafnarfjarðarbær áréttar að mikil þörf er á að marka heildarstefnu varðandi vegabætur á stofnvegakerfi sem liggur í gegnum Hafnarfjörð. Síðustu misseri hefur umferð á þessari leið aukist mjög mikið og sýna tölur glöggt að tvö slysahæstu hringtorgin á höfuðborgarsvæðinu eru hringtorg við Lækjargötu og Flatahraun og eru þau einnig efst á blaði þegar kemur að […]

Skipulagsbreyting Eskivellir 11 og 13

Breyting á deiliskipulagi Eskivalla 11 og 13, Vellir 5. Skipulags- og byggingarráð  Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 13.12.2016 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi við Eskivelli 11 í samræmi við 1. mgr. 43 gr.  skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í: 5.4.1. Fjölbýlishús F1.  Við Eskivelli 11 verður eitt sex hæða fjölbýlishús (F1) með 39 íbúðum Byggingarreitur […]

Blóðsöfnun við Fjarðarkaup

Blóðbankabíllinn verður við Fjarðarkaup á fimmtudaginn frá 13-17.  Með blóðgjöf björgum við lífi og léttum það þeim sem þurfa þessa mikilvægu gjöf. Slysin gera ekki boð á undan sér fremur en  veikindin oft og tíðum. Og svo merkilegt sem það er er tiltölulega fyrirhafnarlítið eða –laust að líta við í Blóðbankabílnum og veita sjúkum og […]

Fulltrúar okkar á Samfés

Föstudaginn 20. janúar var Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar haldin en þessi árlega keppni er undankeppni Söngkeppni Samfés sem verður í Laugardalshöll laugardaginn 24. mars næstkomandi. Sigurvegarar kvöldsins voru Birta Guðný Árnadóttir úr Vitanum og Agnes Björk Rúnarsdóttir úr Öldunni. Bæjarbíó fullt af hæfileikaríkum hafnfirskum ungmennum Keppnin fór fram í Bæjarbíói og var húsið troðfullt og dúndrandi […]

Opinberi vefur ársins 2016

Síðastliðinn föstudag voru Íslensku vefverðlaunin fyrir árið 2016 veitt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpunnar. Vefur Hafnarfjarðarbæjar – hafnarfjordur.is – fékk verðlaun sem besti opinberi vefur ársins 2016. Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.  Vefur […]

Magnað myrkur – Vetrarhátíð

Fjögurra daga glæsileg Vetrarhátíð verður haldin dagana 2. – 5. febrúar. Höfuðborgarstofa skipuleggur og framkvæmir Vetrarhátíð sem nú er haldin í 16 sinn og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samanstendur af fjórum meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt, Snjófögnuði og ljósalist ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur […]

Bæjarstjórnarfundur 1. feb

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 1. febrúar. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu bæjarins.   Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14:00. Meðal efnis á fundi eru aðalskipulag Hafnarfjarðar og breyting vegna vatnsverndarmarka til samræmis […]

Allir lesa – landsleikur í lestri

Lestur gerir lífið einfaldlega skemmtilegra! Við hvetjum ALLA til að taka þátt í ALLIR LESA – landsleik í lestri Á fundi sínum í vikunni vakti fræðsluráð Hafnarfjarðarbæjar sérstaka athygli á lestrarkeppninni Landsleikur í lestri sem samtökin Allir lesa standa að og stendur yfir á landsvísu dagana 27. janúar – Konudagsins 19. febrúar. Fræðsluráð hvetur bæjarbúa til […]

Heilsustefna – þín þátttaka

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í apríl 2016 að hefja vinnu við gerð á heilsustefnu fyrir Hafnarfjörð: Hafnarfjörður – heilsueflandi samfélag. Ákveðið var að ráðast í mótun á heilsueflandi stefnu sem hefði áhrif á öll svið bæjarins. Stefnu sem tekur á stöðu mála og framkvæmdaþáttum. Starfshópur var í framhaldinu skipaður til að vinna að […]

Sandur hjá Þjónustumiðstöð

Það er óhætt að segja að við séum búin að vera einstaklega heppin með veður og færð þennan veturinn og fyrst núna sem við þurfum að hafa varann á og fara sérstaklega varlega.  Mikil hálka hefur myndast á götum, göngustígum og bílaplönum út um allan bæ síðustu daga og þá sér í lagi snemma á […]