Nýtt fyrirkomulag Posted janúar 4, 2017 by avista Tilkynning varðandi nýtt fyrirkomulag á greiðslum húsnæðisbóta (áður húsaleigubætur) Þann 1. janúar 2017 taka gildi lög nr. 75/2016 um húsnæðisbætur og falla þá úr gildi lög nr. 138/1997 um húsaleigubætur. Markmið nýju laganna er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta vegna leigu á íbúðarhúsnæði og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaði. Sveitarfélögin hafa hingað […]
Nýr verkefnastjóri fasteigna Posted janúar 4, 2017 by avista Stefán E. Stefánsson hefur verið ráðinn í starf verkefnisstjóra fasteigna hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu. Stefán er með MSc í verkfræði. Stefán hefur starfað í Noregi undanfarin misseri hjá vatnsveitunni í Bergen meðal annars sem sviðsstjóri vatnsdreifingar. Þar á undan var hann bæjarverkfræðingur Seltjarnarnesbæjar og hafði þar með að gera allar framkvæmdir sveitarfélagsins. Stefán mun taka […]
Leikskólabörn til fyrirmyndar Posted janúar 4, 2017 by avista Duglegir Hafnfirðingar styðja heilsugæslu í Líbanon Börnin í leikskólanum við Norðurberg í Hafnarfirði eru einstaklega hugmyndarík og full af kærleika. Það sönnuðu þau í vikunni þegar þau heimsóttu Rauða krossinn í Hafnarfirði með óvæntan glaðning. Börnin höfðu safnað flöskum til að skila í endurvinnsluna og nam skilagjaldið heilum 25.068 krónum. Það var mat barnanna að […]
Skipulagsbreytingar Posted janúar 3, 2017 by avista Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 vegna vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 23.11.2016 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og auglýst skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingartillögunni felst að brunnsvæði við Straumsel er fellt […]
Hreinsum eftir áramótin Posted janúar 3, 2017 by avista Gleðilegt nýtt ár kæru Hafnfirðingar! Mikið rusl fellur til um áramót þegar tonnum af flugeldum er skotið á loft. Nokkuð mikið er um það tómir flugeldakassar, spýtur og prik liggi á víð og dreif um bæinn nú í upphafi árs og biðlum við til íbúa og fyrirtækja á svæðinu að huga að nærumhverfi sínu og […]
Styrkir til meistaranema Posted janúar 3, 2017 by avista Málefni sveitarfélaga – styrkir til meistaranema Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn allt að þremur meistaranemum styrki til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki. Rafrænt umsóknarform, verklagsreglur vegna úthlutunar, […]
Tímamót um áramót – nýárskveðja Posted desember 31, 2016 by avista Nýárskveðja bæjarstjóra Áramót eru tíminn þar sem margir leiða hugann að sigrum og afrekum ársins og því sem ætlunin var að gera. Að baki er ansi lifandi og skemmtilegt ár hjá Hafnarfjarðarbæ sem einkenndist af öðruvísi áskorunum og því að marka veginn til framtíðar. Ég horfi bjartsýnn fram á veginn og hlakka til komandi mánaða […]
Áhersla á bættar starfsaðstæður kennara á nýju ári Posted desember 29, 2016 by avista Settur hefur verið á laggirnar starfshópur innan Hafnarfjarðarbæjar sem hefur það verkefni að vinna að tillögum að bættum starfsaðstæðum kennara í grunnskólum Hafnarfjarðar í þeim tilgangi að tryggja að fagmenntaðir kennarar séu í öllum stöðum, gera kennarastarfið eftirsóknarverðara og mæta áhyggjum kennara varðandi aukið álag í starfi. Starfshópurinn kemur til í kjölfar samræðna bæjarstjóra, fræðslustjóra, […]
Skipulagsbreyting í Skarðshlíð Posted desember 28, 2016 by avista Breyting á deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfangi – Hafnarfirði. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 21.12.2016, að undangengnu samþykki skipulags- og byggingarráðs þann 13.12.2016, að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar sem öðlaðist gildi 22. júlí 2013 í samræmi við 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að lóðir og skilmálum íbúðabyggðar er […]
Nýr lögmaður hjá bænum Posted desember 28, 2016 by avista Ívar Bragason hefur verið ráðinn lögmaður hjá Hafnarfjarðarbæ. Ívar lauk mag. jur. prófi frá Háskóla Íslands árið 2008 og öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður sama ár. Ívar hefur hin síðustu ár starfað hjá embætti borgarlögmanns en var áður hjá LOGOS lögmannsþjónustu og Mörkinni lögmannsstofu. Verkefni Ívars hjá borgarlögmanni snéru fyrst og fremst að meðferð mála fyrir […]