Endurfjármögnun erlendra lána Posted desember 11, 2015 by avista Hagræðing nemur tugum milljónum króna Lánasjóður sveitarfélaga hefur samþykkt lánveitingu til sveitarfélagsins allt að sex milljörðum króna til endurfjármögnunar á lánum Hafnarfjarðarkaupstaðar við erlenda félagið FMS. Í stað þess að draga að fullu á fyrirliggjandi lánasamning við íslenskan banka hefur verið ákveðið að ganga til samninga við Lánasjóðinn um 3 milljarða króna lán […]
Blómlegt starf hjá Brettafélaginu Posted desember 10, 2015 by avista Fyrir nokkru síðan gerðu Brettafélagið og Hafnarfjarðarbær með sér samning um rekstur og stuðning vegna starfsemi félagsins og í dag var undirritaður samningur sem styður við áframhaldandi starfsemi í húsinu. Aðstaðan ein sú besta á höfuðborgarsvæðinu Hafnarfjarðarbær og Brettafélagið hafa staðið að uppbyggingu innanhúss í gömlu Slökkvistöðinni sem aðallega hefur falist í gerð á […]
Bjartir tímar framundan Posted desember 10, 2015 by avista Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir rúmlega 360 milljóna króna rekstrarafgangi á A og B hluta. Áætlað veltufé frá rekstri samantekið fyrir A og B hluta er 3,3 milljarðar króna sem er um 15% af heildartekjum sveitarfélagsins. Aukið veltufé er grunnforsenda þess að árangur náist í að lækka skuldir bæjarfélagsins. Umbætur í rekstri „Með þessari áætlun […]
Íbúð óskast til leigu sem fyrst Posted desember 8, 2015 by avista Hafnarfjarðarbær óskar eftir að taka á leigu íbúð í sveitarfélaginu fyrir 6 manna fjölskyldu. Fjölskyldan er á leið til landsins í gegnum móttökuverkefni ráðuneyta og sveitarfélaga sem felur í sér móttöku 55 sýrlenskra flóttamanna. Þar af tekur Hafnarfjarðarbær á móti 17 flóttamönnum og er fjölskyldan hluti af þessum hópi. Íbúðin er ætluð […]
Einhver röskun gæti orðið á skólastarfi Posted desember 8, 2015 by avista Það er þakkarvert hversu vel það tókst í nótt að sinna þeim rúmlega 180 verkefnum sem upp komu á stórhöfuðborgarsvæðinu vegna óveðurs og annarra láta í veðrinu. Fátt fólk á ferli sem auðveldaði mjög störf viðbragðsaðila og gerði þeim kleift að vinna sín störf hratt og örugglega. Íbúar eiga hrós skilið fyrir að fara […]
Bæjarstjórnarfundur 9. desember Posted desember 7, 2015 by avista Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 9.desember 2015 kl 16:00. Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundarins. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.
Mikilvægar upplýsingar vegna óveðurs Posted desember 7, 2015 by avista Von er á afar slæmu veðri síðar í dag og hefur óvissustigi verið lýst yfir á landinu öllu. Mikilvægt er að allir íbúar og aðrir sem þurfa ekki að vera úti að nauðsynjalausu fari heim áður en veðrið skellur á og haldi sig heima. Reiknað er með að veðrið skelli á í síðasta lagi kl. […]
Óvissuástand eftir kl. 17 í dag Posted desember 7, 2015 by avista Það bendir margt til þess að slæm veðurspá fyrir landið allt gangi eftir, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Vindaspáin fyrir Reykjavík og nágrenni er rauð í kvöld og eins er gert ráð fyrir töluverðri ofankomu og þá er fljótt að verða ófært. Almannavarnir gáfu út viðvaranir í gær sem enn eru í gildi og full […]
Hönnun og ráðgjöf fyrir Sólvang Posted desember 4, 2015 by avista Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í hönnun og ráðgjöf vegna húss og lóðar fyrirhugaðs Hjúkrunarheimilis á Sólvangi. Stærð byggingar er áætluð 3.900 fermetrar og lóð um 5.000 fermetrar, einnig eiga bjóðendur að gefa verð í hönnun vegna breytinga á eldra húsnæði Sólvangs. Útboðsgögn verða afhent hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Tilboðum skal skila á Norðurhellu 2, […]
Nýjar leiguíbúðir fyrir fatlað fólk Posted desember 3, 2015 by avista Landssamtökin Þroskahjálp og Hafnarfjarðarbær skrifuðu í dag undir samkomulag vegna lóðar að Öldugötu 41 í Hafnarfirði. Til stendur að húsbyggingarsjóður Þroskahjálpar reisi þar leiguíbúðir ætlaðar sex fötluðum einstaklingum. Áætlað er að húsið verði tilbúið til notkunar 2018. Í dag skrifuðu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri, Sveinn E. Sigurðsson formaður Húsbyggingarsjóðs og Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar […]