Category: Fréttir

Skipulagsbreyting – Kvistavellir

Breyting á deiliskipulagi Kvistavalla 63 og 65, Vellir 5. Skipulags- og byggingarráð  Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 13.12.2016 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna að Kvistavöllum 63 og 65 í samræmi við 1. mgr. 43 gr.  skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að lóðirnar Kvistavellir 63 og Kvistavellir 65 eru sameinaðar í eina […]

Bókun um Reykjanesbraut

Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í morgun var eftirfarandi bókun um Reykjanesbraut samþykkt: „Í ljósi tíðra og alvarlegra slysa á Reykjanesbraut í Hafnarfirði áréttar bæjarráð Hafnarfjarðar mikilvægi þess að ráðist verði í úrbætur á brautinni án tafar. Bæjarráð hefur þungar áhyggjur af umferðaröryggi á veginum og skorar á samgönguyfirvöld að hefja nú þegar undirbúning að öllum […]

Skráningarkerfið komið í lag!

Fyrir helgi tilkynnti Hafnarfjarðarbær um bilun á vef sem sér um niðurgreiðslu þátttökugjalda í íþrótta- og tómstundastarfi 6-18 ára barna og ungmenna í Hafnarfirði. Frá miðvikudagskvöldi – föstudagskvölds var ekki hægt að skrá börn og fá frístundastyrk en prófanir og skráningar um helgina hafa að fullu gengið eftir.  Skráningarkerfi er komið í lag Bilun kallaði […]

Jólatré ekki sótt heim eftir jólin

Eins og fram kom í tilkynningu Hafnarfjarðarbæjar til bæjarbúa í bæjarblöðum, á heimasíðu og Facebook í lok október þá verða jólatré ekki sótt heim eftir jólin í ár. Bæjarbúar þurfa sjálfir að sjá um að koma sínum trjám í réttan farveg hjá Sorpu. Íbúar Hafnarfjarðar þurfa nú í ár að fara sjálfir með jólatrén á […]

Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar

Hafnarfjarðarbær mun þann 19. apríl, á síðasta vetrardag, útnefna Bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2017. Einungis starfandi listamenn með fasta búsetu í Hafnarfirði koma til greina við úthlutun og er miðað við lögheimili síðustu 12 mánuði. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum sem menningar- og ferðamálanefnd mun hafa til hliðsjónar við val á bæjarlistamanni. Umsóknum […]

Útboð – sláttur og hreinsun

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í eftirfarandi verkefni. Sláttur á opnum svæðum Verkið felur í sér slátt á opnum svæðum bæjarins samkvæmt nánari tilvísun verkkaupa, alls 69 hektarar (692.000 m2). Um er að ræða manir með mismiklum halla og slétt svæði. Tilboð verða opnuð hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu þann 18. janúar 2017 kl. 10. Hreinsun gróðurbeða […]

Áfram Hafnarfjörður í Útsvari!

Áfram Hafnarfjörður! Á sjálfan Þrettándann – föstudagskvöldið 6. janúar – etja kappi Hafnarfjörður og Fjallabyggð í útsláttaviðureign í Útsvari. Lið Hafnarfjarðar í ár skipa þau Tómas Geir Howser Harðarson, Sólveig Ólafsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir. Við sendum hópnum okkar bestu strauma og hlökkum til að sjá þau á skjánum! Allir áhugasamir geta mætt í sjónvarpssal til […]

Atvinnumiðstöð lokar

Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar lokaði um áramótin Atvinnumiðstöðin hóf starfsemi sína á vormánuðum árið 2010 með samningi milli Hafnarfjarðarbæjar og Vinnumálastofnunar.  Miðstöðin hefur sinnt vinnumiðlun, ráðgjöf og annarri þjónustu við atvinnuleitendur í Hafnarfirði. Atvinnumiðstöðin var sett á stofn til að bregðast við þrengingum á vinnumarkaði og afleiðingum efnahagskreppu. Umskipti hafa orðið að þessu leyti síðustu misserin og […]

Leikskólabörn til fyrirmyndar

Duglegir Hafnfirðingar styðja heilsugæslu í Líbanon Börnin í leikskólanum við Norðurberg í Hafnarfirði eru einstaklega hugmyndarík og full af kærleika. Það sönnuðu þau í vikunni þegar þau heimsóttu Rauða krossinn í Hafnarfirði með óvæntan glaðning. Börnin höfðu safnað flöskum til að skila í endurvinnsluna og nam skilagjaldið heilum 25.068 krónum. Það var mat barnanna að […]

Nýtt fyrirkomulag

Tilkynning varðandi nýtt fyrirkomulag á greiðslum húsnæðisbóta (áður húsaleigubætur) Þann 1. janúar 2017 taka gildi lög nr. 75/2016 um húsnæðisbætur og falla þá úr gildi lög nr. 138/1997 um húsaleigubætur. Markmið nýju laganna er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta vegna leigu á íbúðarhúsnæði og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaði. Sveitarfélögin hafa hingað […]