Category: Fréttir

Endurfjármögnun erlendra lána

  Hagræðing nemur tugum milljónum króna   Lánasjóður sveitarfélaga hefur samþykkt lánveitingu til sveitarfélagsins allt að sex milljörðum króna til endurfjármögnunar á lánum Hafnarfjarðarkaupstaðar við erlenda félagið FMS. Í stað þess að draga að fullu á fyrirliggjandi lánasamning við íslenskan banka hefur verið ákveðið að ganga til samninga við Lánasjóðinn um 3 milljarða króna lán […]

Blómlegt starf hjá Brettafélaginu

  Fyrir nokkru síðan gerðu Brettafélagið og Hafnarfjarðarbær með sér samning um rekstur og stuðning vegna starfsemi félagsins og í dag var undirritaður samningur sem styður við áframhaldandi starfsemi í húsinu. Aðstaðan ein sú besta á höfuðborgarsvæðinu Hafnarfjarðarbær og Brettafélagið hafa staðið að uppbyggingu innanhúss í gömlu Slökkvistöðinni sem aðallega hefur falist í gerð á […]

Bjartir tímar framundan

Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir rúmlega 360 milljóna króna rekstrarafgangi á A og B hluta. Áætlað veltufé frá rekstri samantekið fyrir A og B hluta er 3,3 milljarðar króna sem er um 15% af heildartekjum sveitarfélagsins. Aukið veltufé er grunnforsenda þess að árangur náist í að lækka skuldir bæjarfélagsins. Umbætur í rekstri   „Með þessari áætlun […]

Íbúð óskast til leigu sem fyrst

  Hafnarfjarðarbær óskar eftir að taka á leigu íbúð í sveitarfélaginu fyrir 6 manna fjölskyldu. Fjölskyldan er á leið til landsins í gegnum móttökuverkefni ráðuneyta og sveitarfélaga sem felur í sér móttöku 55 sýrlenskra flóttamanna. Þar af tekur Hafnarfjarðarbær á móti 17 flóttamönnum og er fjölskyldan hluti af þessum hópi.      Íbúðin er ætluð […]

Einhver röskun gæti orðið á skólastarfi

  Það er þakkarvert hversu vel það tókst í nótt að sinna þeim rúmlega 180 verkefnum sem upp komu á stórhöfuðborgarsvæðinu vegna óveðurs og annarra láta í veðrinu. Fátt fólk á ferli sem auðveldaði mjög störf viðbragðsaðila og gerði þeim kleift að vinna sín störf hratt og örugglega. Íbúar eiga hrós skilið fyrir að fara […]

Bæjarstjórnarfundur 9. desember

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 9.desember 2015 kl 16:00. Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundarins.  Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.

Mikilvægar upplýsingar vegna óveðurs

Von er á afar slæmu veðri síðar í dag og hefur óvissustigi verið lýst yfir á landinu öllu. Mikilvægt er að allir íbúar og aðrir sem þurfa ekki að vera úti að nauðsynjalausu fari heim áður en veðrið skellur á og haldi sig heima. Reiknað er með að veðrið skelli á í síðasta lagi kl. […]

Óvissuástand eftir kl. 17 í dag

Það bendir margt til þess að slæm veður­spá­ fyrir landið allt gangi eft­ir, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu Íslands. Vinda­spá­in fyr­ir Reykja­vík og nágrenni er rauð í kvöld og eins er gert ráð fyrir töluverðri ofankomu og þá er fljótt að verða ófært. Almannavarnir gáfu út viðvaranir í gær sem enn eru í gildi og full […]

Hönnun og ráðgjöf fyrir Sólvang

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í hönnun og ráðgjöf vegna húss og lóðar fyrirhugaðs Hjúkrunarheimilis á Sólvangi. Stærð byggingar er áætluð 3.900 fermetrar og lóð um 5.000 fermetrar, einnig eiga bjóðendur að gefa verð í hönnun vegna breytinga á eldra húsnæði Sólvangs. Útboðsgögn verða afhent hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Tilboðum skal skila á Norðurhellu 2, […]

Nýjar leiguíbúðir fyrir fatlað fólk

Landssamtökin Þroskahjálp og Hafnarfjarðarbær skrifuðu í dag undir samkomulag vegna lóðar að Öldugötu 41 í Hafnarfirði. Til stendur að húsbyggingarsjóður Þroskahjálpar reisi þar leiguíbúðir ætlaðar sex fötluðum einstaklingum. Áætlað er að húsið verði tilbúið til notkunar 2018. Í dag skrifuðu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri, Sveinn E. Sigurðsson formaður Húsbyggingarsjóðs og Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar […]