Hugheilar hátíðarkveðjur Posted desember 23, 2016 by avista Gleðilega hátíð kæru vinir Á fyrsta sunnudegi aðventunnar var ég fenginn til að flytja hugvekju í Víðistaðakirkju sem ég og gerði með brosi á vör og þakklæti í huga. Nú á Þorláksmessudegi langar mig að deila þessari hugvekju með ykkur um leið og ég sendi ykkur mínar innilegustu jólakveðjur. Hugvekja á aðventunni Það eru nokkur […]
Opnunartími – jólahátíðin Posted desember 22, 2016 by avista Á aðfangadag jóla verður opið frá kl. 8-13 í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug þannig að íbúar ættu að geta tekið notalegt jólabað í lauginni. Lokað verður á jóladag og annan í jólum og opið frá kl. 8-11 á síðasta degi ársins. Lokað verður í laugunum tveimur á nýársdag. Lokað verður í Sundhöll Hafnarfjarðar hátíðardagana en opið […]
Opnunartími safna um jólin Posted desember 22, 2016 by avista Bókasafn Hafnarfjarðar Afgreiðslutímar Bókasafns Hafnarfjarðar verða eftirfarandi yfir hátíðarnar: föstudagur 23. desember: Opið 11-17 laugardagur 24. desember: LOKAÐ sunnudagur 25. desember: LOKAÐ mánudagur 26. desember: LOKAÐ þriðjudagur 27. desember: Opið 10-19 miðvikudagur 28. desember: Opið 10-19 fimmtudagur 29. desember: Opið 10-19 föstudagur 30. desember: Opið 11-17 laugardagur 31. desember: LOKAÐ sunnudagur 1. janúar: LOKAÐ mánudagur […]
Góðverk á aðventunni Posted desember 21, 2016 by avista Áslandsskóli styrkir Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Undanfarin tíu ár hefur skólasamfélagið í Áslandsskóla; kennarar, foreldrar og nemendur, styrkt Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar með frjálsum framlögum fyrir jólin. Fulltrúar nefndarinnar komu á jólaskemmtun í Áslandsskóla í dag, þriðjudaginn 20. desember, og tóku við framlagi úr hendi Leifs S. Garðarssonar skólastjóra. Í ár söfnuðust 318.746.- krónur. Á tíu árum hefur skólasamfélagið […]
Auka pokar fyrir almennt sorp Posted desember 21, 2016 by avista Stórhátíðum fylgir heldur meira sorp en gengur og gerist aðra mánuði ársins. Í desember og fram í janúar ætlar Hafnarfjarðarbær að bjóða til sölu auka poka fyrir almennt sorp. Þessa poka má setja við hlið sorptunna og verða þeir teknir við reglubundna sorphirðu í bænum á þessu tímabili. Pokarnir eru úr niðurbrjótanlegu plasti og sérmerktir […]
Bæjarstjórnarfundur 21. des Posted desember 19, 2016 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 21. desember. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundi er streymt beint á heimasíðu bæjarins. Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14:00
Gjaldskrárhækkun Strætó Posted desember 16, 2016 by avista Á fundi stjórnar Strætó bs. 9. desember sl. var samþykkt að hækka gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagshækkun á rekstrarkostnaði Strætó. Í rekstri Strætó vegur hækkun á launakostnaði og olíuverði um 70% af heildar rekstrarkostnaði. Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald í appinu verða 440 kr., sem er hækkun um 4,8%, en staðgreiðsla og stakt […]
Við bjóðum heim á aðventunni Posted desember 15, 2016 by avista Miðbærinn í Hafnarfirði hefur iðað af lífi og jólafjöri á aðventunni. Jólaþorpið í Hafnarfirði er að sigla inn í sína síðustu aðventuhelgi þetta árið nú um helgina og verður opið laugardag og sunnudag frá kl. 12-17. Metaðsókn, hvorutveggja gesta og söluaðila, hefur verið í Jólaþorpið í ár. Veðrið hefur leikið við landann og Hafnfirðingar nýtt […]
Microbit smátölvur til nemenda í 6. – 7. bekkjum grunnskóla Posted desember 14, 2016 by avista Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Menntamálastofnun og RÚV tóku fyrir nokkru síðan höndum saman um átaksverkefni til þess að vekja áhuga barna á forritun og kenna þeim á einfaldan og skemmtilegan máta að forrita. Verkefnið hefur það markmið að efla forritunarkunnáttu íslenskra barna, auka vitund um mikilvægi forritunar í daglegum störfum, efla rökhugsun og stuðla […]