Bæjarstjórnarfundur 14. október Posted október 12, 2015 by avista Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 14. október 2015. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 14. október 2015 Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.
SMT-skólafærni í grunnskólum Hafnarfjarðar Posted október 9, 2015 by avista SMT-skólafærni er aðferðafræði til að vinna að góðum skólabrag í því að notast við jákvæðar aðferðir til að læra samskipti og hegða sér í skóla. Dæmi um það er eftirfarandi frétt frá Öldutúnsskóla. „Í Öldutúnsskóla vinnum við eftir SMT-skólafærni. Við þjálfum félagsfærni og veitum æskilegri hegðun aukna athygli með markvissu hrósi og umbunum. Við höfum skýr […]
Stofnfundur Markaðsstofu Hafnarfjarðar Posted október 9, 2015 by avista Stofnfundur Markaðsstofu Hafnarfjarðar verður haldinn 22. október næstkomandi. Fundurinn hefst klukkan 17 í Hafnarborg. Allir stofnfélagar hvattir til að mæta. Í lok september var haldinn vel heppnaður kynningarfundur um stofnun Markaðsstofu Hafnarfjarðar og nú hafa meira en þrjátíu hafnfirsk fyrirtæki skráð sig sem stofnfélaga. Önnur hafnfirsk fyrirtæki eru hvött til þess að skrá sig sem […]
Funduðu með þingmönnum Suðvesturkjördæmis Posted október 2, 2015 by avista Á fundi bæjarfulltrúa og bæjarstjóra með þingmönnum Suðvesturkjördæmis fimmtudaginn 1. október voru rædd ýmis brýn mál. Má þar nefna vegamál, einkum gatnamót Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar, ásamt umræðu um fjármál, innheimtukostnað ríkisins og lækkun tryggingagjalds. Fulltrúar Hafnarfjarðar ræddu einnig fækkun opinberra starfa í bænum, húsnæði fyrrum St. Jósefsspítala, þörf á fjölgun plássa í dagdvöl aldraðra, móttöku […]
Evrópski tungumáladagurinn Posted október 2, 2015 by avista Erindi Önnu Margrétar Bjarnadóttur á Evrópska tungumáladeginum og myndband frá nemendum skólans Evrópski tungumáladagurinn var haldinn hátíðlegur þann 26. september síðastliðinn. Í aðdraganda dagsins stóð Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands að umræðum um mikilvægi tungumála og tungumálakennslu. Þjóðþekktir aðilar úr samfélaginu og nemendur voru hvattir til þess að taka þátt í […]
Forvarnardagurinn Posted október 2, 2015 by avista Í dag, föstudaginn 2. október er Forvarnardagurinn og er hann mikilvægur liður í forvarnarstarfi sveitarfélaga þegar kemur til áfengis- og vímuefnamála ungs fólks. Hafnfirskir skóla hafa tekið þátt í deginum og hefur áherslan verið á nemendur í 9. bekk. Nemendur vinna vinnu við forvarnir og fá til þess ýmis gögn sem má kynnast betur og […]
Hildur Bjarnadóttir ráðin byggingarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Posted október 1, 2015 by avista Hildur lauk prófi í arkitektúr frá Southern California Institute of Architecture í Bandaríkjunum árið 1988. Hún er löggiltur hönnuður skv. 25 gr. mannvirkjalaga og hefur mikla reynslu á sviði byggingarframkvæmda. Hildur hefur starfað bæði sjálfstætt og á stofum sem arkitekt í yfir 20 ár. Hún hefur reynslu af stjórnun og hefur starfað innan stjórnsýslunnar. Hildur […]
Þormóður Sveinsson ráðinn skipulagsfulltrúi Posted október 1, 2015 by avista Þormóður lauk prófi í arkitektúr frá Háskólanum í Lundi árið 1979 og stundaði samhliða nám í hagrænni landafræði í við sama skóla. Hann lauk framhaldsprófi í skipulagsfræði frá University of Manitoba í Kanada árið 1988. Þormóður er löggiltur arkitekt og hefur réttindi sem byggingarstjóri. Hann hefur starfað sem arkitekt í yfir 30 ár og hefur […]
Bæjarstjórnarfundur Posted september 28, 2015 by avista Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 30.september 2015. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 30.september 2015 Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.