Íbúafundur um framtíðarnýtingu á Víðistaðatúni Posted apríl 13, 2015 by avista Mánudaginn 20. apríl kl. 19:30 í Hraunbyrgi, skátaheimilinu við Víðistaðatún Nýlega hóf starfshópur störf á vegum Hafnarfjarðarbæjar sem er ætlað að skoða möguleika á að nýta Víðistaðatún enn betur og móta framtíðarsýn fyrir svæðið. Starfshópurinn leitar nú til þeirra sem hafa áhuga á að leggja verkefninu lið og heldur opinn íbúafund þar sem málin verða […]
Jónína Guðnadóttir – Vörður í Hafnarborg Posted apríl 10, 2015 by avista Sunnudaginn 12. apríl kl. 14 gefst gestum Hafnarborgar tækifæri til að kynnast áhugaverðum ferli Jónínu Guðnadóttur (f. 1943) myndlistarmanns. Jónína hefur búið og starfað í Hafnarfirði í tæpa fjóra áratugi og meðal annars rekið vinnustofu þar sem hún hefur unnið bæði nytjagripi og listaverk. Sýndar verða myndir af verkum frá öllum ferlinum og munu Pétrún […]
Flottir unglingar Posted apríl 8, 2015 by avista Niðurstöður könnunar Rannsóknar og greininga sem lögð var fram í febrúar fyrir alla nemendur í 8., 9. og 10. bekk í Hafnarfirði sýna jákvæða þróun í vímuefnaneyslu unglinga. Árlega taka unglingar á Íslandi þátt í þessari könnun og er unnið úr gildum svörum þeirra nemenda sem tóku þátt. Alls tóku 84% nemenda í unglingadeildum grunnskólanna […]
Með rísandi sól Posted apríl 7, 2015 by avista Þriðjudaginn 7. apríl kl. 12 kemur bassasöngvarinn og Hafnfirðingurinn Sigurður Skagfjörð Steingrímsson fram á hádegistónleikum í Hafnarborg ásamt Antóníu Hevesi píanóleikara. Á tónleikunum sem bera nafnið Með rísandi sól mun Sigurður flytja íslensk sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns og Sveinbjörn Sveinbjörnsson en einnig Ol’ Man River úr söngleiknum Showboat og Als Büblein klein, aríu úr óperunni Die lustige Weiber von Windsor eftir […]
Hafnarfjörður í Útsvari í kvöld Posted apríl 1, 2015 by avista Í kvöld keppa Hafnarfjörður og Fljótsdalshérað í spurningarkeppninni Útsvari . Við sendum þeim Guðlaugu, Kristbirni og Karli að sjálfssögðu góða strauma og þeir sem vilja geta mætt í sjónvarpssal til að fylgjast með og hvetja þau til dáða. Lið okkar er skipað þeim Guðlaugu Kristjánsdóttur, Kristbirni Gunnarssyni og Karli Guðmundssyni. Áfram Hafnarfjörður
Sumarstörf hjá Hafnarfjarðarbæ 2015 – umsóknarfrestur er til 8.apríl Posted mars 31, 2015 by avista Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða starfsfólk til sumarstarfa. Eftirfarandi störf eru í boði: Flokksstjórar í Vinnuskóla Leiðbeinendur á íþrótta- og leikjanámskeiðum Leiðbeinendur í skólagörðum Leiðbeinendur á gæsluvöllum Flokkstjórar í sérhópum Lágmarksaldur umsækjenda um þessi störf er 21 ár (fæddir 1994) Í fegrunarflokki (blómaflokki) Í sláttuflokki Í viðhaldsflokki Aðstoðarleiðbeinendur á íþrótta- og leikjanámskeiðum Aðstoðarleiðbeinendur í skólagörðum […]
Menn Posted mars 27, 2015 by avista Sýningin MENN beinir sjónum að stöðu karla við upphaf 21. aldar og þeim breytingum sem orðið hafa á högum þeirra í ljósi breyttrar stöðu kvenna. Á sýningunni verða sýnd verk eftir fjóra karllistamenn í fremstu röð, þá Curver Thoroddsen, Finn Arnar Arnarson, Hlyn Hallsson og Kristinn G. Harðarson. Verkin sem valin hafa verið til sýningar eru unnin […]
Hljóðön – …þangað til… Posted mars 25, 2015 by avista Sunnudaginn 29. mars kl. 20 verða fjórðu og síðustu tónleikar vetrarins í tónleikaröðinni Hljóðön haldnir í Hafnarborg. Tónleikarnir bera yfirskriftina …þangað til… og eru það Gunnlaugur Björnsson, gítarleikari og Hafdís Vigfúsdóttir, flautuleikari sem koma fram. Þau munu leika saman tvö verk og einnig flytja nokkur sólóverk við undirleik rafhljóða. Efnisskráin er samansett af verkum eftir […]
Búið að leysa húsnæðismál Áslandsskóla Posted mars 23, 2015 by avista Fræðsluráði Hafnarfjarðar var í morgun kynnt niðurstaða sem fengist hefur í húsnæðismálum Áslandsskóla í samráði við skólastjórnendur og foreldra barna í skólanum. Samkvæmt henni er nægt rými í núverandi húsnæði skólans fyrir þann fjölda nemenda sem spár um íbúaþróun gefa til kynna að verði á komandi árum. Niðurstaðan leysir því húsnæðismál skólans hvað fjölda kennslustofa varðar til […]
Fjölgreindarleikar í Setbergsskóla 18. – 20. mars Posted mars 20, 2015 by avista Þessa daga vinna nemendur saman að fjölbreyttum verkefnum í aldursblönduðum hópum. Þau ganga á milli stöðva þar sem fjölbreytt verkefni eru lögð fyrir. Má þar nefna: keðjulangstökk, skák, sápukúlu og vísindastöð, kimsleik, dans, söng, hnýtingar, fallegasta orðið, landafræði, mósaík, lífsleikni og jafnvægislistir. Flest verkefnin reyna á að börnin vinni saman og styðji við hvert annað. […]