Category: Fréttir

Stuttir skynditónleikar á fjórum stöðum

Stuttir og ókeypis skynditónleikar á fjölbreyttum stöðum  Söngkonan Unnur Sara Eldjárn ásamt Bisous bandinu mun gleðja gesti og gangandi með stuttum tónleikum á hinum ýmsu stöðum í Hafnarfirði föstudaginn 2. september. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Tónleikarnir eru 20 mínútna langir.  Kvennastyrkur kl. 11:30 Brikk kl. 13:30 Bókasafn Hafnarfjarðar kl. 15:30 Sundhöll Hafnarfjarðar kl. 16:30 […]

Ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í dag var samþykkt samhljóða ályktun um ábyrgð ráðuneytis á þjónustu við flóttafólk.  Ábyrgð á þjónustu við flóttafólk vísað til félagsmálaráðuneytisins Hafnarfjarðarbær hefur frá árinu 2015 verið eitt þriggja sveitarfélaga landsins sem gert hefur samning við ríkisvaldið um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd. Því mikilvæga samfélagslega verkefni hefur bærinn […]

Úti-Hamarinn fer aftur af stað 7. september

Úti-Hamarinn er verkefni sem er í umsjón Hamarsins, ungmennahúsi Hafnarfjarðar og hefur það að markmiði að kynna fyrir ungu fólki á aldrinum 16-25 ára ýmiskonar útivist og náttúruna í kringum höfuðborgarsvæðið. Haldinn verður kynningarfundur í Hamrinum miðvikudaginn 31. ágúst kl: 20 og verður fyrsti hittingurinn miðvikudaginn 7. september. Tímasetning og hvert verður haldið verður auglýst síðar en […]

Styrkur svifryks hár vegna sandfoks

Styrkur svifryks á höfuðborgarsvæðinu er hár vegna sandfoks frá söndunum á Suðurlandi. Mælar í Hafnarfirði eru á Norðurhellu og Hvaleyrarholti  Á hádegi í dag var klukkustundargildi svifryks við á Norðurhellu 132,4 míkrógrömm á rúmmetra en strax klukkan eitt var gildið 8,8 míkrógrömm á rúmmetra. Í mælistöð á Hvaleyrarholti var gildið 5,2 míkrógrömm á rúmmetra á […]

Opnun tilboða í byggingu knatthúss Hauka

Í gær fimmtudaginn 26. ágúst voru opnuð tilboð í byggingu knatthúss Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði. Tilboðin voru opnuð kl. 14 í húsnæði umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðarbæjar að Norðurhellu 2. Um miðjan júní óskaði Hafnarfjarðarbær eftir tilboðum verktaka í 1. áfanga knatthúss Hauka sem felur í sér að byggja að Ásvöllum 1 fullbúinn knattsal með […]

Skapandi sumarstörf – Kiljuhjal

Hlaðvarpsþátturinn “Kiljuhjal” Lára Debarúna Árnadóttir & Kolbrún María Másdóttir Kiljuhjal er hlaðvarpsþáttur á vegum Kolbrúnar Maríu Másdóttur og Láru Debarúnu Árnadóttur. Vinkonurnar varpa ljósi á bækur eftir konur og er hugmyndin með Kiljuhjalinu að búa til eins konar bókaklúbb í formi hlaðvarps og er markmið þess að efla ungt fólk til bókalesturs. Kiljuhjal hóf samstarf […]

Þegar þú segir GAMAN segjum við FRÍSTUND!

Fyrirmyndir sem hvetja og leiðbeina í gegnum leik, samveru og sköpun Hafnarfjarðarbær óskar eftir hressum og frábærum fyrirmyndum á öllum aldri í starf skóla- og frístundaliða við grunnskóla Hafnarfjarðar. Starfið hefur forvarnar-, uppeldis og menntunargildi og er áhersla lögð á hvatningu og virkni með jákvæðri leiðsögn. Fullt starf og hlutastarf í boði fyrir aðila sem […]

Frístundaakstur hefst mánudaginn 30. ágúst

Aksturinn er foreldrum og forsjáraðilum að kostnaðarlausu Frístundabíll Hafnarfjarðarbæjar hefur göngu sína á ný eftir sumarfrí mánudaginn 29. ágúst. Öllum börnum í 1. – 4. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar stendur til boða akstur á æfingar sem hefjast klukkan 15 og 16. Ekið er alla virka daga fram að jólafríi utan þess að aksturinn fellur niður […]

Fjölbreytt starf Geitunganna

Aukin tækifæri fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði Verkefnið Geitungarnir felur í sér aukin tækifæri fatlaðs fólks með miklar stuðningsþarfir til þátttöku á almennum vinnumarkaði. Áhersla er lögð á að einstaklingarnir fái tækifæri til að spreyta sig á almennum vinnumarkaði með stuðningi aðstoðarfólks. Tilraunaverkefni sem þróaðist í að vera hluti af þjónustu bæjarins  Geitungarnir voru upphaflega […]