Category: Fréttir

Menningar- og heilsugöngur í Hafnarfirði 2022

Komdu út að ganga/leika alla miðvikudaga í sumar  Í sumar er boðið upp á bæjargöngur með leiðsögn alla miðvikudaga. Flestar göngur taka um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Göngurnar eru samstarfsverkefni Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Hafnarborgar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Sérstök athygli er vakin á því að dagskrá getur breyst.  1. júní kl. 20:00 […]

Stytt opnun í Ásvallalaug um helgina

Helgina 28. og 29. maí verður stytt opnun í Ásvallalaug vegna sundmóts Íþróttasambands fatlaðra. Laugardaginn 28. maí verður Ásvallalaug opin frá kl. 8-14 og sunnudaginn 29. maí verður Ásvallalaug opin frá kl. 8-13:30. Nánari upplýsingar um sundlaugarnar í Hafnarfirði Frítt er fyrir börn yngri en 18 ára í sundlaugar í Hafnarfirði.

Hraunvallaskóli í 2. sæti í Skólahreysti 2022

Hraunvallaskóli í fyrsta skipti á palli – til hamingju!  Úrslit í Skólahreysti 2022 fóru fram 21.maí í Mýrinni í Garðabæ. Andrúmsloftið var rafmagnað. Öll lið náðu góðum árangri og áhorfendur léku á alls oddi og hvöttu sína skóla áfram.  Það var Flóaskóli sem bar sigur úr býtum með 61,5 stig, Hraunvallaskóli í öðru sæti með […]

Samgönguhugmyndir – frá Lækjargötu að Kaplakrika

Hugmyndir Vegagerðar að lausnum á Reykjanesbraut á umferðarþungu svæði Fulltrúar Vegagerðarinnar mættu til fundar skipulags- og byggingarráðs þann 26. apríl sl. (mál 1. á dagskrá fundar) og lögðu fram fyrstu hugmyndir vegna breytinga á Reykjanesbraut frá Lækjargötu að Kaplakrika. Bætt umferðarflæði og umferðaröryggi á kaflanum frá Lækjargötu að Álftanesvegi tilheyrir Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og með samþykktum sáttmála var […]

Úthlutun úr Þróunarsjóði samræmdar móttöku flóttafólks

Úthlutun úr Þróunarsjóði samræmdar móttöku flóttafólks  Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur úthlutað tæplega 20 milljónum króna úr Þróunarsjóði samræmdar móttöku flóttafólks. Þau sveitarfélög sem eru með samning við ráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks geta sótt um styrki í sjóðinn og höfðu Samband íslenskra sveitarfélaga og Fjölmenningarsetur umsjón með úthlutuninni. Alls fengu fjögur sveitarfélög styrk úr sjóðnum. […]

Útskriftarhópur á Hlíðarenda býr til Blómabæinn

Helstu staðirnir í Hafnarfirði endurspeglast í útskriftarsýningu – með þeirra augum Til fjölda ára hefur útskriftarhópur nemenda í leikskólanum Hlíðarenda heimsótt bæjarstjóra í Ráðhús Hafnarfjarðar í spjall og með spurningar um lífið og tilveruna í bænum sínum. Heimsóknin er hluti af bæjarferð hópsins og í framhaldi heimsóknar fær bæjarstjóri heimboð í leikskólann þar sem hópurinn […]

Íbúar Latabæjar heimsækja leikskóla Hafnarfjarðar

Megintilgangurinn að hvetja til hreyfingar og holls mataræðis  Tveir af íbúum Latabæjar, þær Solla stirða og Halla hrekkjusvín, hafa að undanförnu heimsótt leikskóla vinabæjarins Hafnarfjarðar. Þær stöllur hafa skemmt krökkunum og starfsfólki með spjalli, söng og dansi en megintilgangur með heimsókninni er sem áður hjá íbúum Latabæjar, að hvetja til hreyfingar og holls mataræðis. Solla […]

Hagir og líðan hafnfirskra ungmenna 2022

Niðurstöður gefa ákveðna mynd af lífstíl, líðan og viðhorfi  Ár hvert taka nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar þátt í stórri landskönnun Rannsókna og greininga um hagi og líðan ungmenna. Markmiðið er að skoða sem flesta félagslega þætti í lífi ungs fólks og gefa niðurstöður ákveðna mynd af lífstíl, líðan, viðhorfi og vímuefnaneyslu ungmenna […]

Öll landsins börn

Hringbraut heimsækir leikskólann Norðurberg Í apríl hófst sjónvarpsþáttaröð á Hringbraut um leikskóla á Íslandi sem nefnist ÖLL LANDSINS BÖRN. Í þáttunum, sem eru tíu talsins, eru leikskólar um land allt sóttir heim og starfsemi skólanna kynnt. Lifandi og skemmtilegir þættir þar sem áhersla er lögð á að sýna fjölbreytni í starfi skóla með yngri börn. […]

Úttekt á gæðaviðmiðum í hafnfirsku íþróttastarfi

Öll íþróttafélög með þjónustusamning uppfylla sett gæðaviðmið Nýverið var kynnt í fræðsluráði úttekt sem Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar stóðu að gagnvart því hvort íþróttafélög í bænum sem eru með þjónustusamning við Hafnarfjörð uppfylli þau gæðaviðmið sem fram koma í samningi.  Viðmið hert enn frekar og nú gerð krafa um ákveðið kynjahlutfall í stjórnum félaganna   Bæjarstjórn […]