Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hugviti – frá hugmynd í heimahöfn, er nýr viðskiptahraðall á vegum Hafnarfjarðarbæjar í umsjón Nýsköpunarsetursins við Lækinn og Menningar- og ferðamálanefndar bæjarins. Hraðallinn er ætlaður fyrirtækjum og einstaklingum í ferðaþjónustu með það að markmiði að efla ferðaþjónustu í Hafnarfirði. Hvort sem um er að ræða aukna afþreyingu, bætta þjónustu eða annan söluvarning. Umsóknarfrestur er til 14. september.
Hugviti – frá hugmynd í heimahöfn, er nýr viðskiptahraðall á vegum Hafnarfjarðarbæjar í umsjón Nýsköpunarsetursins við Lækinn og Menningar- og ferðamálanefndar bæjarins. Hraðallinn er ætlaður fyrirtækjum og einstaklingum í ferðaþjónustu með það að markmiði að efla ferðaþjónustu í Hafnarfirði. Hvort sem um er að ræða aukna afþreyingu, bætta þjónustu eða annan söluvarning.
Nýsköpunarsetrið verður skapandi miðstöð fyrir frumkvöðla, fyrirtæki, nemendur og starfsfólk skólanna í sveitarfélaginu sem hefur þann tilgang að ýta undir, efla og styðja við nýsköpun, tæknilæsi, skapandi hugsun og framgang hugmynda á öllum sviðum. Aðsetur verður á fyrstu hæðinni í Menntasetrinu við lækinn (gamli Lækjarskóli), þar sem ungmenni úr vinnuskóla Hafnarfjarðar hjálpuðu til við að koma Nýsköpunarsetrinu í gott stand. Þau tóku meðal annars stóra salinn í gegn, tóku niður eldhúsinnréttingu, gerðu listaverk sem prýða veggina og margt fleira.
Áhersla er lögð á fyrirmyndar aðstöðu fyrir alla hópa samfélagsins og rík áhersla lögð á virka þátttöku íbúa og fyrirtækja í bænum. Setrið mun bjóða upp á skapandi rými og aðgengi að tæknibúnaði. Að auki verður þar til staðar framúrskarandi starfsfólk sem hefur brennandi áhuga og þekkingu á nýsköpun til að aðstoða fólk við að auka hæfni sína og koma hugmyndum sínum í framkvæmd.
Sjá fyrri frétt Vinna hafin við Nýsköpunarsetur Hafnarfjarðar | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)
Hraðalinn er opinn öllum áhugasömum, hvort sem um er að ræða rótgróin fyrirtæki, sprotafyrirtæki, einstaklinga eða hvern sem er. Svo lengi sem markmið verkefnisins er að draga að ferðamenn og/eða fá þá til að velja að staldra við og njóta í Hafnarfirði.
– Styðja við og efla ferðaþjónustu í Hafnarfirði
– Hvert teymi þarf að samanstanda af allt að þremur einstaklingum
– Hafa metnað, áhuga og tíma til að nýta sér allt það sem hraðallinn hefur upp á að bjóða
Ekki er gerð krafa um neina reynslu af nýsköpun eða rekstri, einungis um metnað og brennandi áhuga á ferðaþjónustu. Tilgangur setursins er að styðja við einstaklinga, hópa, starfsfólk, alla Hafnfirðinga með hugmyndir sem geta orðið að einhverju stærra og vísa þeim svo áfram veginn þegar hugmyndin er tilbúin til framkvæmdar. Hraðallinn er þátttakendum að kostnaðarlausu en gerð er rík krafa um að þau teymi sem valin eru í hraðallinn taki virkan þátt í öllu ferlinu.
Hugviti er unnin í samstarfi við fyrirtækið RATA sem hefur staðið þétt við bakið á frumkvöðlum á Íslandi seinustu ár. Jafnframt vekjum við athygli á því að þau verkefni sem ekki verða valin inn í hraðalinn munu samt sem áður geta fengið stuðning og aðstoð hjá Nýsköpunarsetrinu í vetur.
Opnað var fyrir umsóknir í dag, mánudaginn 14. ágúst, en umsóknarfrestur er til 14. september. Umsóknina má nálgast hér Umsókn í Hugvita | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)
Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um og ef einhverja spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við Nýsköpunarsetrið á samfélagsmiðlum:
Nýsköpunarsetrið við Lækinn (@nyskopunarsetrid) • Instagram photos and videos
Nýsköpunarsetrið við Lækinn | Hafnarfjörður | Facebook eða á margretk@hafnarfjordur.is
„Það skiptir miklu máli sem bæjarstjóri að kynnast starfsstöðvunum formlega og óformlega. Ræða við fólk, skilja andann og starfsemina,“ segir …
Hafnarfjarðarbær býður nú svörin á augabragði með spjallmenninu Auð mávi. Hann styðst við gervigreind og svarar af nákvæmni öllu almennu…
Árið í ár er það sjötta sem boðið verður upp á skapandi sumarstörf í Hafnarfirði. Afraksturinn síðustu ár hefur vakið…
Nýtt hafrannsóknarskip landsmanna Þórunn Þórðardóttir HF 300 stendur nú í höfn Hafnarfjarðar, sinni heimahöfn. Skipið tekur við af skipinu Bjarna…
Börnum og ungmennum með margvíslegan vanda stendur áfram til boða að fara í músíkmeðferð hjá Hljómu. Inga Björk Ingadóttir músíkmeðferðarfræðingur…
67 ára og eldri Hafnfirðingum hefur áfram verið tryggð vatnsleikfimi undir handleiðslu Kristins Magnússonar hjá Ásmegin sjúkraþjálfun tvisvar í viku…
Sveit Fjarðar sigraði á árlegu Þorramóti Fjarðar í boccia sem fram fór um helgina. Að vanda var bæjarstjórnum Hafnarfjarðar, Garðabæjar…
Mikil spenna er fyrir nýja leikskólaum Áshamri. Bæjarstjóri leit eftir framkvæmdunum í vikunni sem eru á áætlun og stefnt á…
Hafnfirsk börn sátu í tveimur hollum og sem fastast og nutu sýningar Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar á Maxímús Músíkús nú í…
Öskudagurinn var litríkur og skemmtilegur að vanda í hjarta Hafnarfjarðar. Börnin þefuðu sykurinn upp og sungu undursamlega fyrir hverjum mola.