Ný vika, nýir viðburðir á Hamingjudögum!

Fréttir

Hamingjuna hefur verið víða að finna í Hafnarfirði í september. Fjölmargir viðburðir hafa liðið hjá en enn má hitta hamingjuna á Hamingjudögum í Hafnarfirði. Þrír viðburðir bíða þín.

 

Hamingjudagar í Hafnarfirði!

Ætla má að gleði í sjósundi, yndislegheit á hamingjukvöldi í Bæjarbíói og ný upplifun í helli við Helgafell verði mörgum sem mættu í síðustu viku hvatning að láta nýja viku Hamingjudaga ekki fara framhjá sér.

Hamingjudagar í Hafnarfirði standa yfir þennan mánuðinn. Þeir gefa okkur tækifæri til að hitta hamingjusamt fólk og marga sérfræðinga á því sviði. Andri ICELAND verður með HamingjuStund í Bæjarbíói, Mariana Tamayo, Mervi Luoma og Rebecca Thompson leiða HamingjuPlöntugöngu við Ástjörn og Guðrún Árný slær svo lokatón þessarar mánaðarlöngu daga mánudaginn 30. september. Hún leiðir HamingjuSöng á Torginu í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Öll velkomin og frítt inn.

Nánar um hvern viðburð:

Sjá viðburðina alla hér.

Já, leyfum okkur að lifa og njóta gjaldfrjálst og glöð á Hamingjudögum í Hafnarfirði. Hittu hamingjuna í Hafnarfirði.

Ábendingagátt