Sjómannadagurinn engum líkur í Hafnarfirði

Fréttir

Sunnudaginn 1. júní verður Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í Hafnarfirði með fjölbreyttri dagskrá sem heiðrar sjómenn og tengsl bæjarins við sjóinn.

Sjómannadagurinn 2025

Hafnarfjarðarbær hefur skorað á hvert hverfi fyrir sig að taka þátt í kappróðrinum þetta árið. Hvaða hverfi býr yfir öflugustu ræðurunum? Hvaða skipstjóri kemur fleygi sínu fyrst í höfn?

Já, sunnudaginn 1. júní verður Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í Hafnarfirði með fjölbreyttri dagskrá sem heiðrar sjómenn og tengsl bæjarins við sjóinn.

Sjómannadagurinn er hlaðinn kræsingum þetta árið sem fyrr:

  • Kaffihlaðborð Kænunnar milli 13-17
  • Opið hús í Íshúsi Hafnarfjarðar og Ægi 220
  • Fjör verður við ævintýrahöfnina milli 13-17
  • Keppt verður um hver er sterkasti maður Íslands á höfninni

Já, það er margt í boði og vert að skipuleggja sig svo dagurinn verði fullkominn:

Morgunviðburðir

  • 8:00 – Fánar dregnir að húni á hátíðarsvæði við höfnina.
  • 10:00 – Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur við Hrafnistu.
  • 10:30 – Blómsveigur lagður að minnisvarða sjómanna við Víðistaðakirkju.
  • 11:00 – Sjómannadagsmessa í Víðistaðakirkju

Skemmtidagskrá á Sjómannasviðinu frá kl. 13 – 16:30

  • Kl. 13:00 – 🎸 DAS-bandið
  • Kl. 13:30 – 🎺 Lúðrasveit Hafnarfjarðar
  • Kl. 14:00 – 🧑‍✈️ Setning hátíðarinnar og heiðrun Sjómanna
  • Kl. 14:15 – 🎤 Hreimur tekur lagið
  • Kl. 14:30 – 🏆 Verðlaunaafhending í kappróðri
  • Kl. 14:45 – 💃 Dans Brynju Péturs!
  • Kl. 15:00 – 🎙️ Soffía Björg
  • Kl. 15:20 – 🎭 Ungleikhúsið syngur
  • Kl. 15:45 – 🌊 VÆB
  • Kl. 16:15 – 👑 Prinsessur 7, 9 og 13
Dagskrá við höfnina milli kl. 13:00–17:00
  • Kappróður – Spennandi keppni á höfninni frá kl. 13:00 til 14:00.
  • Sterkasti maður Íslands – Kraftakeppni við hafnarsvæðið frá kl. 13:00 til 16:00.
  • Skemmtisigling – Sigling í boði Hafnarfjarðarhafnar frá Óseyrarbryggju kl. 13:00–16:30.
  • Bátasmiðja – Smíðaðu þinn eigin bát við Íshús Hafnarfjarðar.
  • Fiskasýning Hafró – Skoðaðu fjölbreytt lífríki sjávar við Háabakka.
  • Siglingaklúbburinn Þytur – Opið hús hjá klúbbnum við Strandgötu 88.
  • Kaffihlaðborð Kænunnar – Njóttu veitinga í Kænunni við höfnina.
  • Björgúlfur kallar – Kaffi, kökur og koddaslagur við Flensborgarhöfn.
  • „Viltu koma í sjómann?“ – Kraftakeppni við minnismerkið um veru Þjóðverja í Hafnarfirði.
  • Herjólfsgufan við Langeyrarmalir – Gufa og sjór í fullkomnu jafnvægi frá kl. 10:00 til 13:00.

Sýningar og menning

  • „Sjómannalíf – Júlí GK 21“ – Sýning heimildarmyndar um veiðar með nýsköpunartogaranum Júlí GK 21 í fundarsal Hafrannsóknastofnunar frá kl. 13:00 til 16:00.
  • Sýningar í Hafnarborg – „Í tíma og óótíma“ og „Kassíópeia“ í aðalsal og Sverrisal.

Gestir eru hvattir til að leggja bílum löglega í bílastæði nálægt viðburðasvæðinu eða í miðbænum og ganga eða taka strætó, því hafnarsvæðið er lokað fyrir bílaumferð á meðan á hátíðarhöldum stendur.

Nánari upplýsingar má finna á vef Hafnarfjarðarbæjar: hafnarfjordur.is

Komdu og njóttu dagsins með fjölskyldu og vinum við höfnina í Hafnarfirði!

 

Ábendingagátt