Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær leitar eftir skipulagshönnuðum vegna fyrirhugaðrar enduruppbyggingar í vestur hluta Hraunanna í Hafnarfirði, svæðis sem afmarkast af Fjarðarhrauni til austurs, Reykjavíkurvegi til vesturs og Flatahrauni til suðurs.
Iðnaðarsvæði í vestur Hraunum í Hafnarfirði
Óskað er eftir hugmyndum að þróun og heildaruppbyggingu svæðis þar sem því er breytt úr athafnasvæði í blandaða byggð með þéttingu. Meginmarkmið er að auka gæði umhverfis, stuðla að betri nýtingu landsvæðis með auknu byggingarmagni og auka fjölbreytni í nýtingu þess, m.a. með íbúðabyggð. Til hliðsjónar skal hafa samþykkt rammaskipulag svæðis frá 2008 og skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir Hraunin – vestur, dagsett í júní 2016.
Úr hópi umsækjenda verða valdir 3 – 5 aðilar, sem uppfylla lágmarkskröfur um hæfni. Krafa er um að aðilar hafi lokið meistaranámi í arkitektúr, skipulagsfræði eða sambærilegu og hafi reynslu af skipulagsgerð við áþekkt verkefni og því sem hér um ræðir. Jafnframt hafi umsækjandi löggildingu skv. 25. og 26. gr. Mannvirkjalaga nr. 160/2010. Ef um hóp er að ræða skal a.m.k. einn úr hópnum uppfylla framangreind skilyrði. Allir umsækjendur sem uppfylla hæfniskröfur koma til greina og verður dregið um þátttöku þeirra. Þátttakendur fá greitt fyrir tillögur sínar kr. 1.500.000.- auk vsk. Hafnarfjarðarbær áskilur sér rétt til að nýta hverja tillögu að hluta eða í heild. Áframhaldandi skipulagsvinna á svæði verður ekki bundin við þátttakendur.
Umsóknarfrestur er til 27. júní 2016. Reiknað er með að niðurstaða um val á þátttakendum liggi fyrir viku síðar og að strax í kjölfar þess hefjist vinna við tillögugerð. Tillögum skal skilað 15. september 2016 á 4 spjöldum af stærðinni A1 ásamt greinargerð til umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, Norðurhellu 2, 221 Hafnarfirði.
Þátttakendum verða útveguð eftirtalin gögn:
Auk þess er bent á lög og reglugerðir sem varða skipulag, mannvirki og umhverfi.
Umsækjendur skulu senda upplýsingar og gögn, sem sýna fram á að hæfniskröfum sé mætt til Þormóðs Sveinssonar, skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar (thormodurs@hafnarfjordur.is) í síðasta lagi 27. júní 2016.
Rán Sigurjónsdóttir, nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, heldur einstaka listasýningu í The Shed í byrjun september, á vegum…
Nú má hlaða rafbílinn við allar sundlaugar bæjarins, fjölda grunnskóla og stofnanir. Hafnarfjarðarbær hefur samið við Ísorku til fimm ára…
„Við erum hér fyrst og fremst með heimagerðan hafnfirskan ís,“ segir Björn Páll Fálki Valsson við hringhúsið á Thorsplani þar…
Götuvitinn er öryggisnet fyrir unga fólkið okkar og starfar nú í fyrsta sinn að sumri til. Unga fólkið þekkir Götuvitann…
Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar hefur fært Hafnarfjarðarbæ fjóra bekki við stíginn upp frá Kaldárselsvegi í Kaldársel. Bæjarstjóri tók við gjöfinni á dögunum.…
Alþjóðatengsl voru efld þegar kínversk sendinefnd frá Changsha varði dagsparti í Hafnarfirði. Hún kynntist bæjarfélaginu og þremur fyrirtækjum bæjarins á…
Byggingarverktakafyrirtækið Verkland hefur hlotið sína fyrstu Svansvottun fyrir fjölbýlishús við Áshamar 42–48. Svansvottun tryggir að húsnæði sé heilnæmt.
Kvartmíluklúbburinn fagnaði 50 ára afmæli í gær. Hafnarfjarðarbær ritaði undir samstarfssamning á afmælishátíðinni og flytur Mótorhúsið til klúbbsins.
Iða Ósk Gunnarsdóttir vinnur að sinni fyrstu ljóðabók á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði í ár. Útlit bókarinnar tekur innblástur…
Íris Egilsdóttir vinnur að því að hanna og útfæra prjónað verk á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði í ár. Verkið,…