Skráningu lýkur 1. júlí

Fréttir

Frístundaheimili fyrir börn í 1.-4. bekk starfa við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Hlutverk frístundaheimila er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir kennslu fyrir nemendur á aldrinum 6-9 ára.

Frístundaheimili fyrir börn í 1.-4. bekk starfa við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Hlutverk frístundaheimila er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að kennslu lýkur fyrir nemendur á aldrinum 6-9 ára. Frístundaheimilin eru opin eftir að kennslu lýkur til kl. 17 alla virka daga. Opið er á skipulagsdögum og virka daga í páska- og jólafríi en sækja þarf sérstaklega um vistun á þessum dögum.

Foreldrar geta valið um fjölda daga sem þeir kaupa fyrir barnið.
Síðdegishressing er innifalin í gjaldinu.

Skráning er á Mínum síðum á hafnarfjordur.is og skal fara fram fyrir 1. júlí fyrir haustönn 2016.  Önnin telur frá ágúst til og með desember. Nánari upplýsingar um þjónustuna er að finna hér fyrir neðan:

Ábendingagátt