Stafræn umbreyting í Hafnarfirði – 1160 dagar
Hafnarfjarðarbær efndi til ráðstefnu þann 10. nóvember 2022 um stafræna umbreytingu í sveitarfélaginu frá september 2019 til nóvember 2022 eða í um það bil 1160 daga.
Á ráðstefnunni gaf starfsfólk innsýn í vegferðina og það sem framundan er. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, opnaði ráðstefnuna. Auk sérfræðinga frá Hafnarfjarðarbær voru erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Stafrænu Íslandi auk þess sem Þröstur Sigurðsson, skrifstofustjóri stafrænnar Reykjavíkurborgar, stýrði fundinum.
Ráðstefnan var mjög vel sótt en hún fór fram í Bæjarbíói og var jafnframt í boði í streymi. Upptaka af ráðstefnunni er aðgengileg öllum á YouTube rás Hafnarfjarðarbæjar og einnig hægt að skoða hér á síðunni.
Í lok ráðstefnunnar var nýr vefur og nýjar mínar síður bæjarins kynntar en hvoru tveggja var opnað af þessu tilefni. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast upptöku af ráðstefnunni og kynningar.
Fyrirlestrar
- 1160 dagar í stafrænni umbreytingu, Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri
- Félagsþjónusta með nokkrum smellum, Soffía Ólafsdóttir, deildarstjóri
- Bylting í mannauðsmálum, Kristín Sigrún Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri
- Uppbygging stafrænna innviða, Eymundur Björnsson, deildarstjóri
- Kortavefur og ábendingagátt, breytt verklag og samskipti við íbúa, Helga Stefánsdóttir, forstöðumaður
- Innritunarferli í skólum, Valdimar Víðisson, skólastjóri og formaður bæjarráðs
- Ávextir samstarfs sveitarfélaga, Fjóla María Ágústsdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga
- Ísland.is, líka fyrir sveitarfélögin, Andri Heiðar Kristinsson, Stafrænt Ísland
- Nýr vefur Hafnarfjarðarbæjar og Mínar síður, Garðar Rafn Eyjólfsson, vefstjóri