Deildarstjóri í tómstundamiðstöð – Hraunvallaskóli

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 29.04.2024

Umsóknarfrestur til: 13.05.2024

Tengiliður: Lars J. Imsland

Hraunvallaskóli auglýsir eftir deildarstjóra í tómstundarmiðstöð skólans

Tómstundamiðstöð Hraunvallskóla samanstendur af frístundaheimilinu Hraunseli og félagsmiðstöðinni Mosanum. Í frístundaheimilinu Hraunseli er boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf fyrir nemendur á aldrinum 6-9 ára eftir að hefðbundnum skóladegi líkur til kl. 17:00 alla virka daga, óháð getu þroska eða fötlun en sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við alla hópa. Félagsmiðstöðin Mosinn er fyrir börn og unglinga í 5.-10. bekk og er opin að jafnaði þrjú kvöld/eftirmiðdaga í viku. Aðaláherslan er á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir alla í 5.-10. bekk. Markmið starfsins er að gefa að gefa börnum og unglingum tækifæri til að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli.

Hraunvallaskóli er heildstæður, grunnskóli staðsettur í fallegu umhverfi í hrauninu í Vallarhverfi í Hafnarfirði. Einkunnarorð skólans eru vinátta, samvinna og ábyrgð. Unnið er samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun gaum og skapa jákvæðan skólabrag.

Verkefni deildarstjóra:

Deildarstjóri ber ábyrgð á að skipuleggja og móta fjölbreytta dagskrá í samstarfi við börn og unglinga sem tekur mið af áhugamálum þeirra hverju sinni. Hann ber ábyrgð á öryggi og vellíðan barna og starfsfólks, skapar andrúmsloft sem einkennist af gagnkvæmri virðingu, jákvæðum samskiptum og lýðræðislegum vinnubrögðum. Hann vinnur náið með stjórnunarteymi Hraunvallaskóla.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Umsjón og ábyrgð með starfsemi tómstundamiðstöðvar ásamt aðstoðarverkefnastjóra
 • Sinnir forvarna- og fræðslustarfi um ýmis málefni sem tengjast börnum og ungmennum
 • Stýrir daglegu og faglegu starfi tómstundamiðstöðvar
 • Skipulagning og framkvæmd verkefna og viðburða
 • Ábyrgð á að starfsemin sé í samræmi við lög og reglugerðir og samþykktir Hafnarfjarðarbæjar
 • Umsjón með eftirliti og mati á þjónustu deildarinnar
 • Sér til þess að upplýsingaflæði til barna, unglinga, foreldra og samstarfsaðila sé virkt
 • Stýrir verkaskiptingu milli starfsmanna og veitir leiðsögn um framkvæmd starfseminnar
 • Stuðlar að góðu samstarfi við ýmsa aðila, s.s. foreldra, skóla, félagsþjónustu, aðrar stofnanir, aðrar félagsmiðstöðvar og frístundaheimili og samtök sem vinna að málefnum barna og unglinga
 • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni og falla innan eðlilegs starfsviðs hans

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Bakkalár háskólapróf s.s. á sviði uppeldis og menntunarfræða, tómstundarfræði eða annað háskólanám sem nýtist í starfi.
 • Skipulags- og stjórnunarhæfileikar
 • Reynsla og áhugi af starfi með börnum og ungmennum
 • Áhugi á málefnum barna og forvörnum.
 • Þekkingu á að vinna með hópastarf
 • Reynsla af þverfaglegu samstarfi
 • Æskilegt er að viðkomandi hafi unnið í frístundaheimili eða félagsmiðstöð
 • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi.
 • Almenn tölvukunnátta
 • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
 • Samskipta- og samstarfshæfni í mannlegum samskiptum

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Ferilskrá fylgi umsókn.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Lars J. Imsland skólastjóri, lars@hraunvallaskoli.is, Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðstoðarskólastjóri gudbjorgn@hraunvallaskoli.is, Ásta Björk Björnsdóttir aðstoðarskólastjóri astabjork@hraunvallaskoli.is og Sara Pálmadóttir sarap@hafnarfjordur.is eða í síma 590 2800.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.

Umsóknarfrestur er framlegndur til 13. maí 2024. Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2024. Um 100% starf er að ræða. 

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika

Önnur störf