Aðstoðardeildarstjóri tómstundamiðstöðvar- Félagsmiðstöðin Ásinn

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 29.04.2024

Umsóknarfrestur til: 15.05.2024

Tengiliður: Unnur Elfa Guðmundsdóttir

Áslandsskóli óskar eftir að ráða drífandi og kraftmikinn aðstoðardeildarstjóra í 50-100% starf í tómstundastarf skólans.

Áslandsskóli var stofnaður árið 2001 og er staðsettur í Áslandsshverfi í Hafnarfirði. Áslandsskóli er heildstæður grunnskóli með 1.-10.bekk og eru nemendur um 450   talsins. Einkunnarorð Áslandsskóla eru samvinna, ábyrgð, tillitsemi og traust. Áslandsskóli er heilsueflandi grunnskóli og er unnið markvisst að þeim málum innan skólans. Lögð er áhersla á að nemendur fái námsefni við hæfi og þrói þannig og þroski hæfileika sína með markvissum hætti. Í skólanum er lögð áhersla á vellíðan nemenda og góðan námsárangur.

Í skólanum er unnið eftir SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun gaum, styrkja og efla jákvæð samskipti milli nemenda og skapa jákvæðan skólabrag. 

Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.aslandsskoli.is

Markmið tómstundamiðstöðvarinnar er að gefa börnum og unglingum tækifæri til að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón og ábyrgð með starfsemi tómstundamiðstöðvar ásamt deildarstjóra með áherslu á 5.-10.bekk.
  • Sinnir forvarna- og fræðslustarfi um ýmis málefni sem tengjast börnum og ungmennum
  • Skipulagning og framkvæmd verkefna og viðburða
  • Sér til þess að upplýsingaflæði til barna, foreldra og samstarfsaðila sé virkt
  • Stýrir verkaskiptingu milli starfsmanna og veitir leiðsögn um framkvæmd starfseminnar
  • Stuðlar að góðu samstarfi við ýmsa aðila, s.s. foreldra, skóla, félagsþjónustu, aðrar félagsmiðstöðvar og frístundaheimili og aðrar stofnanir og samtök sem vinna að málefnum barna og unglinga
  • Starfar með nemendum með sértækan vanda
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni og samkvæmt starfslýsingu

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Bakkalár háskólapróf í tómstunda- og félagsmálafræði, háskólapróf á sviði uppeldis og menntunarfræða,  eða annað háskólanám sem nýtist í starfi.
  • Skipulags- og stjórnunarhæfileikar
  • Reynsla og áhugi af starfi með börnum og ungmennum
  • Áhugi á málefnum barna og forvörnum.
  • Þekkingu á að vinna með hópastarf
  • Reynsla af þverfaglegu samstarfi
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi unnið í frístundaheimili eða félagsmiðstöð
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi. Almenn tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
  • Samskipta- og samstarfshæfni í mannlegum samskiptum

Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Unnur Elfa Guðmundsdóttir, skólastjóri, unnur@aslandsskoli.is, Hálfdan Þorsteinsson, aðstoðarskólastjóri halfdanth@aslandsskoli.is , Eva Björk Jónsdóttir, deildarstjóri tómstundamiðstöðvar evabjork@aslandsskoli.is eða í síma 585-4600.

Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BHM.

Umsóknarfrestur er til og með15.maí 2024

Greinargóð ferilskrá fylgi umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika

Önnur störf