Fulltrúi hjá byggingarfulltrúa – sumarstarf

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 02.05.2024

Umsóknarfrestur til: 16.05.2024

Tengiliður: hildur@hafnarfjordur.is

Umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða starfsmann í fjölbreytt sumarstarf sem fulltrúi hjá byggingarfulltrúa. Vinnutímabil er frá maí út ágústmánuð. Um er að ræða 100% sumarstarf. Á umhverfis- og skipulagssviði eru um 50 stöðugildi. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Skoðunar- og eftirlitsferðir innan Hafnarfjarðar
 • Almenn skrifstofustörf og skráning
 • Skráning gagna og utanumhald
 • Ýmis þjónusta við viðskiptavini varðandi fyrirspurnir og framfylgni þeirra
 • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Stúdentspróf eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi
 • Bílpróf og bíll til umráða skilyrði
 • Góð reynsla af sambærilegu starfi
 • Almenn, góð tölvukunnátta, svo sem Excel og Word
 • Samstarfs- og samskiptahæfni, þjónustulund og jákvæðni
 • Góð framkoma og almenn kurteisi
 • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
 • Íslenskukunnátta nauðsynleg

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, netfang: hildur@hafnarfjordur.is eða símleiðis 585-5670.

Umsóknarfrestur er til og með 16. maí 2024. Æskilegt að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynja í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf