Stuðningsfulltrúi í Berg – Setbergsskóli

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 02.05.2024

Umsóknarfrestur til: 16.05.2024

Tengiliður: maria@setbergsskoli.is

Setbergsskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í Berg, sérdeild fyir börn á einhverfurófi. Starfshlutfall er 70-80%.

Setbergsskóli var stofnaður árið 1989 og eru nemendur um 430 talsins. Við skólann er starfrækt sérdeildin Berg fyrir börn á einhverfurófi. Sérdeildin starfar eftir hugmyndafræði TEACCH sem felur í sér skipulagða kennslu sem virkjar sjálfstæði einstaklingsins. Góður starfsandi og jákvæð samskipti einkenna starfmannahópinn og er vellíðan nemenda og starfsfólks ávallt höfð að leiðarljósi. Við skólann er unnið metnaðarfullt starf með sérstakri áherslu á fjölbreytt námsumhverfi, læsi, sköpun, lýðræði og uppbyggjandi endurgjöf. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi sem býður upp á mikla möguleika til útiveru.

Einkunnarorð skólans eru virðing, víðsýni og vellíðan og grundvallast starf skólans á þeim gildum. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT um jákvæða skólafærni og samkvæmt hugmyndafræði Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Nánari upplýsingar um skólann og það öfluga starf sem þar er unnið er að finna á heimasíðu skólans, setbergsskoli.is.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Starfar með nemendum með sértækan vanda
  • Aðstoðar við faglegt starf undir leiðsögn kennara og stjórnenda
  • Tekur þátt í skipulagningu, undirbúningi og framkvæmd skólastarfs
  • Aðstoðar nemendur við daglegar þarfir
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við fagfólk og foreldra
  • Aðstoðar nemendur í matsal og við undirbúning matmálstíma
  • Sinnir frímínútnagæslu, fylgd og gæslu í daglegu skólastarfi
  • Leitast við að virkja sem flesta óháð getu eða þroska í fjölbreytt verkefni og taka fullan þátt í þeim verkefnum og viðburðum sem eru skipulögð
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Gerð er krafa um sérstakt nám fyrir stuðningsfulltrúa, t.d. úr Borgarholtsskóla eða sambærilegt nám
  • Reynsla af starfi með börnum
  • Íslenskukunnátta skilyrði
  • Almenn tölvukunnátta
  • Mikill áhugi og metnaður til að starfa með börnum
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Stundvísi og samviskusemi

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.

Ef ekki fæst einstaklingur í starfið sem uppfyllir námskröfur fyrir stuðningsfulltrúa, kemur til greina að ráða inn einstakling í starfsheitið skóla og frístundaliði.

Ferilskrá og kynningarbréf fylgi umsókn.

Umsóknarfrestur er til og með 16. maí 2024.

Nánari upplýsingar um starfið veitir María Pálmadóttir, skólastjóri, í síma 5651011 eða í gegnum netfangið maria@setbergsskoli.is.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf