Setbergsskóli auglýsir eftir skrifstofustjóra í 100% starfshlutfall

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 15.04.2024

Umsóknarfrestur til: 29.04.2024

Tengiliður: maria@setbergsskoli.is

Skrifstofustjóri vinnur náið með stjórnendum að fjölbreyttum verkefnum í krefjandi og metnaðarfullu starfsumhverfi. Skrifstofustjóri starfar sem aðstoðarmaður skólastjóra um almennan rekstur skólans og starfar náið með stjórnendateymi skólans.

Setbergsskóli var stofnaður árið 1989 og eru nemendur um 430 talsins auk þess sem við skólann er starfrækt sérdeild fyrir börn með einhverfu. 

Góður starfsandi og jákvæð samskipti einkenna starfmannahópinn og er vellíðan nemenda og starfsfólks ávallt höfð að leiðarljósi. Við skólann er unnið metnaðarfullt starf með sérstakri áherslu á fjölbreytt námsumhverfi, læsi, sköpun, lýðræði og uppbyggjandi endurgjöf. 

Einkunnarorð skólans eru virðing, víðsýni og vellíðan og grundvallast starf skólans á þeim gildum. Nánari upplýsingar um skólann og það öfluga starf sem þar er unnið er að finna á heimasíðu skólans.

Helstu verkefni skrifstofustjóra:

  • Umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu og ber ábyrgð á samskiptum skóla við þá sem eiga erindi við hana.
  • Umsýsla ráðningasamninga og samskipti við launadeild.
  • Umsjón með vinnustund og starfsmannahaldi.
  • Umsjón með skráningu nemenda, forfallaskráningu og skipulagi forfalla.
  • Sér um skipulag og stjórnun skjalavörslu.
  • Sér um pantanir á ýmsum gögnum sem nauðsynleg eru rekstri skólans. 
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi (B.A./B.S./B.Ed gráða).
  • Áhugi á mannauðstengdum verkefnum.
  • Mjög góð þekking og reynsla af skrifstofustörfum.
  • Mjög góð tölvukunnátta.
  • Þekking á Kjarna og Vinnustund kostur. 
  • Mjög góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
  • Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi.
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar.
  • Jákvæðni og vilji til að ná árangri í starfi.
  • Lipurð í samskiptum og samstarfshæfni.
  • Stundvísi og samviskusemi.

Gerð er krafa um hreint sakavottorð.

Greinargóð ferliskrá fylgi umsókn.

Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2024.

Nánari upplýsingar um starfið veitir María Pálmadóttir, skólastjóri Setbergsskóla, í síma 664-5880, maria@setbergsskoli.is. 

Gert er ráð fyrir að skrifstofustjóri hefji störf 1. ágúst 2024.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf