Skrifstofustjóri – Öldutúnsskóli

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 12.04.2024

Umsóknarfrestur til: 29.04.2024

Tengiliður: Valdimar Víðisson

Öldutúnsskóli auglýsir eftir skrifstofustjóra í 100% starf. 

Skrifstofustjóri vinnur náið með stjórnendum að fjölbreyttum verkefnum í krefjandi og metnaðarfullu starfsumhverfi. Skrifstofustjóri starfar sem aðstoðarmaður skólastjóra um almennan rekstur skólans og starfar náið með stjórnendateymi skólans.

Í Öldutúnsskóla eru um 630 nemendur í 1. – 10. bekk.

Í Öldutúnsskóla er lögð áhersla á skapandi og gefandi námsumhverfi þar sem allir aðilar leitast við að gera námið í senn áhugavert og skemmtilegt. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda og fjölbreytta kennsluhætti. Rík áherslu er lögð á teymisvinnu.

Einkunnarorð skólans eru virðing, virkni og vellíðan og grundvallast starf skólans af þeim gildum. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT um jákvæða skólafærni og samkvæmt hugmyndafræði Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Skólinn leggur ríka áherslu á umhverfismál og hefur tekið á móti Grænfánanum fimm sinnum. 

Helstu verkefni skrifstofustjóra:

  • Umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu og ber ábyrgð á samskiptum skóla við þá sem eiga erindi við hana
  • Umsýsla ráðningasamninga og samskipti við launadeild
  • Umsjón með vinnustund og starfsmannahaldi
  • Umsjón með skráningu nemenda, forfallaskráningu og skipulagi forfalla
  • Sér um skipulag og stjórnun skjalavörslu
  • Sér um pantanir á ýmsum gögnum sem nauðsynleg eru rekstri skólans 
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar – og hæfnikröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi (B.A./B.S./B.Ed gráða)
  • Áhugi á mannauðstengdum verkefnum
  • Mjög góð þekking og reynsla af skrifstofustörfum
  • Mjög góð tölvukunnátta
  • Þekking á Kjarna og Vinnustund kostur 
  • Mjög góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
  • Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar
  • Jákvæðni og vilji til að ná árangri í starfi
  • Lipurð í samskiptum og samstarfshæfni
  • Stundvísi og samviskusemi

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2024 

Greinargóð ferilskrá fylgi umsókn.

Nánari upplýsingar veita Valdimar Víðisson, skólastjóri, í síma: 664-5898, valdimar.vidisson@oldutunsskoli.is eða Margrét Sverrisdóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 664-5894, margret.sverrisdottir@oldutunsskoli.is Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.

Ráðið er í stöðuna frá 1. september 2024.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf