Fólk með fötlun

Fólk með fötlun á rétt á þjónustu og stuðningi sem það þarf til að lifa sjálfstæðu og virku lífi. Í Hafnarfirði er þjónandi leiðsögn höfð að leiðarljósi. Hlýja og hvatning er sýnd í öllum aðstæðum.

Einstaklingsstuðningur

Sækja um stuðning

Persónulegur stuðningur

Einstaklings-stuðningur (áður kallað félagsleg liðveisla) er persónulegur stuðningur og aðstoð til að styrkja fólk til þátttöku í menningar- og félagslífi. Þannig er hægt að rjúfa félagslega einangrun og auka samfélagsþátttöku.

Einstaklingsstuðningur felur meðal annars í sér samveru, félagsskap og stuðning við áhugamál og tómstundir. Stuðningurinn er sniðinn að þörfum hvers og eins.

Stuðningurinn er ætlaður fullorðnu fólki og börnum með fötlun frá 6 ára aldri.