Fólk með fötlun

Fólk með fötlun á rétt á þjónustu og stuðningi sem það þarf til að lifa sjálfstæðu og virku lífi. Í Hafnarfirði er þjónandi leiðsögn höfð að leiðarljósi. Hlýja og hvatning er sýnd í öllum aðstæðum.

Heimili og íbúðakjarnar

Sækja um þjónustu

Hafnarfjörður rekur íbúðakjarna og heimili sem eru hönnuð með þarfir fatlaðs fólks í huga.

Stuðningur á eigin heimili

Fólk með fötlun á að geta valið hvernig það býr, rétt eins og annað fólk í samfélaginu. Í Hafnarfirði getur fólk fötlun fengið leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði með þeim stuðningi sem það þarf þannig að það geti búið á eigin heimili eins og mögulegt er. 

Hægt er að fá stuðningsþjónustu á heimili eftir aðstæðum, óskum og þörfum hvers og eins. Þjónustuna er hægt er að fá heim hvort sem fólk býr í eigin íbúð, leiguíbúð á almennum markaði eða félagslegri leiguíbúð.

Þjónusta sem hægt er að fá:

  • Aðstoð við innkaup
  • Stutt innlit
  • Kvöld og helgar-þjónusta
  • Þrif
  • Virkni

Fólk sem þarf meiri þjónustu en getur samt búið heima getur fengið utan-kjarna stuðning. Þá fær það þjónustu íbúðarkjarna inn á sitt heimili.

Íbúðakjarnar

Fólk með fötlun sem hefur þörf á sérstöku húsnæði og mikinn stuðning getur fengið húsnæði í íbúðakjörnum. Þar fær fólk þjónustu eftir sínum þörfum allan sólarhringinn eða hluta úr degi. Húsnæðið er hannað með jafnrétti og vellíðan fólks í fyrirrúmi.

Hvernig sæki ég um íbúðakjarna eða stuðning?

Þú sækir um húsnæði eða stuðning á heimili á Mínum síðum. Ef þú vilt fá meiri upplýsingar eða aðstoð geturðu bókað viðtal við ráðgjafa í síma 585 5500.