Fólk með fötlun

Fólk með fötlun á rétt á þjónustu og stuðningi sem það þarf til að lifa sjálfstæðu og virku lífi. Í Hafnarfirði er þjónandi leiðsögn höfð að leiðarljósi. Hlýja og hvatning er sýnd í öllum aðstæðum.

NPA

Sækja um NPA

Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta fyrir fólk með fötlun til þess að það geti lifað lífi sínu og haft sömu möguleika og ófatlað fólk.

Fyrirkomulag NPA

Notendastýrð persónulega aðstoð (NPA) byggir á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Fólk stýrir því sjálft hvernig aðstoðin er skipulögð, hvaða aðstoð er veitt, hvenær og hvar hún fer fram og hver veitir hana.

Samningur er gerður við bæinn byggður á þörfum umsækjanda. Síðan eru áætlaðar mánaðarlegar greiðslur svo að einstaklingurinn geti séð um og skipulagt þjónustuna sjálfur eftir sínum þörfum og hentisemi.

Ráðgjafar eru til taks til að veita nánari upplýsingar um NPA og ráðgjöf um ferli umsókna.

Hvernig sæki ég um NPA?

Best er að bóka viðtal hjá ráðgjafa í síma 585 5500. Þú getur líka sótt um á Mínum síðum. Í umsókninni hakarðu við Annað og tilgreinir NPA. Þá mun ráðgjafi hafa samband við þig. Þegar umsókn liggur fyrir metur ráðgjafinn í samstarfi við þig hver stuðningsþörfin er. Síðan komist þið að samkomulagi um vinnustundir og aðrar upplýsingar og útbúið samning um NPA.