Fólk með fötlun

Fólk með fötlun á rétt á þjónustu og stuðningi sem það þarf til að lifa sjálfstæðu og virku lífi. Í Hafnarfirði er þjónandi leiðsögn höfð að leiðarljósi. Hlýja og hvatning er sýnd í öllum aðstæðum.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks 

Samráðshópur gætir hagsmuna fólks með fötlun í Hafnarfirði og er talsmaður þess varðandi þjónustu bæjarins.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks veitir bæjaryfirvöldum og stofnunum bæjarins ráðgjöf. Í ráðinu sitja þrír fulltrúar og þrír til vara, kosnir af bæjarstjórn. Hagsmunasamtök fatlaðs fólks tilnefna einnig fjóra fulltrúa og fjóra til vara. Ritari er starfsmaður fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar.

Hlutverk samráðshóps um málefni fatlaðs fólks er að vera vettvangur samstarfs og þróunar um hagsmuni þeirra. Markmiðið með starfi samráðshópsins er að bæta þjónustu við fatlað fólk í Hafnarfirði með virkri aðkomu þeirra að skipulagi og mótun þjónustunnar í samstarfi við bæjarstjórn auk ráða og nefnda Hafnarfjarðar.

 

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

Aðalmenn

Nafn Hlutverk Stjórnmálaflokkur
Linda Hrönn Þórisdóttir Formaður Framsókn
Kristjana Ósk Jónsdóttir Varaformaður Sjálfstæðisflokkur
Alexander Harðarson - Samfylkingin
Þórarinn Þórhallsson Öryrkjabandalag Íslands
Egill Fjeldsted Öryrkjabandalag Íslands
Ólafur Örn Karlsson Öryrkjabandalag Íslands
Eyrún Birta Þrastardóttir Þroskahjálp
Dalrós Ólafsdóttir Þroskahjálp

Varamenn

Nafn Hlutverk Stjórnmálaflokkur

Öryrkjabandalag íslands
-

Fylgiskjöl og hlekkir