Fólk með fötlun

Fólk með fötlun á rétt á þjónustu og stuðningi sem það þarf til að lifa sjálfstæðu og virku lífi. Í Hafnarfirði er þjónandi leiðsögn höfð að leiðarljósi. Hlýja og hvatning er sýnd í öllum aðstæðum.

 

Vinna og virkni

Markmiðið með hæfingu, starfsþjálfun og verndaðri vinnu er að veita fólki með fötlun þjálfun og stuðning til þess að taka þátt í daglegu lífi eða vinnumarkaði. Umsóknir fara gegnum vefsíðu Vinnumálastofnunar.

Atvinna með stuðningi (AMS)

Fólk með skerta starfsgetu getur fengið sérhæfða þjónustu sem kallast Atvinna með stuðningi (AMS). Markmiðið er að aðstoða fólk við að finna heppilegt starf á almennum vinnumarkaði og stuðning við að sinna því. Sótt er um AMS á vefsíðu Vinnumálastofnunar. Ef þú vilt vita meira geturðu sent spurningar á ams@vmst.is.

Vernduð vinna

Fólk með fötlun getur sótt um vinnu á vernduðum vinnustað sem er ætlað að:

  • veita fólki með fötlun launaða starfsþjálfun svo að það verði hæfara til að starfa á almennum vinnumarkaði.
  • veita fólki með fötlun föst störf.

Úrræði í boði

Styrkir fyrir námskostnaði og tækjakaupum

Fólk með fötlun getur sótt um styrk fyrir námskostnaði sem er ekki greiddur samkvæmt öðrum lögum. Námið þarf að hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing.

Einnig getur fólk með fötlun, 18 ára og eldra, sótt um styrk til að kaupa tæki og verkfæri vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi, til dæmis síma.