Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Sunnudaginn 3. júlí heldur 3SH Þríþrautardaginn 2016 í Hafnarfirði. Keppnin hefur undanfarin ár alfarið verið haldin á Vallasvæði og á Krýsuvíkurvegi Í Hafnarfirði en mun í ár teygja anga sína í miðbæ Hafnarfjarðar og enda þar.
Sunnudaginn 3. júlí n.k. heldur 3SH Þríþrautardaginn 2016 í Hafnarfirði. Keppnin hefur undanfarin ár alfarið verið haldin á Vallasvæði og á Krýsuvíkurvegi Í Hafnarfirði en eftir miklar vangaveltur um umfang, eðli og möguleika keppninnar hefur verið ákveðið að gera hana stærri og þar með stækka sjálft keppnissvæðið og opna á tækifæri fyrir fleiri til að njóta og taka þátt. Í ár mun keppnin teygja anga sína í miðbæ Hafnarfjarðar og enda þar.
Þríþrautardagurinn hefst kl. 8 í Ásvallalaug með sundi. Gera má ráð fyrir að fyrstu keppendur klári sundið á u.þ.b. 20 mínútum og mun þá taka við stýrð umferð fyrir hjólreiðar frá Ásvallalaug út á Krísuvíkurveg. Nokkrar vegalengdir eru í boði og verður aftur ræst í sundið kl. 9 og 9:30 allt eftir því hvort verið sé að taka þátt í hálfum járnmanni, ólympískri þraut, sprettþraut eða liðakeppni. Gera má ráð fyrir einhverjum töfum á umferð þegar hollin fara af stað og eins þegar þau koma aftur til baka að sundlaug. Hjólahluti Þríþrautardags fer að mestu fram á Krýsuvíkurvegi þar sem hjólaðir eru allt að sex hringir, mismunandi eftir því hvaða vegalengd fólk er að taka þátt í. Á Krýsuvíkurvegi verður umferðarstýring í gangi frá kl. 8 til kl. 13. Keppendur hjóla svo sem leið liggur frá Krýsuvíkurvegi niður að Hafnarfjarðarkirkju í gegnum Ástorg, niður Strandgötu að Fjarðartorgi og þaðan að næsta skiptisvæði sem er við Hafnarfjarðarkirkju. Frá Völlum að Hafnarfjarðarkirkju getur hraði hjóla orðið nokkuð mikill og því nauðsynlegt að loka leið frá Ástorgi niður Strandgötu alla leið að Fjarðartorgi eða allri Strandgötunni til norðurs frá kl. 10:15 – 13:15 þannig að tryggja megi öryggi allra hlutaðeigandi. Strandgata verður opin til suðurs. Allir þeir sem ferð eiga um svæðið eru beðnir um að sýna biðlund og tillitsemi á meðan á keppni stendur. Reynt verður eftir megni að lágmarka lokun á götum en líklegt þykir að tafir getið orðið á umferð frá kl. 10:15 – 13:15.
Hjólaleið frá Völlum í miðbæ Hafnarfjarðar – Ásbraut og Strandgata til norðurs lokaðar frá kl. 10:15 – 13:15
Skiptisvæði af hjóli yfir á hlaup verður sem fyrr segir á bílastæði við Hafnarfjarðarkirkju þar sem hluti af stæði verður lagður undir keppnina. Þriðji og síðasti hluti þríþrautar, hlaupahlutinn, mun fara fram á Strandstíg í miðbæ Hafnarfjarðar og mun verðlaunaafhending í lok keppni eiga vera á Strandstíg til móts við Íþróttahúsið á Strandgötu. Stígurinn verður lokaður fyrir aðra umferð frá kl. 10:20 til 16:00 þennan sunnudag.
Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa til að taka virkan þátt í Þríþrautardeginum. Það er hægt með beinni þátttöku í keppninni sjálfri eða með virkri hvatningu og stuðningi til þátttakenda sjálfra.
Fyrirfram takk fyrir sýnda biðlund og tillitsemi!
Rán Sigurjónsdóttir, nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, heldur einstaka listasýningu í The Shed í byrjun september, á vegum…
Nú má hlaða rafbílinn við allar sundlaugar bæjarins, fjölda grunnskóla og stofnanir. Hafnarfjarðarbær hefur samið við Ísorku til fimm ára…
„Við erum hér fyrst og fremst með heimagerðan hafnfirskan ís,“ segir Björn Páll Fálki Valsson við hringhúsið á Thorsplani þar…
Götuvitinn er öryggisnet fyrir unga fólkið okkar og starfar nú í fyrsta sinn að sumri til. Unga fólkið þekkir Götuvitann…
Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar hefur fært Hafnarfjarðarbæ fjóra bekki við stíginn upp frá Kaldárselsvegi í Kaldársel. Bæjarstjóri tók við gjöfinni á dögunum.…
Alþjóðatengsl voru efld þegar kínversk sendinefnd frá Changsha varði dagsparti í Hafnarfirði. Hún kynntist bæjarfélaginu og þremur fyrirtækjum bæjarins á…
Byggingarverktakafyrirtækið Verkland hefur hlotið sína fyrstu Svansvottun fyrir fjölbýlishús við Áshamar 42–48. Svansvottun tryggir að húsnæði sé heilnæmt.
Kvartmíluklúbburinn fagnaði 50 ára afmæli í gær. Hafnarfjarðarbær ritaði undir samstarfssamning á afmælishátíðinni og flytur Mótorhúsið til klúbbsins.
Iða Ósk Gunnarsdóttir vinnur að sinni fyrstu ljóðabók á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði í ár. Útlit bókarinnar tekur innblástur…
Íris Egilsdóttir vinnur að því að hanna og útfæra prjónað verk á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði í ár. Verkið,…