Verkfræðihönnun við Sólvang

Fréttir

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkfræðihönnun vegna byggingar nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði.  Tilboð verða opnuð mánudaginn 19. september 2016 kl. 11:00.

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkfræðihönnun vegna byggingar nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði.

Byggingin verður um 4.000 m2 að flatarmáli, 3 hæðir og kjallari að hluta.  Í verkfræðihönnun felst hönnun burðarvirkja, jarðvinnu, lagnakerfa, loftræsikerfa, rafkerfa, hljóðvistar og bruna. Einnig að hanna breytingar á fráveitulögnum á lóð.

Miðað er við að útboð vegna framkvæmda verði í áföngum, það fyrsta 2. desember 2016 og það síðasta 5. maí 2017.  Hönnunarvinna þarf að hefjast strax og samningur er kominn á við ráðgjafa. Rafræn útboðsgögn verða afhent hjá VSB Verkfræðistofu ehf., netfang: vsb@vsb.is frá og með mánudegi 5. september 2016.

Tilboð verða opnuð á sama stað, mánudaginn 19. september 2016, kl. 11:00.

Ábendingagátt