Komdu á Vetrarhátíð heima í Hafnarfirði

Fréttir

Vetrarhátíð 2025 er haldin um helgina, dagana 6.–9. Febrúar, í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs ár hvert samanstendur af þremur meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt og Ljósaslóð. Boðið er upp á yfir 150 viðburði þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Líka heima í Hafnarfirði.

Frítt er á alla viðburði

Vetrarhátíð 2025 er haldin um helgina, dagana 6.–9. Febrúar, í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs ár hvert samanstendur af þremur meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt og Ljósaslóð. Boðið er upp á yfir 150 viðburði þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Líka heima í Hafnarfirði.

Allt um Vetrarhátíð í Hafnarfirði 

Söfn, sund og ljósadýrð í Hafnarfirði

Hér í Hafnarfirði njótum við Sundlaugarnætur og Safnanætur saman, 7. og 8. febrúar. Söfnin í Hafnarfirði, Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug taka virkan þátt í Vetrarhátíð með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá fyrir alla aldurshópa. Einnig hafa hvorutveggja LitlaGallerý og Svavar eigandi Ban Kúnn tengt sig við hátíðina í ár við mikinn fögnuð sveitarfélagsins. Um helgina eru jafnframt síðustu forvöð að njóta ljósadýrðarinnar í Hellisgerði.

Safnanótt í Hafnarfirði

Söfn bæjarins standa okkur öllum opin á Safnanótt föstudaginn 7. febrúar milli kl. 18-22 og eins og alltaf þá er frítt inn. Listasmiðja og vasaljósaleiðsögn í Hafnarborg. Ratleikur, forvitnilegur fyrirlestur, magnaðir munir og klassísk tónlist á Byggðasafni Hafnarfjarðar. Þríþætt höfundarkvöld og fjölskyldufjör á Bókasafni Hafnarfjarðar. Cargo art? eftir Þorgeir Ólason „Togga“ í LG – Litla Gallerý og „Ef þær gætu talað“ ljósmyndasýning Svavars á Ban Kúnn

Sundlauganótt í Hafnarfirði

Það verður líf og fjör í tveimur af þremur sundlaugum Hafnarfjarðar laugardaginn 8. febrúar frá kl. 16-20. Frítt verður í Suðurbæjarlaug frá kl. 16-18 og munu síkátu zúmbínurnar stýra Aqua zumba kl. 17. Blásið verður til Andaleika í Ásvallalaug og frítt í laugina frá kl. 16-20. Gestir í Ásvallalaug fá að upplifa einstaka kvöldstund þar sem allskonar endur verða allsráðandi. Meira að segja Andrés Önd á risaskjá. Bombukeppni og dýfingarkeppni og verðlaun í boði fyrir þau hlutskörpustu.

Við hvetjum ykkur til að eiga góða stund með fjölskyldunni allri á Vetrarhátíð heima í Hafnarfirði.

Komið fagnandi og njótið!

Ábendingagátt