Við erum jólabærinn Hafnarfjörður!

Fréttir

Jólabærinn Hafnarfjörður er hlýlegur og einstakur bær. Í jólabænum geta fjölskyldur og vinahópar upplifað hlýlega og afslappaða jólastemningu og skipulagt sína eigin jólaleið um bæinn sem getur í einni eða fleiri ferðum falið í sér upplifun, skemmtun, útivist, verslun, þjónustu, veitingar og heilan helling af frískandi sjávarlofti fyrir alla fjölskylduna.

Jólabærinn Hafnarfjörður

Við erum jólabærinn Hafnarfjörður – komdu fagnandi!

Jólabærinn Hafnarfjörður er hlýlegur og einstakur bær, ekki síst fyrir lifandi og skemmtilegan miðbæ, heillandi hafnarsvæði og gott aðgengi að fjölbreyttum og fallegum náttúruperlum allt árið um kring bæði í hjarta Hafnarfjarðar og í upplandinu. Í jólabænum geta fjölskyldur og vinahópar upplifað hlýlega og afslappaða jólastemningu og skipulagt sína eigin jólaleið um bæinn sem getur í einni eða fleiri ferðum falið í sér upplifun, skemmtun, útivist, verslun, þjónustu, veitingar og heilan helling af frískandi sjávarlofti fyrir alla fjölskylduna. Hafnarfjarðarbær tekur fagnandi á móti jólahátíðinni og aðventunni með sínu árlega jólaþorpi, ljósadýrð og ævintýraveröld í Hellisgerði, Hjartasvelli og svo miklu fleiru.


Jólablað Hafnarfjarðar 2022

Jólablað Hafnarfjarðar 2022 er komið út! Jólablaðið er gefið út í sömu viku og Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar ár hvert. Jólablaðið hefur þann eina og sanna tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir öllum áhugasömum, fyrir gestum og gangandi og varpa ljósi á þann hlýleika og fjölbreytileika sem býr með fólkinu og fyrirtækjunum í jólabænum Hafnarfirði. Efnið í jólablaðinu á það sameiginlegt að vera hluti af samfélaginu og því sem fær hjarta Hafnarfjarðar og Hafnfirðinga til að slá. Jólablaðið er aðgengilegt í Fjarðarkaupum, Firði verslunarmiðstöð, þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Bókasafni Hafnarfjarðar, Hafnarborg og Byggðasafni Hafnarfjarðar.

Við tökum hlýlega á móti þér og öllum þínum!

Skelltu þér á safn, í sund, í skógarferð með fjölskylduna, tónleika með vinahópnum, út að borða með makanum, á kaffihús með foreldrunum eða í alvöru kaupstaðarferð í hjarta Hafnarfjarðar. Skildu jólastressið eftir heima og komdu í heimsókn í huggulegasta heimabæ höfuðborgarsvæðisins. Mild jólaljós, ljúfir tónar, freistandi vörur, blómstrandi menning, óvæntar uppákomur og öðruvísi jóladagskrá. Fjölbreyttar og fallegar verslanir með áherslu á hönnun og veitingastaðir og kaffihús af bestu gerð þar sem njóta má á staðnum eða grípa dýrindis bakkelsi og njóta heima.

Nánar um jólabæinn Hafnarfjörð

Ábendingagátt