Einhverfukaffið er haldið í sal í Bókasafni Hafnarfjarðar. Gengið inn um aðalinngang, inn beint af augum framhjá afgreiðsluborði og niður tröppur á hægri hönd. Kaffi, te og vatn er í boði og létt meðlæti. Setið er við borð sem raðað er saman í miðju rýminu, við bætum við stólum eins og með þarf. Oftast mæta ca 10-12 manns, stundum fleiri og stundum færri. Aldurssamsetning hópsins er misjöfn en kaffið er opið öllum frá 18 ára aldri.
Umræðuefni er frjálst og reynt er að hafa bara 1 samtal í gangi í einu og halda hávaða í lágmarki.
Athugið: Það er frjálst að mæta seint/fara snemma eða jafnvel fara og koma aftur. Hægt er að senda skilaboð (sms) til Guðlaugar sem sér um Einhverfukaffið í s. 8992873 ef óskað er eftir móttöku á staðnum/fylgd inn. Við höfum fullan skilning á því ef fólk er óöruggt. Fylgdarfólk er velkomið, ss liðveisla eða bara ættingi eða vinur.
Bókasafnið er opið til 19 og er í 5 mínútna göngufjarlægð frá Firði þar sem helstu strætóleiðir stoppa (1, 21 td.). Samverustund á forsendum einhverfra, opin öllum sem tengja við einhverfurófið.

Ábendingagátt