Falleg fjölskylduganga um friðsælt og gróðursælt landsvæði við Helgafell. Gengið er í hægðum okkar að Valabóli þar sem hægt verður að setjast niður, njóta náttúrunnar og snæða meðfært nesti. Kolbrún Kristínardóttir leiðir gönguna með hlýju og áherslu á samveru og náttúruupplifun.

📍 Gengið frá: Bílastæði við Kaldárselsveg
🧺 Taktu með þér nesti og komdu út með fjölskyldunni.

Hafnarfjarðarbær býður upp á menningar- og heilsugöngur öll miðvikudagskvöld í sumar. Flestar göngurnar taka um klukkustund og hefjast kl. 20, nema annað sé tekið fram. Menningar- og heilsugöngur eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.

Ábendingagátt