Ingvar Viktors BH
Ingvar Viktorsson er magnaður sagnamaður og sannarlega eru óteljandi sögur, sagðar af honum sjálfum og samferðafólki hans í nýútkominni bók, ‘Ég verð að segja ykkur’, sem kom út nú fyrir jólin, í samantekt og ritun Guðjóns Inga Eiríkssonar.
Ingvar er einn af þessum góðu sagnamönnum sem hefur næmt auga fyrir samferðarfólki sínu og umhverfi og kann að gera á því skil. Hann hefur víða komið við á lífsleiðinni; ólst upp í skjóli berkla á Vífilsstöðum, fór með leigubíl í skólann til að sinna skyldunáminu, sótti um skólavist í Menntaskólanum á Akureyri af samgönguástæðum og fékk hana, var til sjós í mörg sumur, gerðist kennari í Hafnarfirði, varð síðar bæjarfulltrúi þar og bæjarstjóri fyrir hönd Alþýðuflokksins, var til margra ára í framvarðasveit FH og einnig í stjórn Handknattleikssambands Íslands. Er þá fátt upptalið. Þess skal getið að ritnefndin að þessari bók var skipuð áður en Ingvar vissi hvað til stæði. Reyndar tók hann í fyrstu fálega í hugmynd okkar um ævisöguna og færðist lipurlega undan. Á endanum gaf hann sig þó og útkoman blasir við á næstu síðum.
Ingvar verður með okkur þriðjudaginn 28. febrúar kl 16:30.
Ábendingagátt